Tónlistarkeppni NFFA var haldin föstudaginn 7. nóv. 2003 í Bíóhöllinni á Akranesi, og bar hún nafnið Akraborgarrokk, til heiðurs Akraborgarinnar sálugu. 8 hljómsveitir kepptu um titilinn eftirsótta að þessu sinni. Í dómnefndinni voru:
Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2
Andrea Jónsdóttir, útvarpskona á Rás 2
Árni Mattíasson, tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu
Ingþór Bergmann, tónlistarmaður
Ísólfur Haraldsson, Bíóhallarstjóri
Kynnar voru þeir Egill Ragnarsson og Pétur Ottesen, og sáu þeir um smá glens og grín á milli hljómsveita, komu meðal annars eitt sinn með kind með sér uppá sviðið.
Nú hófst keppnin og þurftu hljómsveitirnar að spila 3 lög og að minnsta kosti 1 frumsamið.
Sniff
Spiluðu eins konar glyspönk… allt saman frumsamið, enginn gríðarlegur metnaður í gangi þarna, ágætt en ekki nógu gott… spá hmmm 7. sæti
Skaðrót
Fjórar stelpur, skemmtilegt þegar stelpuhljómsveitir keppa, spiluðu m.a. Seven Nation Army með White Stripes og tókst þeim það ágætlega, en hin lögin voru ekki eins góð og dró þær niður í heildar einkun… spá hmmm 6. sæti
Dós 33
Næstum því önnur stelpuhljómsveit, samanstóð af 3 stelpum og 2 strákum, spiluðu m.a. Freedom með Jet Black Joe og heilluðu salinn með því lagi, frumsamda lagið var frekar þunnt og heyrðist lítið í söngunum, en í heildina náðu þau að skila þessu vel frá sér… spá hmmm 5. sæti
The Boy and his Blob
Rokktríó ásamt gaur sem spilaði á bjórflösku… spiluðu eins konar Indiegrungemetal eitthvað, allt frumsamið… kom mjög vel út og áttu eitt flottasta lag keppninnar, flott sound og skemmtilegar pælingar… spá hmmm 2. sæti
Hlé…
Nevada’s Death Valley
Þrír strákar sem spiluðu “eyðimerkurrokk” að eigin sögn, spiluðu eingöngu frumsamið efni, minnti kannski soldið á Datsuns, sungu allir en þó söng trommarinn hvað mest, kom þokkalega út, vantaði kannski solið upp á meiri æfingu… spá hmmm 4. sæti
Sítrónudroparnir
Byrjuðu á Audioslave laginu Cochise komust vel frá því, kannski fyrir utan að einn gítarleikarinn missti gítarinn sinn þegar hann átti að taka einleikskafla þegar gítarólin slitnaði, en þeir redduðu sér vel útúr því og kláruðu lagið. Frumsamda lagið þeirra var eitt af flottari lögum í keppninni, söngvarinn söng og spilaði á hljómborð, og síðasta lagið sem þeir tóku var Time is Running Out með Muse, tókst mjög vel til hjá þeim enda búnir að spila lengi saman og sýndu þeir mikla spilagleði sem skilaði sér útí tónlistina… spá hmmm 3. sæti
Pedestrian
Kröftugt rokk band var hér á ferð með topptónlistarmenn innanborðs. Söngvarinn var með frábæra rokksöngrödd ásamt því að hamast á gítarnum, spiluðu frumsamið efni og var síðasta lagið sem þeir spiluðu besta lag keppinnar að mínu mati, þvílíkur powerslagari… spá hmmm 1. sæti
NMY’S
Síðasta band kvöldsins spilaði svona old school heavy metal, ágætis hljóðfæraleikarar en voru ekki að gera neina sérstaka hluti og voru ekkert sérstaklega frumlegir, slæmur endir á annars góðri keppni… spá hmmm 8. sæti
Já þá höfðu allar hljómsveitirnar lokið keppni og nú var bara að bíða og sjá hverja dómnefndin myndi velja sem sigurvegara…
Mín spá…
Besti Gítarleikari:
Gulli í Boy and his Blob
Næst: Óli Pétur í Pedestrian, Helgi Baldur í Sítrónudropunum
Besti Bassaleikari:
Vésteinn í Pedestrian
Næst: Gummi í Sítrónudropunum, Baldvin í Nevada’s Death Valley
Besti Hljómborðsleikari:
Hallur Heiðar Jónsson í Dós 33
Besti Trommuleikari:
Bjarki Þór í Sítrónudropunum
Næst: Davíð í Pedestrian, Sturla í Nevada’s Death Valley
Besti Söngvari:
Valli í Pedestrian
Næst: Maron Baldursson í Sítrónudropunum, Magga í Dós 33
Besta lag:
3. sæti: Annað lagið með Sítrónudropunum
2. sæti: Fyrsta lagið með The boy and his Blob
1. sæti: Þriðja lagið með Pedestrian
Besta hljómsveit:
3. sæti: Sítrónudroparnir
2. sæti: The boy and his Blob
1. sæti: Pedestrian
já þetta hefði átt að vera sona, en dómnefnin réð víst og svona voru úrslitin:
Besti Aukahljóðfæraleikari:
Gaui Stoner í Boy and his Blob (bjórflaska)
Besti Gítarleikari:
Gulli í Boy and his Blob og Óli Pétur í Pedestrian
Besti Bassaleikari:
Vésteinn í Pedestrian
Besti Hljómborðsleikari:
Hallur Heiðar Jónsson í Dós 33
Besti Trommuleikari:
Davíð í Pedestrian
Besti Söngvari:
Maron Baldursson í Sítrónudropunum
Besta hljómsveit:
3. sæti: Skaðrót
2. sæti: Sítrónudroparnir
1. sæti: The boy and his Blob
Takk fyrir mig og til hamingju með verðlaunin þið sem unnuð.
Einar Þ. Reynisson