Hver kannast ekki vid thad ad ganga nidur götu í hvada stórborg í heimi og hlusta á kolklikkada menn garga og leika tónlist og skemmta saklausu gangandi fólki?
Nú kannski ekki allir, en fyrir leikmenn skal thad útskýrt ad thetta eru Buskarar (götulistamenn) fólk sem lifir á peningagjöfum áhorfenda á götunni og nú í sumar erum vid svo heppnir ad gera thetta í annad sinnid, Bjórbandid er Buskband okkar Íslendinga.

Fyrir nokkrum árum tók ég eftir thví ad thad var fáranlega einsleit spilamenningin í theim borgum sem ég var staddur í, Inkar med panflautur einokudu nær allar borgir sem ég kom í á ferdum mínum og hugsadi ég med mér ad skemmtigrúppan mín heima á fróni, Bjórbandid, væri frekar eitthvad sem fólk myndi meta. Thetta var fyrir thremur árum og nú erum vid mitt í okkar annarri ferd um evrópu, í thetta skiptid med bækistödvar í Kaupmannahöfn.

Ævintýrin í kringum thetta eru audvitad mörg og thau sem eru prenthæf rata beint inn á heimasíduna okkar www.bjorbandid.com Thar er undir “fréttir” hægt ad lesa nýjustu afdrif okkar og sídasta ferd er einnig thar í greinarformi dagbókar undir linkinum “evróputúr”.

Um leid og ég sendi kvedjur hvet ég alla til ad fylgjast med og láta vita af sér í gestabókinni.

Skúli Böskari

Ps. drífid ykkur út á vídeóleigu og horfid á “Vardi goes europe” stórskemmtileg mynd um bösklífid í álfunni.