Í pásu? Bara vegna APC, en það er að koma DVD með Tool í Nóvember, live af Lateralus túrnum! Hlakka til!!!!!
Annars er ég með smá umfjöllun frá APC tónleikum sem ég var á í Bretlandi á Föstudag, þar sem þeir hituðu upp fyrir Deftones en voru samt svo miklu betri en Deftones!!!Tók þetta af spjallinu á heimasíðu hljómsveitarinnar minnar á www.jupiterfrost.net/spjall
Ljósin slökknuðu, múgurinn trylltist og Risa stórt A Perfect Circle logo birtist fyrir aftan sviðið á sama tíma og upphafstónarnir í Pet dúndruðust fram í tónleikahöllina. Maynard á pedastal fyrir aftan hljómsveitina í miðjunni, James Iha á stall vinstra megin og Josh Freese hægra.
Í Pet var Maynard hulinn hvítum vegg af efni þannig að þú sást aðeins skuggann af honum á hlið.
The Hollow var næsta lag og þá féll loks hulan af Maynard þannig að maður fékk loks að sjá goðið með berum augum.
Mig minnir að Blue hafi verið næst, ég man ekki alveg röðina á lögunum, en Blue spiluðu þeir allavega og er það alveg brilljant lag og heyrir maður mikil King Crimson áhrif í gíturum, sérstaklega áhrif frá lögum eins og Discipline af ´81 plötunni þeirra samnefndri.
Magdalena! Aldrei bjóst við að þeir mundu taka Magdalena! Uppáhalds lagið mitt af Mer de noms. Ég var mjög sáttur.
Eftir það tóku þeir The Package, fyrsta lagið af Thirteenth step, eitthvað sem ég bjóst ekki við að heyra, því það er með tormeltari lögunum á disknum. Ég segi samt að The Package var lagið sem stóð eftir í hausnum á mér eftir tónleikanna, alveg snilldar lag.
Þeir biðu ekkert milli laga heldur hellti Twiggy sér strax út í bassariffið í Weak and Powerless, fyrsta singulnum.
Tími til að róa sig aðeins niður, 3 Libras. Fallegt lag, hreint og klárt.
Næst síðasta lagið var að mig minnir alveg örugglega The Outsider. Correct me if I´m wrong. Stutta öskrið í endaköflunum á laginu á disknum var miklu lengra live. Við erum að tala um semi-Grudge öskur þar sem fólk klappaði eftir á líkt og fólk klappar á eftir sólóum hjá einhverjum Metal-gítarleikurum. Sent shivers down my spine!
Þeir enduðu þetta stutta upphitunaratriði sem fékk mann til að gráta eftir meiru með snilldarlaginu Judith. Eftir það voru Bretar ekki nógu íslenskir í sér til að öskra eftir meiru þannig að maður þurfti að sætta sig við gífurlega fallegt en samt stutt algleymisástand.