Joe Satriani – Strange Beautiful Music (2002)
Ég keypti mér þennan disk um daginn og mér leist svo vel á hann að ég ákvað að skrifa grein um hann. Greinin verður ekkert of nákvæm til þess að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að hlusta á diskinn. Svo ætla ég að reyna að lýsa helst því sem Joe er að gera þ.e.a.s. líta helst á gítarhlið diskins.
Hér er listi yfir tónlistarmennina sem spila á disknum:
Joe Satriani: Rafmagns- og kassagítar, sítar, banjó, bassi og hljómborð.
Matt Bissonette: Bassi.
Jeff Campitelli: Trommur.
Eric Caudieux: Hljómborð og tölvudót.
John Cuniberti: Slagverk.
Gestir:
Robert Fripp: Gítar.
Gregg Bissonette: Trommur.
Pia Vai: Harpa.
01. Oriental Melody (3:53)
Lagið byrjar á mjög flottu riffi sem breytist fljótt í skemmtilega melódíu. Joe Satriani kemur með flott sóló og þessi snilldar melódía heldur áfram. Jeff stendur sig vel á trommunum og heldur laginu lifandi þó Joe gæti örugglega tekist að gera lagið flott án nokkurs annars.
Einkunn: 8/10
02. Belly Dancer (5:00)
Joe byrjar lagið vel með flottum riffum og framandi melódíum. Hann kemur svo með hröð og flott sóló svona inn á milli. Hann notar einnig sítar í laginu sem mér finnst frábært. Lagið endar svo á frekar fríkuðu sólói.
Einkunn: 8,5/10
03. Starry Night (3:53)
Lagið byrjar á rólegum trommusláttum frá Jeff sem eru reyndar nokkuð hraðir. Joe kemur með flotta, rólega og dramatíska melódíu. Banjó kemur eitthvað fyrir í viðlaginu og fljótt kemur hratt sóló sem verður svo hægt og áfram heldur banjóinn og gítarinn. Svo endar brátt lagið á rólegu nótunum.
7,8/10
04. Chords of Life (4:12)
Pia Vai, eiginkona Steve Vai, byrjar legið með fallegum hörpu tónum og Joe kemur með hljóðláta melódíu. Kassagítar kemur svo inn undir gítarleik Joe Satriani. Joe kemur svo með frábært sóló og það er í hraðari kantinum. Sama melódía og í byrjun kemur aftur og annað gott sóló byrjar og lagið endar á sömu kassagítar-nótunum og áður.
8,2/10
05. Mind Storm (4:10)
Lagið byrjar á hörðu riffi og áður en maður veit af er maður byrjaður að hrista hausinn. Flott melódía með riffinu undir er glæsileg. Skemmtilegt sóló vex svo úr því og annað mjög fríkað sóló kemur útr frá því. Enn halda frábær sóló áfram og melódían kemur inn á milli. Þetta er eitt af bestu lögum plötunnar og maður vill bara standa upp og ná í gítarinn og hamra með.
Einkunn: 9,6/10
06. Sleep Walk (2:42)
Þetta lag er eina lagið á plötunni sem er ekki samið af Joe. Þetta er gamalt og gott lag sem allir ættu að kannast við. Það er upprunalega samið af Johnny Farina og kom út árið 1959. Síðan þá hefur það verið í 21 mynd. Þetta lag er mjög róandi og Joe stendur sig vel. Robert Fripp hjálpar honum smá, en áður en lagið er búið er maður byrjaður að spila það með honum. Jeff heldur taktinum uppi með nokkuð einfaldum trommuslætti sem virkar samt flottur. Frábært lag.
Einkunn: 9,3/10
07. New Last Jam (4:16)
Lagið byrjar stuttri melódíu og breytist svo í flott riff. Skemmtileg melódía skýst svo inn fyrir riffið. Fínt sóló tekur svo við og annað enn flottara tekur við því. Nokkuð framandi melódía kemur svo og með því tekur Joe mjög flott sóló í bakgrunninum. Skemmtilega melódían kemur svo aftur og lagið endar. Nokkuð fjörlegt lag.
Einkunn: 8,8/10
08. Mountain Song (3:28)
Fín melódía startar laginu og sóló tekur svo við. Matt, Joe og Jeff standa sig allir nokkuð vel. Lagið heldur áfram með svipuðu sniði (melódíur og sóló) og lagið endar nokkuð fljótt. Þetta lag er alveg ágætt en þeir gætu gert betur.
Einkunn: 7/10
09. What Breaks A Heart (5:17)
Lagið byrjar á rólegri melódíu og háar nótur leiða mann inní lagið. Flott riff kemur og melódíurnar eru flottar. Mjög háar nótur leiða mann svo í mjög hratt og alveg frábært sóló. Rólega melódían kemur aftur og þessir tónar eru bara alveg eins og orð, þ.e.a.s. þeir lýsa einhverri tilfinningu. Flott sóló enda svo lagið.
Einkunn: 9,2/10
10. Seven String (4:00)
Mjög flott riff í byrjun sýna merkingu titil lagsins og brátt kemur mjög flott og nokkuð hörð melódía. Minnir mjög á Heavy Metal lög. Sóló í sviðuðum stíl og melódían leiðir mann aftur í hana (melódíuna). Lagið endar á fínu riffi og maður er bara mjög ánægður með lagið, enda með bestu lögunum á disknum.
Einkunn: 9,6/10
11. Hill Groove (4:07)
Skemmtilegar melódíur einkenna þetta lag. Hratt sóló kemur eftir mikið af melódíum en þær snúa fljótt aftur. Lagið endar svo á þessum melódíum. Þetta er bara nokkuð hresslegt lag og er fullt af melódíum þrátt fyrir stuttan tíma.
Einkunn: 8,5/10
12. The Journey (4:07)
Lagið byrjar á frekar fljótri melódíu sem breytist á endanum í nokkuð rólegri melódíu. Fljóta melódían kemur aftur og brátt kemur sóló sem verður á endanum mjög hratt en hægir smá á sér. Rólega melódían endar svo lagið með ljúfum tónum.
Einkunn: 9/10
13. The Traveler (5:36)
Trommusláttur og létt riff byrja lagið. Sóló tekur svo við og svo kemur fín melódía. Annað sóló tekur fljótt við og þetta lag er mjög sögulegt, þ.e.a.s. segir eiginlega sögu með nótum í stað orða. Sóló og melódíur skiptast svo á þangað til laginu lýkur.
Einkunn: 8,5/10
14. You Saved My Life (5:02)
Lagið byrjar á rólegri melódíu sem heldur áfram í rúmar 2 mínútur eða svo og nokkuð rólegt sóló tekur við. Svo er bara melódía/sóló alveg þangað til lagið endar. Þetta er gott endalag og passar alveg í hlutverk sitt.
Einkunn: 8,5/10
Þegar ég lít yfir diskinn þá er þetta mjög góður diskur við hæfi flestra. En ég mæli með honum sérstaklega fyrir gítarleikara, enda er þetta gítarsnillingur sem kenndi t.d. Steve Vai og Kirk Hammet.
Lokaeinkunn: 9/10 (reyndar er meðaleinkunn laganna um það bil 8,6 en ég held að ég hafi stundum dæmt of hart, þó að það sé ekkert að því.)
Heimasíðan hans er www.satriani.com