Mogwai - Ten Rapid Þetta er frumraun mín í gagnrýnisskrifun þannig að take it easy on me.


Hljómsveitin Mogwai var stofnuð árið 1996 af þeim Stuart Braithwaite (gítar/söngur), Dominic Aitchison (gítar)og Martin Bulloch (trommur). Markmið þeirra stráka var að búa til vandaða gítartónlist og til að nálgast það markmið betur þá bættu þeir við sig gítarleikaranum John Cummings og gáfu út singulinn “Tuner” árið 1996. Sá diskur er mjög íllfáanlegur útaf furðulegum söng og ýmislegt í þeim dúr sem menn voru víst ekki sáttir við.

Eftir að hafa gefið út nokkur lög og hliðarverkefni með öðrum hljómsveitum þá gáfu þeir út plötuna “Ten Rapid” árið 1997, sú plata var samansafn af lögum sem sveitin hafði gefið út sem smáskífur frá stofnun sveitarinnar.

Track listi plötunar:

1. Summer (Mogwai)
2. New Paths to Helicon (Pt.2)
3. Angels Vs. Aliens
4. I Am Not Batman
5. Tuner
6. Ithica 27-9
7. A Place for Parks
8. New Paths to Helicon (Pt.1)
9. End

Þó svo að lögin hafi öll komið út á 2 ára tímabili þá er alveg eins og þetta hafi verið tekið upp í einni töku. Lögin eru róleg, öll byggð upp á svipaðan hátt og tengjast eins og um eina heild sé að ræða, td þegar maður tekur eftir ákveðinni laglínu í einu lagi þá kemur hún kanski aftur eftir hálftíma í öðru lagi osfvr.

Öll lögin virðast fara í hringi og loka sjálf sig inni, erfitt er að gera greinarmun á hvenar eitt lag byrjar og annað endar, sem er í sjálfu sér mjög kúl IMO því lögin hafa þægileg dáleiðandi áhrif á mann og brjóta svo upp með rosalegum tilfinninga þungum riffum sem skjóta gæsahúð langt upp eftir baki og yfir hnakkann.

Tónlistin virðist fjarlægð og öll eins við fyrstu hlustun og söngur (í þessum fáu tilfellum sem hann er) mjög dreymandi og fallegur. Textana er erfitt að greina þar sem söngurinn er alltaf mjög fallega raddaður með letilegum tilþrifum og hefur mjög dáleiðandi áhrif á mann.

Við fyrstu hlustun þá er ekki hægt að gera ráð fyrir að hver sem er geti hlustað á þá, lögin svona þung og fjarlægð en fyrir sanna tónlistar áhugamenn þá taka þeir strax eftir að það er eitthvað við þessa músik sem menn verða að skoða nánar. Með nánari hlustun þá verður áheyrandinn var við þessa “földu tóna” sem koma ekki endilega fram við fyrstu hlustun og fylla tónlistina þessu “certain something” eins og vinur minn orðaði svo vel.


Að mínu mati er þessi plata mjög góð, ég hlusta á hana reglulega en ég viðurkenni að það tók töluvert á að fíla hana. Það er ekki eins og maður geti smellt henni á fóninn og fílað hana frá byrjun. Það tekur tíma að átta sig á músik stefnunni og hvernig stemming er að baki plötunar í heild sinni. Mæli ég með að fólk hlusti á hana í einni bunu en ekki skipti á milli laga.

Ég gef henni *** af ****


Takk Fyrir.
ibbets úber alles!!!