Saga King Crimson 5.kafli: Islands
Eins og ég nefndi í seinustu grein voru þeir
komnir með nýjan bassaleikara og
söngvara að Boz Burrell. Þeir höfðu leitað
svo lengi að bassaleikara og fundu engan
hæfilegan svo Robert Fripp kenndi Boz Burrell
að spila á bassann. Robert Fripp hafði
einnig kennt Gordon Haskell á bassa
(sem spilaði á Lizard). Nýi trommarinn þeirra
kom úr hljómsveitinni The World og hét Ian Wallace.
Mel Collins spilaði á flautu og saxófón, Keith Tippett
á píanó og Robert Fripp á rafgítar og Mellotron.
Peter Sinfield samdi textana áfram og Crimson liðar
fengu til liðs við sig selló og fiðluleikara ásamt
trompet-, óbó- og kontrabassaleikara. Ian Wallace
og Mel Collins voru mjög fönkí spilarar og
vildu koma með meiri grúv í bland við rokkið.
Robert Fripp vildi hins vegar færa meiri klassík inn.
Fátt gerist annað en að þeir fara að spila meira Live,
en þeir voru búnir að gera seinasta árið(þá spiluðu þeir
samasem ekkert). Mikil óreiða ríkti einnig í bandinu
á þessum tíma. Peter Sinfield líkar ekki vel við Boz
og stundum rifust þeir mikið. Robert Fripp var orðinn
erfiður að vinna með og hinir hljómsveitar-
meðlimirnir sögðu að þetta yrði seinasta
Fripp-Sinfield platan(King Crimson þreifst aðallega
á sambandi þeirra). Í október 1971 gáfu þeir út plötuna Islands.
Islands
Við fyrstu hlustun tekur maður vel eftir meiri
notkun klassískra hljóðfæra (strengja og fleirra).
Platan rennur vel í gegn, næstum of vel.
Hún er næstum of fáguð og það vantar þetta bit
sem var til staðar á seinustu plötum þeirra. Islands
er einnig afturhvarf til Giles, Giles and Fripp
áranna og hér nota þeir hugmyndir og stef sem
urðu afgangs hjá Giles, Giles and Fripp.
Upphafslagið heitir Formentera Lady og byrjar á
skemmtilega bjöguðum sellóleik. Lagið byggist upp
og verður eins konar sveitasælulag, eða lag sem
minnir mann á landið og náttúruna. Sailor’s Tale
hefst með spennandi trommuleik í 3+3+2+2+2
áttundu eða sex fjórðu. Bassinn kemur inn ásamt
Mellotronunum með fallegu stefi sem breytist
seinna í sjö fjórðu stef þar sem Fripp leikur sér
með gítarinn um stund. Fripp var farinn að ofmetnast
mikið og að vinna með honum var erfitt. The Letters
inniheldur svo gamalt stef úr laginu Why Don´t You
Just Drop In eftir Fripp frá Giles, Giles and Fripp
árunum. Why Don´t You Just Drop In er yndislega
letilegur blús með sloppy texta. En einlægnin skín
í gegn og gerir lagið frábært áheyrnar.
Ladies of the Road er að mínu mati hápunktur plötunnar.
Brilljant gítarleikur ásamt argandi saxófónleik með
Fönkí trommu og bassaleik og geggjuðum söng.
Ég var með lagið á heilanum í nokkrar vikur án gríns.
Ladies Of The Road var einnig uppáhaldslagið hans
Fripp af Islands. Í Prelude:Song of The Gulls koma
strengirnir aftur sterkir inn en í laginu nota þeir milli-
stef ú Suite No.1 eftir Fripp frá Giles,Giles and Fripp
árunum. Islands er frekar langdregið lag en þar
heyrir maður glögglega áhrif klassískrar tónlistar á
Fripp.
Platan er ágæt hlustunar en ekkert grípandi eða bítandi
heldur alveg geld. Það vantar sárlega hráa og úfna
andrúmsloftið sem var til staðar á fyrri verkum þeirra.
Samt má ekki líta framhjá frábærum hlutum eins og
Ladies og Sailor´s Tale.
Platan fékk ekkert sérstaka dóma og féll ekkert sértaklega
vel í kramið hjá áheyrendum. Peter Sinfield er líka ósáttur
og hætti í Crimson um áramótin 1971/72. Fripp hélt þó
áfram þó Sinfield vantaði. Næst ætluðu þeir að gefa út
Live plötu.
Meira um það í 6. kafla….