The Mars Volta
Hver man ekki eftir hinni sálugu ATDI(At the drive in) með harðjöxlunum frá El Paso í Texas, sem gaf út síðasta diskinn sinn RoC(Relationship of Command)? Sú hljómsveit gafst upp á miðri tónleikaferð og skiptist í tvær hljómsveitir, Sparta og Mars Volta.
Úr ATDI fóru afróhausarnir Cedric Bixler Zavala og Omar Rodaiguez Lopez að krúnka sér saman og stofnuðu hljómsveitina Mars Volta ásamt gömlum vinum sínum frá Texas en meðlimir hennar eru: Cedric-Söngur, Omar-gítar, Jon Theodore-trommur,Juan Alderete - Bassa og Isaiah Owens - hljómborð.
Þann 24.júlí 2003 kom út fyrsta plata Mars Volta sem ber nafnið De-Loused in the comatorium og er svo kölluð “concept” plata þar sem lögum er raðað upp eftir texta eins og t.d Dark side of the moon er með Pink Floyd, en ekki hvernig lögin eru.
Allavega þá fékk Cedcric hugmyndina þegar vinur hans, Julio Venegas, framdi sjálfsmorð árið 1996. En á Acrobatic Tenement(ATDI diskur) syngur hann einmitt lagið Embroglio sem fjallar um hann. En Cedric fannst það engan vegin nóg til að votta honum virðingu sína og ákveður að búa til heilan geisladisk um hann.
Diskurinn fjallar s.s um hetju (Julio) sem reynir að fremja sjálfsmorð með því að taka inn of stóran morfín skammt. Í stað þess að deyja fellur hann í dá í viku og og upplifir ævintýralega reynslu í draumum sínum, baradaga hina eilífu frumefna góðs og ílls, að lokum vaknar hann úr dáinu en kýs samt dauðann fram yfir lífið.
Fyrsta lagið á disknum, Son et lumiere er nokkurs konar intro fyrir lagið Intertiatic ESP sem byrjar með kröftulegum trommuslætti Jon Theodores,en eftir það leiða lögin okkar áfram inní draumana.
Þetta er s.s fyrsta platan þeirra en þeir hafa áður gefið út smáskífuna Tremulant sem inniheldur lögin Cut That City, Concertina og Eunuch Provocateur. DITC inniheldur 10 lög og er diskurinn um eina klukkustund að spilast þannig að meðaltali er hvert lag um 6 mínútur. T.d er lengsta lagið einar 12mín og 29sek í spilun. Á disknum má einnig heyra hinar ýmsu tónlistar stefnur s.s jazz, salsa, dub, reggí en auðvitað er líka nóg af rokki.
Diskurinn var gefin út af Universal útgáfufyrirtækinu og var það Rick Rubin sem sá um pródúseringu og Rich Costey sá um hljóðblöndun.
Að lokum vil ég sjálfur enda þessa grein á setningu úr laginu Drunkship of lanterns(06):Is anybody there? These steps keep on growing long.
Og hvetja alla sem fyrst að hlaupa sem fyrst út í búð og næla sér í eitt ef ekki bara tvö eintök af þessum disk. Þú sérð ekki eftir því ef þér líkaði vel við At the drive in.
Takk fyrir.
Heimildir: www.themarsvolta.com, www.letssingit.com