Lánið leikur við ykkur, fullt af fínum tónleikum og margir nýjir Íslandsvinir.
Nú er röðin komin af LET IT BURN frá New Jersey, USA. Hér er um að ræða frábæra tónleikasveit sem er á heimsreisu og hefur m.a. verið að spila með Bouncing Souls, Avail og Strike Anywhere, The Break og Tsunami Bomb undafarið.
Let It Burn er ekki einfaldlega pönkband, heldur sameina þau keyrslu og áræðni 7 Seconds og blanda því saman með miklum áhrifum frá t.d. AC/DC. Tja eins og bæði þessu bond á keyrslutrippi á flótta undan löggunni! Engin tilgerð hérna, bara full stím og svo látið vaða. Pönk-keyrsla og kraftriff ala big rock! Retro swing og tambórínur… Let It Burn er afbragðs tónleikasveit, þannig að ekki missa af þessum hvalreka.
Útgáfur þeirra hafa komið út hjá: Doghouse, Coalition, Go Kart og Metro.
Tóndæmi og margt fleira má finna á heimasíðu sveitarinnar: http://www.letitburnonline.com
Hljómsveitin heldur tvenna tónleika í Reykjavík í þessari viku.
FÖSTUDAGINN 29. ÁGÚST á GRAND ROKK, ásamt:
MAUS
DYS
MOLESTING MR. BOB
Leikar hefjast kl. 22:00, 500 kr. inn
LAUGARDAGINN 30. ÁGÚST í HINU HÚSINU, ásamt:
INNVORTIS
SÉRSTAKIR GESTIR
STILL NOT FALLEN
EVERYTHING STARTS HERE
Leikar hefjast kl. 19:00, 0.kr inn, áfengis og vímuefnalaus skemmtun. EKKERT ALDURSTAKMARK.