Sælt veri fólkið.

Ég fór á tónleika með hljómsveitunum Búdrýgindi og Ókind á Gauknum seinasta fimmtudag og ég verð bara að segja að þettu voru bestu tónleikar sem ég hef farið á í langan tíma, svo mikil var snilldin hjá hljómsveitunum.

Búdrýgindi byrjuðu uppúr kl 11 og mig minnir að þeir hafi byrjað á nýju lagi, að minnsta kosti var það ekki á disknum þeirra. Lagið var ágætt byrjunarlag, en hefði sennilega ekki virkað í miðju programmi. Allavegna, svo tóku þeir nokkur lög af disknum, sem voru öll mjög góð, og sást hvað þeir hafa bætt sig bæði í spilamennssku og sviðsframkomu(ég fór einu sinni á tónleika með þeim áður en þeir unnu MT og sýndist þeir frekar mjög feimnir, sérstaklega söngvarinn;). Auk laganna sem eru á disknum tóku þeir nokkur ný lög, öll tær snilld, en mér fannst samt Ósanlagið(minnir að það hafi það) og Taktlaus Hæna best. Að minni hálfu voru þetta fullkomnir tónleikar hjá þeim, fyrir utan það að það slitnaði gítarstrengur í einu laginu, en það er nottla bara rokk!

Síðan var komið að ókind. Þeir eru líka alveg mögnuð hljómsveit og var programmið þeirra líka mjög gott. Mér fannst samt lögin 1944, hæna og Petra vera best af nýja disknum og síðan tóku þeir nokkur ný lög en Þoturass var LANGbest af þeim. Hreinlega bara besta lag kvöldsins ásamt Ósanlagi Búdrýginda.
Í heildina litið voru þessir tónleikar semsagt algjör snilld,og ég heyrði líka frá litla bróður mínum og vinum hans, sem fóru í Galtalæk, að Búdrýgindi hefðu verið snilld. Sjálfur ætlaði ég á melgerðismela þar sem Ókind áttu víst að spila, en henni var frestað.

Og að lokum vil ég svo bæta við að mér finnst allt skítkastið í kringum Búdrýgindi fáræánlegt, þessar hljómsveitir eru snilld og eiga eflaust eftir að verð heimsfrægar!