The Hospitals - The Hospitals Þegar margir milljarðar bandaríkjadala fara í að drepa og gera öðrum lífið leitt spyr maður sig hvað í anskotanum sé að þessum heimi.
Þegar hriðjuverkamenn drepa mörg þúsund saklausa Bandaríska ríkisborgara því þeir hata Bandaríkin spyr maður sig hvað í andskotanum sé að þessum heimi.
Þegar diskur eins og “The Hospitals” kemur út spyr maður sig hvað í anskotanum sé að þessum heimi.

Þetta viðurstyggilega snilldarverk er einmitt það sem heimurinn þarf þegar allt er á leiðinni til helvítis.
Það er ekki hægt að dansa við þetta, nema sá dans innihaldi það að skera af sér fæturnar með riðgaðri vélsög.
Það er ekkert “groove” í þessu og enganvegin hægt að njóta þessarar “tónlistar”.

Ég er að tala um The Hospitals. Ykkar verstu martraðir í formi hljóðs. Þessi gítar+trommur dúett (sem kemur frá Bandaríkjunum) var settur saman til þess eins að pynta fólk og hvetja til sjálfsmorðs. Fyrir sjúkt fólk eins og mig er þetta gull í eyra!
Sem betur fer er diskurinn rétt 25 mínútur svo að þjáningarnar standa stutt yfir.

Tracklist:

1. Song 1
2. Hazmat
3. Freer
4. Rock And Roll Is Killing My Life
5. I Say Go
6. Friends
7. I'm Invisible
8. Again & Again
9. Don't Panic
10. We Buzz Like Bees Do
11. Missing My Hands

Ég ætla ekkert að fara út í hvert og eitt lag. Þetta er allt saman ein ofbeldisfull heild sem skilur eftir ör í sál allra FM hnakkra og píkupoppara. Hlustið á þetta og njótið ógeðsins.