Hljómsveitin Orgy var stofnuð í Los Angeles árið 1997 af Jay Gordon sem var eitt sinn í hljómsveitinni Deadsy sem bassi en var svo rekinn(Söngur), Amir Derahk fyrrum meðlimur SexArt, Jailhouse og Rough Cutt(Synth Gítar), Ryan Schuck(Gítar), Paige Haley(Bassi) og Bobby Hewitt(Trommur) úr Electric Love Hogs, og hann var svaramaður Tommy Lee þegar hann giftist Pamelu(Trommur) og þessi hljómsveit er held ég með Placebo eina rokkhljómsveitin í heiminum sem allir meðlimir eru hommar(gerir hljómsveitina ekkert verri, engir fordómar í mér - bara þeir eru sérstakir fyrir þetta), en Ryan þekkti Johnathan Davids frá því að þeir voru að spila saman í SexArt forðum daga, og þá talaði Ryan við John og John reddaði þeim plötusamning hjá Elementree Records útgáfufyrirtæki KoRn. Þeir drifu sig í stúdío og 18 ágúst árið 1998 kom platan Candyass út, en platan fékk nafnið eftir að Jay Gordon hafði hitt dragdrottningu með nafnið Candy Ass. Eftir að platan kom út fóru þeir beint í Family Values túrinn ásamt KoRn, Rammstein, Ice Cube og Limp Bizkit, og túr þessi var eiginlega eina kynningin á Candyass. Þeim var vel tekið og lagið Stiches kom út í útvarpi í Bandaríkjunum og þá var platan búinn að seljast í um hálfri milljón eintaka.
Annar single plötunnar er lagið Blue Monday, en það er cover á lagi New Order, en mér finnst Orgy gera lagið 200 sinnum betur. Það var líka fyrsta framlag Orgy til myndbandagerðar en myndbandið er tekið upp í Nóvember í orkuveri í LA. Eftir að myndbandið kom út þá varð það eitt mestumbeðna lagið á MTV. Stuttu seinna var Stiches svo endurgefinn út og myndband gert við það, og þeir ákváðu að taka þetta upp á aðeins þægilegri stað en Ryan og Amir voru með einhvern móral við tökur Blue Monday. Eftir það fóru Orgy og Sugar Ray að spila á ýmsum “campusum” í Bandaríkjunum í svokölluðum Campus invasion túr og svo héldu þeir í túr um Bandaríkin ásamt Videodrone, þarsem Orgy-liðar fengu loks að vera aðalnúmerið.
Árið 2000 kom önnur plata Orgy út, en hún fékk nafnið Vapor Transmission, en Orgy aðdáendur höfðu beðið hennar með mikilli eftirvæntingu. Fyrsti single-inn var Fiction(Dreams in Digital) og það lag náði fljótt á bandaríska topp 20 listann og myndbandið varð mikið umbeðið á MTV, svo og útum allan heim. Svo ákváðu þeir að halda tónleika sem hétu “The Orgy Ball”, sem var 13 okt árið 2000. Ballið var ætlað vinum, aðdáendum og fjölskyldu, en ég hef heyrt að Johnathan Davids og Fred Durst væru á staðnum. Á staðinn mættu svo margir að færri komust að en vildu. En Vapor transmission kom út þremur dögum áður en þessir tónleikar voru haldnir, eða 10 okt. Platan hoppaði í 16 sæti á Billboard listanum. Þá héldu þeir í túr um Bandaríkin og Evrópu ásamt Papa Roach, en þegar þeir voru á leið til Evrópu meiddist Amir eitthvað og þeir urðu að cancela evróputúr sínum. En annar single plötunnar var lagið Opticon en það var ekki gert myndband við það. Þeir tóku sér smá pásu frá tónlist í ár, en það sem meðlimir gerðu á meðan var að Jay gerði lög á Reanimation disk Linkin Park og Queen of the damned, og Amir opnaði klúbb(að ég held, hommabar) í Kaliforníu. Eftir þessa pásu héldu þeir svo aftur í stúdío og eru núna að taka upp þriðju plötu sína.