Guns N' Roses er hljómsveit sem var sameinuð af tveim hljómsveitum: Hollywood Rose og
L.A Guns. Hún var stofnuð árið 1985. Upprunalegu meðlimirnir voru Axl Rose söngvari,
Tracii Guns gítarleikari, Duff Rose Mckagan bassaleikari, Izzy Stradlin gítarleikari og Rob
Gardner trommur. Síðar hættu Tracii og Rob og Duff hafði samband við gítarleikara sem
kallaði sig Slash og trommuleikara sem heitir Steven Adler. Núna var Guns N' Roses stofnuð
fyrir fullt og allt.

Hljómsveitin byrjaði fyrst að spila á smátónleikum t.d á hrekkjavöku og á klúbbum.
Fyrsti tónleikatúr þeirra hét “The Hell Tour”. Hann gekk ekki vel upp en þeir héldu áfram að
spila á börum og öðrum litlum klúbbum. Þeir spiluðu cover lög frá öðrum hljómsveitum.
Gefin var út plata með GnR sem var með nokkrum cover lögum og sú plata hét
“Live like a Suicide”. Það var ekki fyrr en árið 1986 sem þeir fengu plötusamning við
fyrirtækið Geffen Records.

Með samstarfi Geffen Records og Uzi Suicide, kom út breiðskífan, Appetite for destruction árið
1987. Appetite for Destruction varð gífurlega vinsæl. Lagið Sweet Child o Mine fór á toppinn
í bandaríkjunum. Guns N Roses urðu gífurlega vinsælir á þessum tíma. Lög á plötunni sem náðu
sætum í bandaríska vinsældar listanum voru lög eins og Paradise City, Nightrain, Mr. Brownstone,
Welcome to the jungle og Sweet Child o mine.“As some of you know we write our songs on
element of truth” - Axl Rose. Lagið Mr Brownstone, fjallar um eyturlyfja notkun,“We been
dancing with Mr. Brownstone” En þetta lag fjallar um eyturlyfja notkun meðlimana,
að dansa við Herra Brownstone:)

Margir tónleika túrar fylgdu Appetite for Destruction til margra landa t.d Englands.
Fyrsta myndbandið með Gnr var tekið upp í ágúst 1987 og var það Welcome to The Jungle, en
lagið fjallar um lífið á strætum Los Angeles. Axl Rose sagði sjálfur að maður hefði komið
upp að honum þegar hann var nýfluttur til L.A og sagt: “You know where you are?
Your'e in the jungle baby, your'e gonna die!”.

Þriðja platan hét GnR - Lies (1988) og voru átta lög á henni. Nokkur umdeild lög eins og One
in a million sem orð eins og Nigger og fagets komu fyrir í. Eitt lag á þeirri plötu náði á
vinsældarlista en það er acoustic lagið Patience. Duff segir að þeir hefðu tekið upp acoustic
lögin blindfullir. Önnur góð lög á þeirri eru t.d Used to love her og Move to the city.
Platan er skipt í tvo hluta, fyrstu 4 lögin eru tónleikalög og hin 4 tekin upp í stúdíó.

Það heyrðist ekki mikið í GnR frá árunum 1988-1990 nema það að trommuleikarinn Steven Adler
var rekinn fyrir ofneyslu eiturlyfja. Í staðinn fyrir hann kom trommarinn úr The Cult, Matt
Sorum. Steven kærði síðar GnR fyrir að kynnt honum fyrir eiturlyfjum og fékk hann 2.5 milljón
dollara fyrir það… Annar meðlimur kom líka í Gnr, hljómborðsleikarinn Dizzy Reed.

Guns N' Roses sögðust ætla að gefa út plötu bráðlega. Síðan höfðu þeir svo mikið efni að það
passaði ekki á eina plötu. Slash stakk upp á því að hafa tvöfaldan disk en það myndi verða of
dýrt fyrir aðdáendur þannig það lögin voru sett á tvær breiðskífur sem komu út á sama tíma.
Þessar breiðskífur hétu Use your illusion 1 & 2. Nafnið er fengið af listaverki sem Axl var
hrifinn af. Á fyrstu plötunni voru lög eins og Dont Cry, Live and let die og November rain.
November rain varð gífurlega vinsælt og Dont cry er ástarlag eins og mörg önnur lög frá GnR.
Síðari platan innheldur lög eins og Civil War, Yesterdays, Knockin on heavens door, Estranged
og You could be mine. Myndböndin fyrir November rain, Dont cry og Estranged
voru kölluð “The Trilogy” en þau voru leikstýrð af sama leikstjóranum.

Guns N Roses eru líka þekktir fyrir skemmtilega tónleika. Axl Rose hoppandi uppí loftið á
nærbuxunum með hárbandið og Duff og Slash spilandi undir á meðan Axl syngur með sinni
skræku rödd.

Stuttu eftir UYI plöturnar hætti Izzy Stradlin og stofnaði aðra hljómsveit. Hann hætti aðallega
vegna eiturlyfjanna. Í staðinn fyrir hann kom gítarleikarinn Gilby Clarke.

Sjötta platan sem kom út með GnR heitir The Spaghetti Incident? og er pönk rokk cover lög með
lögum fra hljómsveitum eins og Sex Pistols, Nazaret,Clash og fleiri. Sú plata varð ekki jafn vinsæl
og hinar en samt góð plata með góðum útgáfum af pönk lögum

Ekki heyrðist mikið í GnR fyrr en 1994 þá gáfu þeir út lag fyrir bíómyndina Interview with an
vampire. Síðar hættu Slash og Duff og eiginlega allir nema Axl og Dizzy. Siðan hætti Dizzy. Ef þið vissuð það ekki
þá eru Guns N' Roses ennþá starfandi í dag með nýjum meðlimum en Axl er eini upprunalegi
meðlimurinn sem er eftir.

Það tók mig tíma að skrifa þetta þannig ekki vera með einhvað bögg.