Sigur Rós. Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð árið 1993 af Jóni Þóri Birgirssyni (söngur), Georgi Hólm (bassi) og Ágústi Ævari Gunnarssyni (trommur).
Georg og ágúst höfðu spilað saman með nokkrum böndum en Jónsi hafði aðallega hjálpað vinum sínum í hljómsveitinni Bee Spiders.
Drengirnir þrír tóku upp lagið Fljúgðu og eftir það hófst tímabil sem þeim drengjum óraði örugglega ekki fyrir á þessum tímapunkti.

Fyrst um sinn kölluðu þeir sig Victory Rose, en breyttu því fljótt í íslensku þýðinguna.
Þeir hófu gerð sinnar fyrstu plötu árið 1995, plötunar Von.
Von er mjög þung og erfið til hlustunar, enda seldist hún aðeins í 317 eintökum árið sem hún kom út,1997.
Söngur Jónsa er svo frábær á Von, rétt eins og á þeim plötum sem eftir fylgdu, að því er varla lýst með orðum.
Raddsvið drengsins er ótrúlegt, alveg frá djúpum tónum upp í þessa skæru og háu, en jafnframt ótrúlega fallegu tóna.
Von er svolítið myrk, eins og þeir Sigur Rós drengir sögðu sjáldir í viðtali, og þannig gerir það að verkum að ekki eins þægilegt er að hlusta á hana eins og hinar.
Persónulega finnst mér bestð liggja bara í sófa eða stól og einbeita mér algjörlega tónlistinni þegar ég er að hlusta á Sigur Rós, sérstaklega Von.

Árið 1998 kom svo út platan Von-Brigði.
Á plötunni endurgera nokkrir raftónlistarmenn lög Vonar.
Gus Gus, múm, Hassbræður, ILO, Curver og fleiri tóku þátt í þessu verkefni, og sjálfir SigurRósarmenn endurgerðu lagið “Leit að lífi” og gerðu það að nokkuð góðu Drum & Bass lagi.
Þar sem ég er enginn rosalegur raftónlistaraðdáandi (reyndar líkar mér melódísk raftónlist,eins og t.d. múm, mjög vel) þá er alltaf gott að breyta til og skella Von-Brigðum í tækið og hlusta á bara ágætis raftónlist.

Hljómborðs og gítarleikarinn Kjartan Sveinson hafði verið hangandi með þeim félögum um tíma og var formlega tekinn inn í hljómsveitina þegar tökur hófust á næstu plötu.
Sú plata var einmitt það sem kom hljómsveitinni almennilega á kortið út um allan heim.
Platan Ágætis Byrjun var án efa besta íslenska plata síðustu aldar, og erfitt er að reyna að koma með mótrök gegn því.
Platan er svo ótrúlega vel gerð og falleg að það hálfa væri nóg.
Þrátt fyrir að Kjartan sé sá eini tónlistarmenntaði í hljómsveitinni, ná þeir samt að gera svo ótrúlega melódíska og fallega tónlist.
Einnig skemmir rödd Jónsa alls ekki fyrir í þeim efnum.
Ágætis Byrjun er öll skreytt og bætt með strengjastroki, lúðrablæstri og öðrum skreytingum.
Ég gæti skrifað endalausar lýsingar á öllum lögunum, en tel það vera of langdregið fyrir lesanda, auk sem þess þarf kannski ekki.
Ekkert laganna er líkt hinum, öll hafa þau sérstakan stíl en í leiðinni einkennast þau öll samt sem áður af þessum sértaka stíl, sem myndast vegna þess magnaða hljóðs sem myndast við bogastrok Jónsa á gítarinn.
Pínaóleikurinn mynar örðuvísi stemmningu heldur en er á Von og trommuleikur Ágústs er einfaldur en einfaldlega það sem þarf við lágstemmda tónlist Sigur Rósar.
Þegar Ágætis Byrjun kom út árið 1999, ákvað Ágúst svo að hætta í sveitinni vegna myndlistarnáms og fengu drengirnir þá til sín Orra Pál Dýrason, trommara sem átti svo sannarlega skilið að setjast við trommurnar.

Þriðja breiðskífa Sigur Rósar (Von-Brigði ekki talin með) kom svo út um haustið 2002. Platan heitir ekki neitt en er táknuð með tveim svigum þ.e.a.s. ( ).
Lögin heita ekki neitt, en hafa þó vinnu heiti sem ég get talið upp hér fyrir þá sem ekki vissu.

01 - Vaka
02 - Fyrsta
03 - Samskeyti
04 - Njósnavélin
05 - Álafoss
06 - E-bow
07 - Dauðalagið
08 - Popplagið

( ) er ögn heisteyptari enn Ágætis Byrjun, en ég treysti mér alls ekki í að segja um hvor þeirra sé betri. Svo ólíkar eru þær.
Orri fer á kostum á plötunni og frábært er að sjá hann á tónleikum svo er hann.
Á ( ) er enn meira um miklar uppbyggingar heldur enn á Ágætis Byrjun. Lögin byggjast upp úr saklausustu stefum upp í mjög þunga síendurtekna kafla og má t.d. taka Popplagið (nr. 8) sem dæmi.
Frábært er að verða vitni að því lagi teknu á tónleikum, en þeir enda einmitt alltaf með því.
Jónsi syngur alla plötuna á vonleksu, sem er þeirra eigið tungumál, bara orð og hljóð sem Jónsa finnst passa inn í lögin.
Persónulega stendur mér á samá hvort þeir syngi á íslesnku eða vonlensku, lögin verða alltaf jafn falleg.
Einnig má geta að á báðum hinum plötunum hefur Jónsi sungið eitt lag á vonlesku. Á Von er það lagið Von og á Ágætis Byrjun er það lagið Olsen Olsen.
Sumum finnst þetta fáránlegt, en fyrir mér er þetta bara töff og gott framtak.

Auk platnanna hefur Sigur Rós gert margt meira sem ég reyni að telja upp með sem fæstum orðum.

- leikið tvö lög í kvikmyndinni Englar Alheimsinns, lögin Bíum Bíum Bambaló og Dánarfregnir og Jarðarfarir.
- Gert tónlist fyrir kvikmyndina Hlemm. Ég á diskinn og verð að segja að þrátt fyrir að þetta sé ekki líkt öðru sem ég hef heyrt frá sveitinni, er þetta ótrúlega vandað og fallegt.
- Leikið með kvæðamanninum Steindóri Andersen og gefið út dsikinn Rímur ep.
- Samið og flutt Hrafnagaldur Óðinns (70 mínútna verk) ásamt Steindóri Andersen og Hilmari Erni Hilmarssyni. Fékk dsikinn með þessu hjá Steindóri og bíkstaflega elska þetta verk, hefði svo viljað sjá það hér á Íslandi.
- samið tónlist við kvikmynd um Kárahnjúka.
- Lagið Svefn-g-englar notað í myndinni Vanilla Sky.
… og margt, margt fleira.

Auk þess liggja eftir þá ótrelga mikið af óútgefnum lögum eins og Göng, Gítardjamm, Lagið í gær, Nýja lagið, Rokklagið, Orralagið, Mílanó og mörg fleiri. Hægt er að nálgast þessi lög á netinu og mæli ég sterklega með því að það sé gert.

Það má því segja að hljómsveitin sé búin að vera ótrúlega afkastamikil þau tíu ár sem hún hefur starfað og hver veit hvað gerist næst hjá Sigur Rós.

En orð lýsa Sigur Rós ekki vel, betra er að fá sér diskana og hlusta. Ekki að hlusta á meðan maður gerir eitthvað annað, heldur leggjast upp í rúm og einbeita sér að fallegri tónlistinni.

Takk fyrir mig…
…sonur úlfhildar.

—————————————– ————————–

Heimildir :

“Eru ekki allir í stuði” eftir Gunnar Hjálmarsson.
www.sigur-ros.co.uk