SigN sem er ein mín uppáhalds hljómsveit, sem er nú ekki skrýtið því þeir eru mestu snillingar ég sendi þessa grein til áhugasamra, EKKI þeirra sem vilja vandræði, en allavega, mig langar að fræða ykkur dáldið um SigN, t.d. eina grein sem kemur núna:
Góð rokkskífa.
EITT MESTA efni sem við eigum í dag í rokkinu er Ragnar Sólberg Rafnsson, sem kallar sig Ragnar Zolberg, Ragnar vakti athygli í músíktilraunum fyrir þremur árum þegar hann kom fram með hljómsveitinni Rennireið, þá á 12. árinu. Hann sendi frá sér fyrstu sólóskífuna sama ár, en á síðustu tilraunum kom hann fram með rokksveitinni Halim sem síðar tók sér nafnið Sign og er skrifuð fyrir þeirri plötu sem hér er tekin til umfjöllunar. Getur nærri að óvanalegt er að svo ungur tónlistarmaður sé leiðtogi rokksveitar á plötu, hvað þá að hann hafi þegar sent frá sér sóæóskífu. Tónlistin sem Sign leikur er ósköp einfalt rokk, lítið um tilbrigði í lagasmíðum eða ævintýramennsku. Að því leyti fellur hún vel að því sem helst hefur verið á seyði í rokkinu undanfarin ár, aðallega vestan hafs, kraft miklir gítarkaflar, lifandi bassaleikur og prýðilegur trommuleikur. Ragnar syngur lögin líka bráðvel, röddin ekki fullmótuð, en hann lætur vaða sem skiptir mestu máli í rokkinu; niður með vælið! Víða er vel farið með rafgítara á skífunni, nefni sem dæmi skemmtilega gítarkafla undir lok lagsins “Hey B.E.N.”, besta lags plötunar, sem er með skemmtilega gamaldags hljóm. Einnig er byrjunin á “Svo sárt” skemmtileg gítarsyrpa og lágstemmdur söngurinn fellur vel að því lagi. Útsetningin á því lagi er líka skemmtileg utan að gítarar eru fullathafnasamir í bakgrunni lagsins og fletja það eilítið út. Upphafið á Zektarkennd er og gott. Titillagið “Vindar og breytingar” hugnast mér aftur á móti ekki, það er heldur hefðbundið, eiginlega gamaldags. Músíktilraunalagið “Cassandra” hljómar aftur á móti vel og “Í gegnum lyfin” er líka prýðilegt. Vindar og breytingar er bráðskemmtileg skífa hljómsveitar á krossgötum, Sign er efni í þétta rokksveit á bandaríska vísu en hefur það einnig í hendi sér að verða framsæknari og frumlegri sýnist Ragnari og félögum svo. Í umfjöllun um tónlisthættir mönnum stundum til að meta hana ekki á eigin verðleikum; allt of algengt að allskyns aukaatriði verði mælistikan sem viðkomandi plata er metin eftir. Aldur liðsmanna Sign skiptir ekki máli og ekki rétt að nota hann til að afsaka eða lofa. Það eitt skiptir máli að .eir félagar hafa gert góða rokkskífu og eiga eflaust eftir að vinna betur úr áhrifunum sem þar má heyra í framtíðinni.
Og hér kemur önnur: Fyrsta skrefið.
Hljómsveitin Sign vakti athygli að afstöðnum Músíktilraunum fyrir þétta og góða spilamennsku. Arnar Eggert Thoroddsen talaði við þá Ragnar og Egil Rafnsyni vegna nýrrar plötu sveitarinnar, Vinda og Breytinga.
Þeir bræður er alvanir tónlistarmenn þrátt fyrir ungan aldur en aðrir meðlimir Sign eru óreyndari. Ragnar leggur þó áherslu á hér sé um hljómsveit að ræða og hann ráði “einum fimmta”. Ragnar gaf annars út einherjaskífu fyrir þremur árum, aðeins ellefu ára að aldri, en hún ber nafnið Upplifun. Fyrst bar þó á Ragnari á Músíktilraunumþað árið, en þá var hann einn af meðlimum hljómsveitarinnar Rennireiðar. Eldri bróðir hans Egill hefur og verið áberandi í íslensku tónlistarlífi; sást fyrst með hljómsveitinni Woofer en hefur verið svo spilað með Stæner og Buttercup m.a. Hæfileikana eiga þeir ekki langt að sækja en faðir piltan er Rafn Jónsson, trommuleikari
Og önnur =o):Whitesnake og Megadeath
“Bandið var stofnað í fyrra,” segir Ragnar." þá ákváðum ég og Hörður gítarleikari að taka þátt í Músíktilraunum. Við vorum saman í harðkjarnabandi og okkur langaði að gera eitthvað annað. Hinir meðlimirnir voru allir að hlusta á Mínus; allir nema ég. Þá stofnuðum við Halim [en undir því nafni tók sveitn þátt í tilraununum] en bandið var ekki fullmótað fyrr en tveimur vikum ffyrir tilraunirnar og við byrjuðum ekki að æfa fyrr en viku fyrir þær.! Um áhrif á bandið segir Ragnar." Ég og Baldvin [þriðji gítarleikarinn en hann kom inn í bandið í ágúst] hlustum mikið á rokk níunda áratugarins; Kiss, Whitesnake og allt þa.“ Egill segir tónlist Sign vera blöndu af því sem var að gerast í rokkinu þá og því sem er að gerast í dag. Hann segir að stefnt sé á aukna spilamennsku eftir áramót. ” svo er vonando önnur plata fyrir næstu jól.“ Talið berst að textum Ragnars. ”Þeir eru samdir á svolítið skemmtilegan hátt,“ útskýrir hann.” Ég skrifa þá ekkert niður. Við erum með átta rása upptökutækiþar sem við tökum upp prufur af lögum og ég sem yfirleitt ekki textana fyrr en ég tek söngin upp. Ýti bara á afritun og það fyrsts sem kemur út úr mér verður textinn.“ Það er ekkert viðtal við rokkara nema spurt sé hvort horft sé til útlanda. Og svörin eru þægilega hreinskilin. ”Það væri ekkert leiðinlegra að spila þar,“ segir Egill,” þótt við séum ekkert að einblína á það. En markmiðið er auðvitað að slá í gegn í útlöndum. En af gefinni reynslu annara Íslendinga í svona málum er maður ekkert alveg niðri á jörðinni með þetta allt saman.“
Og sú seinasta: Aldrei þekkt neitt annað
Ragnar er nokkuð stoltur af frumraun sinni, Upplifun, hann lýtur ekki á plötuna sem neitt barnabrek,” ég er mjög sáttur við þetta og mér finnst þetta fínnt, sérstaklega ef miða er við að ég var ellefu ára. Og enn yngri þegar ég samdi lögin.“ Það eru hæg heimatökin hjá strákunum þegar taka skal upp, en upptökuherbergið er að heita má inn af eldhúsinu heima hjá þeim. Tónlistin hefur alltaf legið fyrir þeim og ekkert annað hefur verið inn í myndinni. ” það eru til myndir af mér eins árs með lítið æfinga sett inn í stofu,“ segir Egill. ” þetta var t.d. alltaf sraumurinn. Að vera á geisladiski,“ skýtur Ragnar inn í. ”Ég hef aldrei þekkt neitt annað en að vera trommuleikari,“ segir Egill,” öll önnur störf hafa í raun verið bráðabirgðastörf."
Svo er ég svo góður að ég ætla að láta ykkur fá þrjár heimasíður sem eitthvað er hægt að fræðast um þessa snilldar hljómsveit =o)
Þær eru: www.signfans.tk
www.signonline.tk
og www.freewebs.com/sign
rock on