KoRn, ásamt System of a Down er besta Nü-Metal Sveit í heimi, allavega það sem mér finnst og ég ætla að segja ykkur aðeins frá KoRn.
Í kringum 1990 í Kalíforníu ákváðu nokkrir vinir að stofna hljómsveit. Þessir menn voru James Shaffer, Reginald Arivzu, Rich Moril og David Silveria. Röðin var, James: Gítar, Reginald: Bassi, Rich. Söngur og David: Trommari. Sú hljómsveit fékk nafnið LAPD, og þrátt fyrir að hafa gert Demo vildi ekkert útgáfufyrirtæki eikkað með þá hafa. Svo eftir að hafa spilað á pöbbum og klúbbum við litlar undirtektir þá bættist Brian Welch við LAPD á gítar. Hann var æskuvinur James, en hljómsveitin batnaði mikið við að fá Brian en Ryan þótti lélegur og hann hætti, kannski best fyrir hann því annars hefði hann bara verið rekinn. Á þeim tíma voru meðlimir LAPD að hugsa um að hætta, og þá byrjuðu þeir að drekka mikið.
Á sama tíma, eða allavega mjög svipuðum tíma, var SexArt stofnuð, með meðlimina, Johnathan Davids og Ty Elam(söngur-báðir), Dave Deroo(bassi), Dennis Shinn(Trommur), og Ray Solis og Ryan Shuck(fór svo í Orgy- hljómsveitina Orgy) spiluðu báðir á gítar. Þeir gerðu aldrei neitt að viti. Sú hljómsveit leystist upp og varð að VideoDrone, sem leystist síðan upp eftir að Johnathan Davids hætti í SexArt þá kom Mark Chavez, hálfbróðir hans Johnathans sem söngvari. Hann er núna í Adema og sumir vilja meina að Adema sé bara fræg afþvíað Mark er skyldur Johnathan. Þá fóru Brian og James á pöbbarölt og fundu Johnathan vera að syngja ásamt SexArt áður en hún leystist upp. Brian og James fannst sveitin vera ömurleg en Johnathan höfðaði til þeirra. Þeir buðu honum stöðu í nýju bandi sem hét Creep. Þegar hann mætti á æfingu til þeirra, kannaðist hann við alla, og öfugt því Johnathan var mikið lagður í einelti í æsku sinni(eins og ALLIR vita), mikið af Reginald(Fieldy) en hann er ennþá að stríða honum. Þess má einnig geta að Johnathan vann í líkhúsi á þessum tíma
Johnathan hóf æfingar en fannst hinir drengirnir of glaðir og léttir í sér og honum fannst nafnið Creep lélegt og vildi breyta því í KoRn. Það fékk ekki góðar undirtektir þartil Johnathan sagði afhverju KoRn væri hið fullkomna nafn, hann hafði heyrt á tal tveggja homma og annar minntist á ógeðslegan atburð sem innihélt corn(cornhole=rassgat) Þá skiptu þeir um skoðun og fannst nafnið flott. Logoið alræmda, varð til þegar Johnathan var að skrifa með vaxlit með vinstri hendinni, og þá var logoið komið. Öfuga R-ið var viljandi, því hann vildi hafa þetta sem barnalegast útaf uppvaxtarárum hans. Demoið Niedermeyers kom út árið 1993 sem innihélt lögin Blind, Predictable, Alive og Daddy. Þeir dreifðu demoinu í skólanum sínum og í verslandir, og þeir seldu líka boli í sundlaugarpartíum, og þá fóru ýmis demo til útgefenda sem sögðu þeim fínt orðað að fara í rassgat. En Immortal Records hafði mikinn áhuga á því að fá drengina og þeir hafa haldist þar síðan. Árið 1994 kom út platan KoRn. Platan seldist mjög vel, miðað við að þeir voru nobody í tónlistarheiminum og lagið Blind var farið að hljóma mikið í útvarpi, og MTV ákvað að veita verðlaun fyrir myndbandið Shoots And Ladders. Nafn KoRn fór útum heiminn og þeir fluttust úr klúbbarölti yfir í stóra tónleikasali og jafnvel í upphitanir fyrir stærri hljómsveitir.
Árið 1996 fóru þeir svo aftur í stúdío að taka upp Life is Peachy(Sem átti upphaflega að vera Life is Pee-chee). Platan innihélt mörg góð lög, en ég held að þekktasta lagið sé A.D.I.D.A.S eða All day I dream about sex. En þegar Life is Peachy kom út fóru meðlimir KoRn mikið að drekka, og þeir voru aðeins farnir að missa einbeitinguna en það skipti þó litlu máli, þeir skutust í þriðja sæti á bandaríska Billboard listann. Við útgáfu Life Is Peachy gerðu þeir stóran samning við Adidas um að klæðast fatnaði þeirra. Eftir að þeir voru orðnir vel þekktir í heiminum kom platan Follow The Leader, eða árið 1998. Og fyrir upptökur þá eyddu þeir 27000 dollurum í bjór, og meðan platan var tekinn upp voru þeir vel hífaðir, Brian og James áttu erfitt með að spila(enda er ógeðslega erfitt að spila á gítar fullur - ég hef reynslu :P ), Fieldy var alveg útúr heiminum, gat ekki talað við neinn, Johnathan gat ekkert sungið vegna ógleði og þynnku. David var sá eini sem var edrú. Platan leit dagsins ljós með þremur single-um, Got The Life, Freak On a Leash og All in the family(þarsem Fred Durst syngur). Sölur á plötunni fóru uppúr mestu vonum varð gullplata í USA, og á sama tíma skrifuðu þeir undir samning við Puma um að ganga í fötum þeirra, því Adidas samningurinn var runninn út.
En frægðin var samt orðin mikið mál fyrir KoRn-ara, og þeir rifust mikið, og voru komnir með ógeðslegt leið á hvor öðrum. 300 dagar saman, 24 tíma sólarhrings og þeir sáut mikið rífast á hótelum, þá aðallega “vinirnir” Johnathan og Fieldy, Munky(James) og David rifust en Brian reyndi mikið að sætta þá félaga. Þeir voru miklir óvinir, Fieldy læsti sig inná klósetti og vildi ekki koma út eftir rifrildi við johnathan og Johnathan sást oft nánast hlaupa útí rútu röfla hversu miklir hálfvitar hinir meðlimirnir voru og hann reyndi oft að bíta þá. Þarna var KoRn að því kominn að hætta og drykkja var að færast í aukana. En, Johnathan sá líf sitt fjara út, og það þurfti að stoppa tvo tónleika vegna þess að hann fékk ekki súrefni(aðallega vegna neyslu á áfengi, fíknefnum og sígó). Eftir það hætti hann að drekka og dópa, þeir fóru að spila tónleika af stakri snilld, og þar af leiðandi toppaði Follow The Leader Billboard listann. Einnig stofnuðu KoRnarar útgáfufyrirtækið Elementree Records sem setti á fór Family Values túrinn.
Ári seinna kom út platan Issues sem hefur verið sögð versta plata þeirra, en þeir sem segja það eru FM hnakkar sem hanga í ljósum og borða á BooztBar. Nafnið Issues er samið um ofangreinda erfiðleika Johnathans. Coverið fræga, dúkkan, var valinn úr samkeppni um cover, af 20000 hugmyndum. Smáskífur af Issues eru Falling Away From Me, myndbandið á því fór fyrir brjóstið á einhverjum velferðarhálfvitum í Bandaríkjunum(í myndbandinu er ‘faðir’ að berja dóttur sina í einu atriðinu), Make Me Bad, og Somebody Some one. Túrinn fyrir Issues var sá stærsti hjá KoRn, Issues dúkku, Voodoo dúkkur, eldsúlur. En á einum tónleikum úlnliðsbraut David sig og fór í margar aðgerðir og gat þar af leiðandi ekkert trommað og Mike Bordin sem var hjá Faith No More trommaði fyrir þá eikkað.
Í fyrra kom svo platan Untouchables út eftir langa bið, en á meðan upptökum stóð þá trommaði Johnathan líklega eikkað smá, hann trommaði líka smá á Issues. Svo þegar David jafnaði sig þá flaug Johnathan til Skotlands og tók upp sönginn í kastala. KoRn borgaði 4.000.000$ en sá peningur fór aðallega í strippara og áfengi. Fyrsta smáskífa untouchables var hið tussugóða lag Here To Stay, og svo næsta var Thoughtless(hvíta ælan í myndbandinu), og sú þriðja var Alone I Break, og myndbandið við það var þegar Johnathan drap alla KoRnara í einhverju húsi. Eftir það lét Johnathan hanna Mic-statívið sitt, sem er ógeðslega flott og svo lét hann raddþjálfa æfa aðeins röddina svo hann myndi ekki missa hana aftur.
Svo var Johnathan aðalmaðurinn á bakvið tónlistina í Queen of the Damned ásamt Richard Gibbs(who?), Munky, Brian og Sam Rivers(bassaleikari Limp Bizkit). En á þeirri plötu eru einmitt margir listamenn sem eru þekktir, einsog Marylin Manson, Jay Gordon(söngvari Orgy), Chester Bennington(Linkin park öskrarinn), og Wayne Static(Static-X).
Þegar MTV ákvað að gera Icon um Metallica sem allir þekkja, annaðhvort elska eða hata. KoRn voru fengnir til að flytja lög ásamt Sum 41, Limp Bizkit og fleiri góðum rokkurum en MTV eyðilagði kvöldið með Avril Lavigne, en Snoop Dogg var nokkuð fyndinn(bara hvernig hann var…….æi sjáið þetta sjálf). KoRn tók One og gerði það drulluvel og Metallica voru mjög ánægðir með frammistöðu þeirra. Og núna hafa tveir nýjir Single-ar komið af væntanlegri plötu þeirra sem ég held að heiti Look In The Mirror með þeim en það eru Did My Time sem er í Tomb Raider 2 og Right now.
Johnathan er með raðmorðingjasafn, þar sem margt skemmtilegt má sjá, bara dæmi bréf frá mannætunni Fish þarsem hann lýsti fyrir foreldrum fórnarlambanna hvernig hann snæddi börn þeirra með bestu lyst. Ibanez ákvað að gera sér K7 línu eftir gíturunum sem Munky og Brian spila á, K fyrir KoRn og 7 fyrir sjö strengina, og Fieldy fékk sérmerki, K5.
Það er ekkert meira sem ég get sagt um KoRn í bili.