Dave Grohl var fæddur 14 janúar árið 1969 í bæ sem heitir Warren og er í fylkinu Ohio. Dave byrjaði að spila á trommur með hljómsveitinni Freak Baby en þeir breittu nafninu í Mission Impossible. Mission Impossible spiluðu hratt punk. Seinna breyttu þeir nafninu í Fast. Fast hættu um 1986. Eftir það var Dave í hljómsveit sem hét Dain Bramage og bassaleikarinn úr Mission Impossible var líka í henni. Síðan þegar Dave var um 16 ára gamall ákvað hann að fara í áheyrnarpróf hjá hljómsveitinni Scream.
Fyrst fannst Scream gaurunum Dave vera of ungur, en báðu hann samt seinna um að byrja í hljómsveitinni. Eftir nokkra mánuði byrjaði Dave í Scream, sem varð síðan ein efnilegasta harðkjarna hljómsveit Ameríku. Eftir að hafa æft í hálft ár með Scream, fór hljómsveitin í tveggja mánaða tónleikaferðalag um Bandaríkin, það var í október árið 1987.
Dave sá Kurt og Krist í fyrsta sinn í San Francisco þar sem hann var baksviðs á tónleikum með Melvins. Hann talaði ekkert við þá. Kurt og Krist tóku fyrst eftir trommuhæfileikum Daves, þegar Scream voru að spila á I-Beam í San Francisco.
Í september árið 1990 var Dave í frekar slæmum peningamálum eftir að tónleikferðalagi Scream var aflýst, og hann ákvað að hringja í vin sinn Buzz Osbourne (úr hljómsveitinni Melvins). Buzz vissi að Kurt og Krist væru að leita að trommuleikara og lét Dave fá símanúmerið hjá Krist. Dave hringdi í Krist og Krist bað hann að koma til Seattle. Dave sá Nirvana fyrst spila þegar Scream voru á tónleikaferðalagi í Evrópu. Honum fannst þeir hljóma líkt hljómsveitinni Melvins og fannst það bara fínt. Þegar að hann kom til Seattle sá hann Nirvana spila með trommaranum Danny Peters (sem seinna byrjaði í hljómsveitinni Screaming Trees og er núna trommarinn í Mudhoney). Þegar Dave spilaði fyrir Kurt og Krist vissu þeir að hann var trommarinn sem þeir voru búnir að leita af. Nirvana urðu síðan heimsfrægir þegar þeir gáfu út diskinn Nevermind (árið 1991) en árið 1994 dó Kurt Cobain og Nirvana hættu.
Dave vildi samt ekki hætta í tónlistinni og hann hafði verið að semja og taka upp lög á meðan hann var í Nirvana. Hann lét samt lítið fyrir sér fara fyrstu mánuðina eftir að Kurt dó en seinna árið 1994 tók Dave upp fyrsta disk Foo Fighters, hann samdi öll lögin, spilaði á öll hljóðfærin og söng. Diskurinn sem heitir bara Foo Fighters kom út ‘95 og urðu nokkur lög af þeim disk vinsæl t.d. This Is A Call, I’ll Stick Around og Big Me. Dave fékk síðan 3 gaura til að spila með sér.
Það voru: Pat Smear – Gítar (Var í hljómsveitinni Germs og spilaði með Nirvana síðasta árið þeirra) Nate Mendel - Bassi (var í Sunny Day Real Estate) William Goldsmith – Trommur (var líka í Sunny Day Real Estate)
Seint árið ’96 byrjuðu Foo Fighters að taka upp diskinn The Colour And The Shape, en þá hætti William Goldsmith (trommarinn) og í staðinn kom trommarinn Taylor Hawkins sem var trommari hjá Alanis Morissette. Árið 1997 kom svo The Colour And The Shape út en þá hætti Pat Smear (gítarleikarinn), í staðinn kom Franz Stahl.
Vinsælustu lögin af The Colour And The Shape eru: Monkey Wrench, Hey, Johnny Park, My Hero, Everlong og Walking After You.
Franz Stahl hætti í Foo Fighters árið ’99 og í staðinn kom Chris Shiflett (var í Hljómsveitinni No Use For A Name). Sama ár gáfu þeir út diskinn There Is Nothing Left To Lose, á honum eru t.d. lögin Breakout, Learn To Fly og M.I.A. sem mér finnst eitt besta lagið á disknum.
Í fyrra kom út diskurinn One By One sem er ofur góður og eru öll lögin góð, en vinsælustu lögin eru: All My Life, Low, Times Like These, Tired Of You og Lonely As You. Í ágúst héldu þeir tónleika í höllinni, og núna eru þeir búnir á One By One tónleikaferðalaginu og eru vonandi að semja fyrir næsta disk en ég las í mogganum eða eitthvað viðtal við Taylor Hawkins þar sem hann var að segja að þeir væru búnir að fá hugmyndir að lögum fyrir næsta disk og svona. Núna er líka að fara koma út DVD diskur með þeim sem heitir Everywhere But Home og inniheldur næstum 3 tíma af upptökum frá One By One tónleikaferðalaginu.