Diskurinn verður gefinn út á www.amazon.com þann 25 nóvember og mun kosta 12,73 dali sem er undir þúsund kallinum, athyglisvert verður að sjá hvað diskurinn mun kosta í skífunni. Diskurinn verður líklega seldur fljótlega í skífunni eftir að diskurinn kemur út þar sem skifan.is segir að diskurinn komi í lok nóvember.
En ef ég þekki þá búð rétt þá mun diskurinn koma til með að kosta á milli 2-4 þúsund…Þannig það er um að gera að ræna kredit kortinu hans pabba og panta á netinu :)
Eins og flestir vita þá verður hellingur af efni sem var tekið upp í reykjavík á disknum og einnig af tónleikum sem voru í írlandi í Slane Castle. einnig hafði ég lesið í mogganum að nilfisk verða með heilt lag á disknum.
Það sem kemur mér skemmtilega á óvart er að það fylgir live diskur af tónleikunum sem voru í höllinni með dvd disknum þannig endilega ekki láta þetta framhjá ykkur fara.
í pakkanum verða fullt af myndaalbúmum, páskaegg(easter egg)og auðvitað svipmyndir af öðrum tónleikum sem þeir spiluðu á tónleikaferðalaginu sínu í kringum heiminn.