Frumburður íslensku rokk sveitarinnar noise er kominn út og heitir Pretty Ugly. Platan inniheldur 12 lög. Þar á meðal lögin Freeloader (sem er einmitt verið að gefa út í Bandaríkjunum as we “speak” á safnplötu á vegum KidAntrim Music) og Paranoid Parasite en bæði lögin hafa hlotið fína spilun á X-inu 977 og það síðarnefnda er einmitt í spilun á X-inu núna. Einnig er á leiðinni myndband við Paranoid Parasite, sem ætti að fara að detta inná Popptíví og SkjáEinn hvað á hverju. Einnig má benda á að það er komið nýtt lag með noise inná rokk.is sem ber heitið Hollow og er það að sjálfsögðu líka á plötunni. Upptökur fóru fram fyrr á þessu ári í stúdíói Rafns Jónssonar (R&R music). Rafn sá einnig um hljóðblöndun en mastering fór fram í bretlandi og sá Dennis Blackham hjá Skye Mastering um það. Sonur Rafns, Ragnar Sólberg, aðalsprauta hljómsveitarinnar Sign, sér um trommuslátt á plötunni. R&R music gefur plötuna út og Skífan sér um að dreifa gripnum. Allir áhugamenn um alvöru rokk eru hvattir til að tryggja sér eintak af Pretty Ugly með noise.

Lagalistinn:

Paranoid Parasite
Hollow
Closing in
Dreaming
In vain
Hangover
Freeloader
Loner
Dark days
Born into the grave
My favorite
Hate

Pretty Ugly er komin út og fæst í Skífunni.