Diskurinn inniheldur tónleikaupptökur frá Le Transbordeur í Frakklandi og No More Shall We Part, heimildarmynd um upptökur á samnefndri plötu kappans. Einnig eru myndböndin við “As I sat sadly by her side”, “Fifteen feet of pure white snow” og “Love letter” á disknum, þeim og heimildarmyndinni var leikstýrt af John Hillcoat.
Tónleikarnir eru frá 2001 tónleikaferðalaginu er fylgdi No More Shall We Part og á þeim er öll Bad Seeds sveitin auk nokkurra gesta, upptalið eru þetta Nick Cave, Mick Harvey, Blixa Bargeld, Thomas Wydler, Martyn Casey, Conway Savage, Jim Sclavunos og Warren Ellis. Tekin eru lög af átta af tólf stúdíó plötum sveitarinnar.
Lagalistinn á “Le Transbordeur” í Lyon, Frakklandi, 8. júní 2001:
1. Do You Love Me?
2. Oh My Lord
3. Lime Tree Arbour
4. Red Right Hand
5. As I Sat Sadly By Her Side
6. The Weeping Song
7. God Is In The House
8. We Came Along This Road
9. Papa Won't Leave You, Henry
10. Hallelujah
11. The Mercy Seat
12. Into My Arms
13. Saint Huck
14. The Curse Of Millhaven
Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir fyrir okkur Nick Cave aðdáendurna, sérstaklega í ljósi þess að þetta er eitt af síðustu tækifærunum að sjá Bargeld með sveitinni. Nú er bara að bíða fram í ágúst, við getum það alveg, er það ekki?
:: Frétt fengin og lauslega þýdd af: "http://www.nickcaveandthebadseeds.com" ::
Drink mate! Get the noise!