Lynard Skynard er eina af þeim hljómsveitum sem ég held hvað mest uppá. Það eru ekki margar hljómsveitir sem hafa lent í jafn miklum hremmingum og þeir. Þeir hafa gengið í gegnum mannsföll, liðsmenn að hætta og allskonar hremmingar. Lynyrd Skynyrd voru stofnaðir árið 1964 í Jacksonville high og hét hún þá the noble five. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ronnie Van Zant söngur, Billy Powell hljómborð Gary Rossington gítar Allen Collins gítar, Leon Wilkeson bassi og Bob Barns trommur. Árið 1965 er nafninu breytt í My Backyard. Seinna meir breitti bandið en um nafn í Lynyrd Skynyrd eftir leikfimikennaranum Leonard Skinner leikfimikennara sem barðist mikið gegn síðhærðum nemendum. Til að forðast árekstra var stafsetningunni breytt. Árið 1968 komu út firstu smá skífur Lynyrd og hétu þær Michelle og Need all my friends. Ári síðar senda þeir tvö lög í battle of the bands(einskonar múísktilraunir) og eru það lögin Michelle og Spoonfull. Þar vekja mikla athygli og vinna. 1971 hættir Bob Burns og Rickey Medlocke kemur á trommur. Í Janúar sama ár tóku þeir upp demó plötu í Quinvy Studios í Muscle Shoals.
Ed King gengur til liðs við bandið á bassa en skiptir fljótt yfir á gítar og myndast þar hið geisiöfluga gítartíó sem hefur einkennt bandið. Rickey Medlocke hættir árið 1972 og Bob Burns gengur aftur til liðs við bandið. Á Funochios, skemmtistað í Atlanta Al Kooper tekur eftir Lynyrd Skynyrd og bíður þeim að skrifa undir hjá plötufyrirtækinu sínu Sounds Of The South.
Leon Wilkeson hættir en gengur svo fljótt aftur í bandið. 1973 gefa þeir út sína fyrstu plötu sem ber nafnið Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd. Árið 1974 leggja þeir uppí The Torture Tour og Bob Burns og Ed King hætta. Sama ár gefa þeir út plötuna Second Helping sem inniheldur firsta lagið sem komst á metsölulista í Bandaríkjunum lagið hét Sweet Home Alabama.
Artimus Pyle gengur til liðs við bandið árið 1975 og Lynyrd fer í hljómleikaferð um Bretland með upphitunar sveitinni Golden Earring. Sama ár kemur þriðja plata þeirra út og ber hún nafnið Nuthin Fancy og nær hún gulli. Ári síðar eru vinsældir þeirra ornar svo miklar í Englandi að þeir spila með Rolling Stones á Knebworth hátíðinni. Einnig kemur platan Gimme Back My Bullets sem verður fjórða gull plata þeirra í röð. Dugnaður þeirra endar ekki þar því sama ár gefa þeir út plötuna One More For The Road sem verður vinsælasta plata þeirra frá upphafi en hún verður fyrsta plata þeirra til að ná platíníum.
1976 kemur platan Street Survivors út og verður hún önnur plaíníum plata þeirra. En þá fór heppni þeirra að dvína 20 októmber þetta sama ár gerist svolítið sem enginn gat spáð um leiguflugvél sem innihélt alla hljómsveitina verður bensínlaus og deyja Ronnie Van Zant, Steve Gaines, Cassie Gaines (systir Steve og ein af bakraddasöngkonum Skynyrd, og umboðsmaður þeirra Dean Kilpatrick. Rossington, Collins, Powell og Wilkeson eru allir stórslasaðir en lifa.
En Lynyrd Skynyrd héldu samt áfram og spila enn í dag og væri hægt að skrifa mikklu meira um þá en hér klárast blekið og ég segi nóg. Vona að ykkur hafi líkað og sé eitthvað fróðari um þessa frábæru sveit