John Lennon og uppvaxtarárin
Ég ætla að skrifa smá umfjöllun um ævi og störf tónlistarmannsins John Lennon.
Þessi grein kemur í nokkrum hlutum og á hún að helst að fjalla um tónlist og ævi John Lennon þessa merkilega tónlistarmanns, skáld, hetju og sennilega frægasta tónlistarmann allra tíma.
“Mother, you had me
But I never had you
I wanted you
But you didn't want me
So
I got to tell you
Goodbye
goodbye”
John Lennon – Mother
John Winston Lennon var fæddur í Liverpool, 9 október árið 1940. Á meðan fæðingu stóð var loftáras úti. Mamma hans John, hún Julia vildi skýra nýfædda barnið sitt Winston eftir Winston Churchill sem var forsætisráðherra Bretlands á þessum árum en systir hennar Mimi fannst það afleitt. Þær komust síðar að samkomulagi og var barnið skýrt John Winston Lennon. Faðir John hét Alfred Lennon og var kallaður Fred. Fred þótti ónytjungur en Julia þótti hann skemmtilegur og myndarlegur. Þau giftust í desember árið 1938 en þetta hjónaband var ekki uppá marga fiska. Fred var alltaf í burtu því hann var skipsþjónn og var á siglingum meiri hluta ársins. Þegar stríðið var flúði Fred af skipi sínu og var fangelsaður fyrir það. Eftir það heyrði Julia ekkert í honum lengi og á endanum fann hún sér nýjan mann.
John átti þarna heima hjá Mimi frænku sinni því Julia treysti sér ekki fyrir uppeldinu á John ein. Þegar John var orðinn fimm ára kom Fred aftur og vildi bjóða John með sér til Blackpool þar sem Fred átti heima þá. John fór með pabba sínum til Blackpool en síðan vildi Fred strjúka með John til Nýja Sjálands. Mimi frænka hans John vildi það ekki og sendi Júliú til að ná í hann aftur. Það komu upp rifrildi um hver ætti að hafa strákinn en síðan varð John látinn velja sjálfur. Hann vildi fyrst að hann gæti verið hjá báðum foreldrum sínum en þegar hann fattaði að það var ekki hægt valdi hann pabba sinn. Eftir það kvaddi mamma hans og fór en þá stökk John frá pabba sínum og hljóp til mömmu sinnar. En John gat ekki verið hjá mömmu sinni, hann þurfti að vera hjá Mimi frænku sinni lengur. Þau voru ekki rík en komust sæmilega áfram. John lék sér alltaf í garðinum hjá Mimi frænku sinni en svo byrjaði hann að fara út á götuna að leika sér og Mimi fannst það ekki gott. Hún leyfði honum að fara á tvær skemmtanir á ári, eins og bíó eða eitthvað þannig. Uppeldið þarna var strangt en ekkert voðalega strangt því Mimi vildi að það myndi verða maður úr John.
Á þessum tíma fannst John hann vera sjálfur snillingur. Þótt honum fannst hann vera snillingur fannst öðrum það ekki. Í barnaskólanum sínum, Doverdale barnaskólanum sýndi hann enga sérstaka námshæfileika en hann var samt fljótur að læra að lesa og skrifa. Hann var samt góður að teikna og byrjaði með sitt eigið teiknimyndablað sem var merkt: ,,Ritstýrt og skreytt af J.W Lennon”. Heima hjá frænku sinni var John alltaf prúði drengurinn en þegar hann var í vinahópi var hann frekja og slagsmálahundur. Þegar Mimi komast að þessu varð hún fyrir vonbrigðum en hún greip aldrei til líkamslegra refsinga, hún talaði bara ekkert við hann í einn dag og þá fór John í rusl. Hann vildi láta taka eftir sér og varð sár þegar Mimi var reið út í hann og vildi ekki tala við hann. John var kominn út í hóp sem rændi og gerðu allskonar hrekki. Kennararnir í skólanum hans voru illa við hann þá en John var alveg sama því hann hataði kennarana. John gekk samt ágætlega í þessum skóla og fékk ágætis einkannir og komst í besta bekkinn í Quarry-Bank gagnfræðiskólanum. Þar héldu vandræðin áfram og John var oft kallaður til skólastjórans og einu sinni meig hann fyrir framan alla á skrifstofunni. Eftir nokkur ár var John kominn í tossabekkinn og var neðstur í tossabekknum. John var alveg sama en Mimi var ekki sama.
Mimi hafði nýlega misst manninn sinn George á þessum tíma og það hjálpaði ekki þegar John var að falla. Síðan hjálpaði ekki fyrir Mimi þegar mamma hans John, hún Julia fékk skyndilegan áhuga á drengnum og byrjaði að vera með John oftar.Julia og John voru mjög lík, þau voru bæði grallarar og John fannst gott að eiga einhvern sem var líkur honum þegar hann var táningur. Þau byrjuðu að vera meira og meira saman og John var mjög heillaður af móður sinni. Mamma hans kenndi honum líka á gítar.
John lærði á munnhörpu á þessum árum og var það rútubílstjóri í Liverpool sem kenndi honum á hana. Tónlistin á þessum tíma heillaði John ekkert mikið, ekki fyrr en “skiffle” tónlistin kom. Í þessari “skiffle” tónlist gat hver sem er spilað í hljómsveit. Það þurfti ekki mikla tónlistarkunnáttu til að spila þessa tónlist en John heillaðist af henni og heillaðist mest af henni þegar Elvis Presley kom til sögunnar.
Þarna hafði John gjörsamlega heillast af “skiffle” tónlist og fann sér nýtt áhugamál, tónlist. Honum langaði til að læra á gítar og verða rokkstjarna. Mimi frænka hans gaf honum gítar sem kostaði 10 pund og mamma hans kenndi honum nokkur grip. Fyrsta lagið sem John lærði var “That’ll be the day”. Eftir þetta stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit, The Quarry-Men. Margir aðrir komu í stað Elvis en John dýrkaði Elvis alltaf og fannst erfitt að láta einhvern annan koma í staðinn. John heillaðist samt af öðru efni eins og Little Richard, Jerry Lee Lewis og Chuck Berry. Hljómsveitin hans The Quarry-Men spiluðu á árunum 55-56 í unglingasamkvæmum, skemmtunun og stundum einhverjum börum. Fullt af mannabreytingum urðu í þessari hljómsveit og John var eini upprunalegi meðlimurinn, enda var hann foringinn og taldi sig alltaf vera foringja og rokkara. The Quarry-Men fengu tækifæri til að leika á árlegri útiskemmtun í Woolton en John var fullur og var í engu ástandi til að spila. Hann reyndi samt og raulaði einhver lög þarna. Þegar var komið að hléi kom vinur hans Ivan með lítinn strák á eftir sér og hann kynnti John þennan strák. Þessi strákur hét Paul McCartney. “John Lennon…..Paul McCartney”. Örugglega eitt merkilegasta atvik í tónlistarsögunni.
James Paul McCartney var tveimur árum yngri en John og bakgrunnar þeirra voru líkir, báðir úr verkamannastétt og Paul fékk líka áhuga á tónlist á sama tíma og John. Paul hélt mikið upp á The Quarry-Men og vildi ganga í hljómsveitina en John var efins. John fannst Paul ógna einveldinu hans John í hljómsveitinni því Paul var miklu betri á gítar en John fannst hann vera líkur Elvis. Þarna hófst samstarf John Lennon og Paul McCartney. John og Paul byrjuðu mikið að hanga saman og hlustuðu á plötur heima hjá Paul og Paul kenndi John að spila almennilega á gítar því Julia hafði kennt John banjógrip. Þeir byrjuðu líka að semja efni sjálfir og voru eins og bræður en samt mjög ólíkir. Paul var duglegur og vinnusamur en John var latur, kjaftor og kom flestum upp á móti sér.
John var þarna hættur í Quarrybank skólanum og útskrifaðist með litlum sóma vorið 1957. Úr Quarrybank fór hann í listaskóla Liverpoolborgar því hann var alltaf svo góður að teikna. En þessi skólaganga gekk eins og venjulega, vandræði, hann reif kjaft og níddist á mörgum en fékk mikla kvenhylli fyrir að vera töff. John byrjaði að æfa sig á gítarinn mjög mikið og hann og Paul voru ákveðnir í að láta The Quarrymen verða að alvöru hljómsveit. Aðrir meðlimir í hljómsveitinni fóru síðar einn af einum og komu aðrir í stað þeirra. Paul stakk upp á einum strák til að koma í hljómsveitina. John fannst þessi strákur með stóru eyrun ekki vera samboðinn sér en tók hann samt inn í hljómsveitina því hann var mjög góður á gítar. Þessi strákur með stóru eyrun var George Harrison. George var yngri en Paul, fæddur 1943 og var þarna aðeins 15 ára. George byrjaði síðan að dýrka John og byrjaði alltaf að hanga með honum en John fannst það alltaf svo niðurlægjandi að hafa þennan litla strák alltaf með sér.
Um það leyti þegar George kom inn í hljómsveitina dó mamma hans John í bílslysi. Hún lenti fyrir bíl og lést samstundis. John var orðinn mjög náinn mömmu sinni þarna. John byrjaði að vera sorgmæddari og tilfinningalausari í umgengni við annað fólk og hegðun hans versnaði. John fann engan sem gat komið í stað móður sinnar og sökkti sér dýpra inn í tónlistina. Hann byrjaði að hanga með liði úr listaskólanum og kynntist manni þar að nafni Stuart Sutcliffe. John heillaðist af þessum manni og Stu heillaðist líka af John. Þeir byrjuðu að hanga saman og leigðu íbúð saman. Á þessum tíma var rokktónlistin byrjuð að fölna og þessir súkkulaðistrákar byrjuðu að koma aftur á sjónarsviðið. Menn eins og Cliff Richards og The Shadows og John og Paul gjörsamlega hötuðu þessa menn og þeirra tónlist. Þarna ákváðu strákarnir að skipta um nafn á hljómsveitinni því Quarry-Men var orðið úrelt og John löngu hættur í þeim skóla. Þeir skiptu um nöfn oft og skiptu oft um nöfn daglega. Strákarnir tóku þátt í hæfileikakeppnum og komust í undanúrslit í einni keppninni en töpuðu síðan.
Stu Sutcliffe vann síðan 60 pund í verðlaun fyrir myndlistarkeppni og hinir strákarnir sögðu honum að kaupa bassa. Stu kunni ekkert á hljóðfæri en strákunum vantaði bassaleikara í hljómsveitina sína. Stu féllst á það og keypti sér bassagítar. Strákarnir ætluðu að kenna honum og kenndu honum nokkur grip en hann varð aldrei góður bassaleikari. Núna var hljómsveitin að verða fullskipuð og fengu einhvern smá árángur erfiðisins. Árið 1959 fengu þeir áheyrnarpróf hjá Larry Parnes sem var frægur umboðsmaður stórstjarnanna og var hann að leita að upphitunarhljómsveit fyrir Billy Fury. Við þetta tækifæri fengu þeir sér nýtt nafn: The Silver Beatles en töluðu alltaf sjálfir um sig sem Beatles. Stu Sutcliffe fann upp á þessu nafni. Þeim langaði til að finna nafn sem væri í líkingu við Buddy Holly and The Crickets og fundu skordýraheitið Beetles en John breytti því í Beatles til að það minnti á “Beat” tónlistina sem þeir voru að spila. Larry Parnes fannst þeir samt ekki nógu góðir til að spila með Billy Fury. Stu snéri alltaf baki í áhorfendur því hann var hæglátur og vildi ekki að áhorfendur myndu sjá hvað hann kynni fá grip á bassagítarinn. Larry ákvað að þeir gátu farið með nýuppgötvaðri stjörnu, Johnny Gentle í tónleikarferð um Skotland. Sú tónleikaferð tók 2 vikur og The Silver Beatles voru ekki aðalnúmerið en þeir voru ánægðir með þessa byrjun. Þeir fengu lánaðan trommuleikara, Tommy Moore. Það var í tísku á þessum tíma að skipta um nöfn. Johnny Silver, Paul Ramon, Carl Harrison og Stue Stijl voru nöfn sem þeir notuðu í smátíma!
Skotlandsferðin uppfylldi ekki vonir þeirra. Larry Parnes vildi alltaf láta reka Stu Sutcliffe en John sagði að það kæmi ekki til greina. Þeir lækkuðu meira að segja í magnara Stu svo að áhorfendur heyrðu ekki í lélegum tilraunum Stu til að spila á bassa gítar. Þegar þeir komu heim frá Skotlandsferðinni vildi Larry Parnes ekkert meira með þá hafa og þeir fóru aftur að spila á klúbbunum. Þeim tókst nokkrum sinnum að komast inn á Cavern klúbbinn sem þótti fínn staður. Á Cavern klúbbnum var spilað mikið djazz en Bítlarnir fyrirlitu jazz. Á þessum tíma var John trúlofaður kærustu sinni, henni Cynthiu Powell. Þau kynntust í listaskólanum. Cynthia var góð stúlka, rólynd og ljúfþ Hún og John voru gjörólík og þau sváfu saman í íbúð Stu við Gambia Terrace. John barði Cynthiu oft og var öfundsjúkur en samt var hann sjálfur alltaf með öðrum stelpum. Einu sinni ætlaði Cynthia að hætta með John en John kemur æðandi og grátbiður hana um að taka sig aftur, og það gerði hún.
Árin 59-60 spiluðu Bítlarnir mest í klúbb sem hét Casbah sem frú Best átti. Þeir voru orðnir dálítið vinsælir á meðal unglinga í Liverpool. John var rekinn úr listaskólanum og Paul og George hættu í skóla. Þeir reyndu að lifa á því að spila en það gekk ekkert það vel. Í ágúst fengu þeir stórt tækifæri. Allan Williams eigandi Jackaranda klúbbsins bauð þeim að spila á klúbbum í Hamborg. Bítlarnir samþykktu það strax en þeim vantaði trommuleikara. Það var sonu frú Best, Pete Best sem fékk þetta tækifæri að vera trommuleikari Bítlanna. Bítlarnir fóru til Hamborgar og spiluðu á mörgum klúbbum þar. Sviðsframkoma Bítlanna breyttist í Hamborg. Í Liverpool voru þeir miklu prúðari á sviði en í Hamborg voru þeir mjög villtir og spiluðu eins og brjálæðingar. Þessi ferð til Hamborgar gerði þá þreytta og byrjuðu þeir að taka allskonar lyf til að örva sig á sviði. Það var síðan uppgötvað að George Harriosn var aðeins 17 ára þarna og mátti ekki fara inn á suma staði. Þetta leiddi til þess að George þurfti að fara aftur heim. Í Hamborg kveiktu Paul og Pete í smokki sem hékk á veggnum svo það kviknaði einhver smá eldur í kúbbnum sem varð til þess að Paul og Pete voru sendir heim á eftir George. Eftir það fóru þeir allir heim.
Bítlarnir héldu smátónleika eftir þetta í Litherland Town og vöktu þeir stormandi lukku. Það má segja að Bítlaæðið hafi byrjað þarna. Þeir komust á samning hjá Bob Wooler í Cavernklúbbnum. Bítlarnir byrjuðu að safna sér aðdáendum þarna. Árið 1961 snéru þeir aftur til Hamborgar og spiluðu á Top Ten klúbbnum í marga klukkutíma. Í þessari ferð skiptu þeir til dæmis um hárgreiðslu, og fóru yfir í hina frægu Bítlahárgreiðslu. Stu Sutcliffe hætti í hljómsveitinni. Eftir að Bítlarnir fóru heim til Englands varð Stu eftir með kærustunni sinni Astrid Kirchherr. Hann og John sendu hvort öðrum bréf og John var í ágætu sambandi við hann. Í apríl 1962 dó Stu Sutcliffe úr heilablóðfalli. John hafði misst góðan vin. Mikil tíðindi höfðu gerst í sögu Bítlanna og þessi umboðsmaður var straðráðinn í að láta draum þeirra um að verða stærri en Elvis rætast. Þessi maður var Brian Epstein.
Í næstu grein ætla ég að fjalla um myndun Bítlanna og þangað til þeir hætta. Í þarnæstu grein ætla ég að fjalla um sóloferil John Lennon og alveg upp til dauða hans.
“You can't cheat kids. If you cheat them when they're children they'll make you pay when they're sixteen or seventeen by revolting against you or hating you or all those so-called teenage problems. I think that's finally when they're old enough to stand up to you and say, ‘What a hypocrite you’ve been all this time. You've never given me what I really wanted, which is you.” – John Lennon
Takk fyrir
kv.
Roadrunne