Hér kemur stutt grein um hljómsveitinna Trapt sem á hið vinsæla lag Headstrong.
Trapt samanstendur af þeim:
Chris Brown – Söngur og gítar
Simon Ormandi – gítar
Peter Charell – Bassi
Monty – Trommur
Það voru þeir Chris Brown og Peter Charell sem stofnuðu hljómsveitina í bænum Los Gatos í Kaliforníu um 1995 og þá voru þeir undir áhrifum frá mörgum hljómsveitum t.d. Soundgarden, Pink Floyd, Metallica og Korn og voru fyrstu tónleikar þeirra í skóla og sagði Chris um þá tónleika að áhorfendurnir kunnu að meta þessa tónlist.
1997 gekk svo Simon Ormandy til liðs við þá og þá byrjaði alvaran hjá þeim og þeir gerðu disk sem þeir seldu á tónleikum og seinna um árið fengu þeir reglulega að spila á sem gaf þeim mikla reynslu til að þró tónlistinna þeirra og sviðsframkomu því stöðugt fleiri komu að horfa á þá.
Þegar þeir kláruðu skólann 1998 áttu þeir nokkuð marga áhorfendur og voru byrjaðir að hita upp fyrir hljómsveitir eins og Papa Roach, Dredg og Spike 1000, þeir áttu líka erfitt val, hvort þeir ættu að halda áfram í tónlistinni eða fara í háskóla
Um tíma reyndu þeir að gera bæði ig 1999 gerðu þeir annan disk sem þeir gerðu alveg sjálfir og þá voru þeir farnir að spila um alla Kaliforníu en þá voru þeir langt frá hvor öðrum í háskóla, Chris og Simon voru saman í skóla en þeir Peter upprunalagi trommarinn þeirra voru mörg hundruð km í burtu þannig að þetta hefðu getað orðið endalok hljómsveitarinnar en þeir Peter keyrði á tónleika og sótti trommarann í leiðinni og þeir segja að þetta sýnir hversu mikla trú þeir höfðu á því sem þeir voru að gera.
Næsta árið reyndu þeir allt sem þeir gátu til að fá plötusamning en ekkert gekk þannig að þeir gerðu þriðja demo diskinn.
Það var árið 2000 þegar þeir voru að spila í LA að Immortal records sýndi áhuga að gera samning við þá en ekkert varð úr því en þá sáu þeir að þeir voru byrjaðir að vekja áhuga útgáfufyrirtækja þannig að þeir hættu í skóla og fluttu til LA.
2001 hætti svo trommarinn í hljómsveitinni þannig að þeir stóðu eftir nýhættir í skóla, án samnings og enginn trommari
Þeir fóru strax að leita að nýjum trommara og var Monty ráðinn og 11 september í fyrra fengu þeir mjög góðan samning við Warner Bros
Þeir fóru fljótlega í studio og gerðu plötuna sem seldist vel og lagið Headstrong varð mjög vinsælt.
Allar heimildir á www.trapt.com