Viðtal við Chris úr "Foo Fighters"  (C/P) Fann þetta inná http://barnaleikur.is/

Bandaríska rokksveitin Foo Fighters heldur tónleika í Laugardalshöll 26. ágúst næstkomandi. Sveitin er án vafa ein allra vinsælasta rokksveit í heiminum í dag og hafa plötur hennar selst í á annan tug milljóna.


Við fréttum að þið hefðuð átt góðan tíma með Mani eftir tónleika?
- Chris: Já, Mani úr Primal Scream kom á tónleikana okkar og bauð okkur síðan heim til sín. Konan hans eldaði handa okkur og við sátum og áttum rólegt kvöld þar sem andrúmsloftið var mjög þægilegt! Það er nauðsynlegt að upplifa “eðlilegt umhverfi” á tónleikaferðalögum. Mani er líka toppnáungi!
Þegar ég hitti Primal Scream í Ástralíu í fyrsta sinn hugsaði ég með mér “Vá, ég á allar plöturnar þeirra”.

Sagðir þú honum ekki frá þessu?
- Chris: Nei. Maður segir aldrei frá slíkum hlutum.
Þá er litið á mann sem mesta fífl allra tíma.

Hver er ykkar skoðun á bandarískri tónlist eins og
Destiny's Child sem er að gera það gott á vinsældarlistum?
- Chris: Jú jú, það eru ágætir hlutir að gerast. Hljómsveitir eins og At The Drive In og Amen eru reyndar að gera góða hluti í Bretlandi. En það er vitað mál að fólk er ekki fífl! Það er hægt að gefa út Bítlasafnið tuttugu árum eftir atburðinn, hinsvegar væri það ómögulegt með tónlist Britney Spears. Hennar tónlist gleymist á sama tíma og hún heyrist í fyrsta sinn.

Hvað er framundan hjá Foo Fighters?
- Chris: Við þurftum aðeins að hvíla okkur frá tónleikaferðalögum, þetta var orðið of mikið! Við einbeittum okkur um tíma að nýju efni. En ekki misskilja mig, mér finnst frábært að halda tónleika, kynnast fólki og allt það en við erum mannlegir og getum ekki endalaust verið á ferðinni.
5