kimono er flokkur ungra manna sem koma saman og gera flotta músík. kimono samanstendur af þeim Gylfa Blöndal á gítar, Alex MacNeil (1/3 af pródúser-teiminu tími) á gítar og mic, Halldór Ragnarsson á bassa og Kjartan Bragi Bjarnason á trommur. Þeir strákar eru þó ekki neinir nýliðar heldur hafa verið í hinum og þessum böndunum. Alex í Shooting Team og B-12 í Kanada, Gylfi í Fast Orange, We Built It og Intercontinental Correspondance Band í BNA, Kjartan í hljómsveitinni Kjartan og Halldór hefur spilað með Stafrænum Hákon. Kjartan er nýkomin í hljómsveitina en áður skartaði kimono Þráinn Óskarsson (söngvari og bassaleikari Hudson Wayne) á trommur.
Nafnið kimono er orð yfir kínverska kjóla. Þessir kjólar eru úr silki og sniðnir í beinum línum. Það góða við þessa kjóla er að klæðskerinn þarf ekki að vita hvernig manneskjan sem klæðist kjólnum, lýtur út, í stærð eða lögun. Kjólarnir passa á alla. Þetta nafn er vel við hæfi á þessari hljómsveit þar sem tónlist kimono henntar öllum, þ.e.a.s. allir geta fundið sig í tónlist kimono.
kimono eru ný búnir að taka upp plötu sem er í framleiðslu núna og er væntanleg í búðir á næstu dögum. Platan verður gefin út af Smekkleysu (ef það er ekki gæða-stimpill hvað þá?) og mun bera nafnið Mineur-Aggressif en það er franska og þýðir (bein þýðing) moll-áköf, en það er einmitt mjög viðeigandi þar sem lög kimono eru áköf og oftar en ekki í moll. kimono komu fram í Rokkland ekki als fyrir löngu og tóku þar lög af nýju pltöunni. Lögin (og nokkur fleiri) má finna á heimasíðu kimono, www.mineur-aggressif.com.
Meira um kimono og fleiri tónleika má finna á fyrr nefndri heimasíðu www.mineur-aggressif.com.
takk fyri
- garsil