Eftir mikla eftirvæntingu hjá aðdáendum sveitarinnar gaf sveitin svo út sína aðra breiðskífu fyrr á þessu ári sem nefnist Eric the Red. Þessi plata hefur verið að fá enn betri dóma en fyrsta platan og í umsögn sem birtist í júlíhefti tónlistartímaritsins Sánd sagði m.a. ?…platan [er] í heild jafnbetri og að sumu leyti áhugaverðari en How Far to Asgaard? og ?Týr hefur jafnframt stigið stórt skref í þá átt að flétta færeyskum þjóðlegum áhrifum enn frekar saman við þungarokkið: Í lagasmíðum, í fleiri færeyskum textum og samsöngnum sem gerði “Orminn langa” svo heillandi.?
Heimasíða þeirra Týr-liða er á slóðinni http://www.tyr.net og fyrir þá sem vilja sér kynna sér tónlistina, er hægt að ná sér í eitt heilt lag af Eric the Red:
http://www.tyr.net/mp3/theEdgelq.mp3 (7:44 mín - 3,6 MB)
Auk þess er um að gera að bjalla í Rás 2 og biðja þá um að spila eitthvað með þeim
Resting Mind concerts