Karate er sveit sem mér var bent á fyrir stuttu af nokkrum hugurum, þeim plone, orrit og tannbursta og vill ég þakka þeim sérstaklega mikið fyrir að kynna mig fyrir þessu bandi því þessi hljómsveit er með þeim betri sem ég hef hlustað á um nokkurt skeið. Karate spilar inde rokk með miklum jazz áhrifum á seinni árum þar sem þeir eru flestir lærðir jazz leikarar.
Karate saman stendur af þrem meðlimum, þeim Geoff Farina söngvara og gítarleikara, Gavin McCarthy trommara og Jeff Goddard á bassa. Karate var stofnuð árið 1993 af þeim Geoff, Gavin og Eamon Vitt á bassa. Fyrst um sinn fór lítið fyrir hljómsveitinni en spiluðu á sínum fyrstu tónleikum sama ár í desember mánuði. Árið 1994 gaf Karate út sína fyrstu smáskífu ‘Death Kit’. Jeff gekk til liðs við Karate 1995 á bassa og Eamon fór á gítar. 1995 gáfu þeir síðan út ‘split’ plötu með hljómsveitinni Lune þar sem Jeff var meðlimur. 96 kom síðan út þeirra fyrsta breiðskífa sem ber nafn hljómsveitarinnar. In Place of Real Insight kom síðan ári seinna og er besta útgáfa hljómsveitarinnar til þessa. 1998-2002 komu út þrjár plötur frá hljómsveitinni The Bed Is In The Ocean, Unsolved og Some Boots.
Endilega tékkið á þessu bandi ef þið viljið fá smá breytingu í geislaspilaran. Engir bítlar en engir Blink 182 heldur. Meðal band fyrir meðalmenn ;o)
- garsil