Þegar James var orðinn nokkuð góður að spila á gítarinn gekk hann í sína fyrstu hljómsveit, Obsession. En Veloz bræður(vinir hans)sem voru á bassa og trommum og Jim Arnold á gítar buðu honum að ganga í hana! Aðrir vinir hans Ron McGovney og Dave Marrs létust vera “rótararnir” þeirra, þ.e.s. að halda bílskúrnum loftgóðum og stilla hljóðfærin o.fl. En þegar Obsession slitnaði héldu Hetfield, Marrs og McGovney samt áfram að djamma!
Önnur hljómsveitin sem hann gekk í hét “Phantom Lord”. Seinna flutti hann til La Brea, og fór í Brea Olina menntaskólann og hitti trommarann Jim Mulligan. Þeir hittust oft í matarhléum og fóru heim til Jim's að spila með öðrum gítarleikara en hann hætti skömmu sienna. Phantom Lord var stofnuð rétt eftir að maður að nafni Hugh Tanner gekk um skólann og var að selja V-Gítara. Svo gekk hann í hljómsveitina. En með Hugh Tanner á gítar, Jim Mulligan á trommum og James Hetfield á gítar og söng gat hljómsveitin ekki orðið betri. En þeir vildu samt fá bassaleikara þannig að þeir leituðu en fundu engann fyrr en James útskrifaðist og flutti aftur til Downey.
Í Downey flutti James í lítið hús sem foreldrar Ron McGovney's áttu(bassaleikari). Þetta hús var tilvalið til þess að æfa sig. En nú þurfti James bara að tala Ron til og það tókst. Ron tók aftur upp bassann og James lofaði að kenna honum. En þegar Ron gekk í Phantom Lord, hét hún það ekki lengur heldur “Leather Charm”. Leather Charm var stofnuð af sömu meðlimum Phantom Lord, nema það að James spilaði ekki lengur á gítar heldur söng hann bara og Ron var á bassanum. Leather Carm spilaði meira svona glaðlegra rokk heldur en þegar hann var í Phantom Lord. Hljómsveitin spilaði bæði frumsamin lög og cover-lög, eins og “Slick Black” með Quiot Riot's og “Remember Tomorrow” með snilldar hljómsveitinni Iron Maiden o.fl. Þeim tókst a'ð spila í nokkrum partíum og taka upp demo plötu en fóru svo að liðast í sundur.
Fyrst fór Hugh Tanner en Troy James tók við af honum. Síðan hætti Jim Mulligan vegna þess að hann vildi fara í aðeins meira rokkband. Og þá héldu þeir að það væri allt búið. En Jim Mulligan hafði bent James á danskan trommara að nafni Lars Ulrich.
Náttúrulega var Leather Charm bandið hætt þannig að James stofnaði enn eina hljómsveitina sem hét … Metallica. En alveg frá byrjun hefur James verið aðal laga og texta höfundur Metallica. Og þess má einnig geta að James er gifur og á eina dóttur.
Takk fyrir mig, Leprechaun.
Rokk | Metall