kimono Jæja, senn líður að menningarnótt og margt í boði fyrir tónlistarsvangan Íslending. Þess má kanski helst nefna hlaðborð í Tjarnarbíóí til að næra tónlistasvanga Íslendingin. Á boðstólnum verður Maus, Æla, Anonymous, Worm Is Green, Product 8, Stillupsteypa og kimono. Já góðir landsmenn kimono, en hvað er kimono?

kimono er flokkur ungra manna sem koma saman og gera flotta músík. kimono samanstendur af þeim Gylfa Blöndal á gítar, Alex MacNeil (1/3 af pródúser-teiminu tími) á gítar og mic, Halldór Ragnarsson á bassa og Kjartan Bragi Bjarnason á trommur. Þeir strákar eru þó ekki neinir nýliðar heldur hafa verið í hinum og þessum böndunum. Alex í Shooting Team og B-12 í Kanada, Gylfi í Fast Orange, We Built It og Intercontinental Correspondance Band í BNA, Kjartan í hljómsveitinni Kjartan og Halldór hefur spilað með Stafrænum Hákon. Kjartan er nýkomin í hljómsveitina en áður skartaði kimono Þráinn Óskarsson (söngvari og bassaleikari Hudson Wayne) á trommur.

Nafnið kimono er orð yfir kínverska kjóla. Þessir kjólar eru úr silki og sniðnir í beinum línum. Það góða við þessa kjóla er að klæðskerinn þarf ekki að vita hvernig manneskjan sem klæðist kjólnum, lýtur út, í stærð eða lögun. Kjólarnir passa á alla. Þetta nafn er vel við hæfi á þessari hljómsveit þar sem tónlist kimono henntar öllum, þ.e.a.s. allir geta fundið sig í tónlist kimono.

kimono eru ný búnir að taka upp plötu sem er í framleiðslu núna og er væntanleg í búðir á næstu dögum. Platan verður gefin út af Smekkleysu (ef það er ekki gæða-stimpill hvað þá?) og mun bera nafnið Mineur-Aggressif en það er franska og þýðir (bein þýðing) moll-áköf, en það er einmitt mjög viðeigandi þar sem lög kimono eru áköf og oftar en ekki í moll. kimono komu fram í Rokkland ekki als fyrir löngu og tóku þar lög af nýju pltöunni. Lögin (og nokkur fleiri) má finna á heimasíðu kimono, www.mineur-aggressif.com.


Meira um kimono og fleiri tónleika má finna á fyrr nefndri heimasíðu www.mineur-aggressif.com.


takk fyri
- garsil