jæja… nú er Hafnfiska indie rokk hljómsveitin Úlpa komnir með heimasíðu á veraldarvefinn, Hún hefur verið í solldið langan tíma í vinnslu. Fyrst áttu einhverjir gaurar að gera hana og man ég síðast að hún átti að koma 17. júní árið 2002. Svo var ég alltaf að bíða og bíða, þar til ég hafði samband við trommara hljómsveitarinnar og bauðst til að búa til eitt stykki heimasíðu fyrir þá og þeir tóku því þannig að ég gerði hana. Og ég mæli bara með að allir kíki á heimasíðuna og kynni sér hljómsveitina ef að þið þekkið hana ekki nú þegar, það eru þarna einhver live myndbönd og lög á síðunni, myndir og flottheit… svo er um að gera að fylgjast bara reglulega með síðunni þar sem að meiningin er að það verði alltaf verið að uppfæra þar sem að það er mikið að gerast hjá þeim núna, m.a. að gefa út nýjan disk núna á næstunni… eru í stúdíói núna…
Slóðin á síðuna er www.ulpa.is …endilega kíkið við..