-Þessi grein er ætluð til kynningar á hinu snilldar finnska bandi Sonata Arctica-

-Meðlimir.
Tony Kakko Söngur(ótrúlega fjölhæf rödd)-Hljómborð
Tommy Portimo Trimbill
Jani Liimatainen Gítar (snillingur)
Henrik Klingenberg Hljómborð (nýlegur meðlimur í hljómsveitinni kom fyrst á Winterheart´s Guild) ótrúlegur hraði á lykklunum)
Marko Paarsikoski Bassi

-Diskar.

Ecliptica(1999) virkilega öflugur diskur sem rennur vel í gegn, mikill hraði melódískur söngur
Ekki er hægt að eignast þennan disk á Íslandi enda eru þeir nánast óþekktir en hrmpf þið getið s.s náð í lögin á t.d kazaa og svo eru nokkur á d.c

Blank File- Snildar lag frekar hratt en þeir eru mjög þéttir og góðir
My land- Aðeins rólegra en Blank File með gífurlega flottum texta
Full Moon- SNILLD nuf said

Successor (2000)
Að hluta til live diskur sem ég því miður á ekki ;/ en ég á nokkur lög af honum.
San Sebastian án efa með flottari rokklögum sem ég hef heyrt
Still Loving You(Scorpions cover) oft hefur mér fundist rokkhljómsveitir eðileggja góð lög með lélegum coverum en svo er ekki farið hér virkilega góð útgáfa.
I want out (cover með Halloween) mjög gott cover.

Silence (2001)
Þegar ég hlustaði á þennan disk í fyrsta skipti sat ég límdur við og hlustaði í gegn og horfði bara út í loftið þessi diskur er hreint út sagt magnaður.
Ég varla get gert upp á milli lagana á þessum disk þetta er nánast ein heild og rólegar gífurlega melló byrjanir og djúpir textar sem hægt er að spá mjög mikið í gefa þessum disk allt aðra vídd og maður getur hlustað aftur og aftur dáðst af gítarsólóum góðum söng og bara pælt.
En eitt af al bestu löngu rokklögum sem ég hef heyrt er heilar 11 mínótur og heitir

The Power of One ok gæsahúð og aftur gæsahúð textin pælingin á bakvið textan váaaaa, passar mjög vel inn í pælingar í samfélaginu í dag.

Oreantation (2000)
Því miður hef ég ekki heyrt nema 2 lög af þessum disk það eru wolf and raven sem eru mjög gott en svo er black sheep sem mér finnst ekkert spes.

Svo 2001 og 2002 voru þeir að túra um japan og gáfu út 2 diska
Songs of silence einn fyrir almennan markað og hinn tvöfaldan á Japansmarkað.
Þeir innihalda fá ný lög sem ég hef ekki heyrt og mikið af live útgáfum.

Winterhear´s Guild (2003)
Þennan disk kepti ég í einhverjum geisladiskasöluklefa í ógeðslegu molli í Svíþjóð í sumar fór svo og lagði mig og setti diskin í og hlustaði á hann allan og byrjaði svo aftur þarna var það innsiglað að þetta væri snilldar rokkhljómsveit sem varla taka feilspor í rokk og rollinu þarna er búið að bæta inn 2 rólegum lögum sem eru allger snilld svo er diskurinn svo þéttur og vel unnin að maður dáist af spilamennskuni hvernig þeir blanda saman snilldar gítar,trommu og hljómborðssólóum sem ég held að fáir leiki eftir.
-Bestu lögin.
abandonned pleased bbrainwashed exploited mikið er lagt upp á söngin í þessu lagi sem er alger snilld oppnar diskin með mikklum krafti
The cage
The misery (þó ég aðhallist lítið af rólegri tónlist) heillaðist ég svo mikið af þessu lagi að ég fékk nánast kökk í hálsin, söngurinn er óaðfinnanlegur og maðurinn hefur greinilega samið þetta lag útaf ástæðu því textin er ótrúlegur þessu má líkja við góða sögu aldrey of oft sögð.
Victorias Secret- vááá kemur á eftir The misery á disknum og er gífurlega hratt og vel gert hljómborðssólo sem flestir góðir sólounendur geta metið.


-Áhrifavaldar.
Ég finn hvergi neitt um neina áhrifavalda en ég og aðrir telja að það séu ahrif allt frá Iron Maiden til Scorpions smá dassi af sænskum metal og klassískri tónlist.

-Mythology.
Þessir menn eru án efa með mikin áhuga á lord of the rings og öðrum slíkum bókmenntum því mörg lögin þeirra fjalla um einhverskonar baráttu góðs og ílls álfa og allskynns fyrirbryggða, þetta gefur þeim gífurlega skemmtilegan stíl og textarnir verða mjög skemmtilegri í raun, hver texti og kannski nokkur lög saman mynda t.d einhverja eina heild sem saga þar að segja.

-Fyrir hverja.
Ef þú ert opin fyrir að kíkja á einhverja aðra tónlist en er á topp tíu á xinu eða í hillum skífunar og finnst gaman að sitja og hlusta á góða tónlist er þetta öruglega fyrir þig. Mínar uppáhaldshljómsveitir eru t.d Led Zepplin Uria Heep Ramones Scorpions Iron Maiden Metallica(allt að reload) deep purple Pink Floyd, Dimmuborgir og svo lengi mætti telja þessi hljómsveit passar vel inn í þennan flokk þó kannski sé ekki hægt að festa hana í einum.


It Truly Makes the most beutiful music
Everything it has to give
It´s Everywhere hiding the listner
Withoutit i could not live
-SILENCE…-

Kv.
Maggi.