Iggy og Ziggy
Á meðan vímuskýið lá enn yfir 7. áratugnum brutust The Stooges skyndilega fram, öllum að óvörum með tímalausu hráu rokki. Líkt og Velvet Underground, drógu the Stooges upp mynd af kynlífi, eiturlyfjum og rokki sem fáir höfðu þorað að horfast í augu við. The Stooges voru samt engan veginn jafn vitsmunalegir í textasmíðum sínum og Velvet. Stooges voru undir áhrifum frá mörgum tónlistarstefnum þ.á.m. taktföstum breskum blús, hinum frumstæðu og hráu tónum sem einkenndu amerískt bílskúrsrokk blönduðu með eiturlyfja stemmningu í anda the Doors. Allar þessar stefnur gerðu Stooges að því hráa og óheflaða bandi sem þeir voru. Iggy Pop varð illræmdur fyrir að koma fram ataður í blóði og hnetusmjöri og varpa sér svo ofan í áhorfenda skarann. Ron og Scott Asheton mynduðu fáránlega en frumstæða rytma sveit, dælandi út tónlist sem skorti alla fína drætti. Þetta gerði það að verkum að Stooges urðu fyrsta rokkhljómsveitin sem slepptu hrynjandanum sem hafði verið ímynd R & B og frum rokksins. Undir lok 7. áratugarins og í byrjun 8. áratugarins urðu Stooges stórt númer í neðanjarðatónlist, en hún var enn of skrýtin og hættuleg til þess að brjóta sér leið inn í vinsældarpoppið. Eftir að hafa gert þrjár plötur fór hljómsveitin að sundrast en frægðarsól þeirra átti eftir að rísa á næstu tveimur áratugum. Á þessum tíma spruttu upp neðanjarðarhljómsveitir sem notuðu hinn sérstaka stíl the Stooges sem grunn fyrir indí tónlist, og Iggy Pop varð umsvifalaust að einu helsta átrúnaðargoði tónlistabransans.
The Stooges
Árið 1967 varð ungur maður að nafni James Osterberg vitni að tónleikum með hljómsveitinni Doors. Þetta leiddi til þess að hann stofnaði hljómsveitina the Stooges og tók upp nafnið Iggy Stooge. Hann fékk Ron Asheton til að spila á gítar, Scott bróður hans til að lemja húðir og Dave nokkurn Alexanderson til að spila á bassa. Næsta ár fóru þeir félagar um Miðvesturríkin og áunnu sér orðspor fyrir villta og frumstæða sviðsframkomu sem var harðlega gagnrýnd. Það var aðallega Iggy sem fangaði athyglina þá sérstaklega fyrir að skera sig með glerbrotum. Smátt og smátt byggðu þeir upp kjarna af áhangendum og árið 1968 nældu þeir sér í samning við stórt útgáfufyrirtæki.
Sokkið dýpra og dýpra í eiturlyfjanotkun
Af fyrstu plötu the Stooges (´69) seldust nánast eingin eintök þó hún hafi fengið ágætis umfjöllun í fjölmiðlum. Við upptökur á seinni plötu sveitarinnar sukku meðlimir hennar dýpra og dýpra í eiturlyfjanotkun, ofneysla þeirra kom í ljós við tónleikahald. Iggy var hættur að standa sig á sviði og hljómsveitin átti erfitt með að halda lagi. Næsta plata sveitarinnar kom út 1970, fékk slæmar viðtökur gagnrýnenda og jafnvel enn verri sölu en sú fyrsta. Eftir útgáfu hennar fór hljómsveitin að sundrast hægt og rólega. Þó svo að Iggy héldi jafnt og þétt leið sinni á botninn með heróín neyslu þá reyndi hann af fremsta megni að halda sveitinni á floti. Dave Alexander yfirgaf sveitina og Ron Asheton fluttist yfir á bassa er James Williamsson gekk í sveitina og hóf að spila á gítar. Með þessari uppstillingu tókst þeim ekki að landa plötusamning þrátt fyrir að vera með heilan haug af demóum. Það liðu tvö ár þangað til boltinn fór aftur að rúlla. Það var sjálfur Ziggi stjörnuryk/David Bowie sem varð á vegi Iggy einmit þegar Ziggy var að ná hæstu hæðum frægðarinnar. David ákvað að bjarga Iggy úr volæði óvinsældanna og gera hann að skærri stjörnu á ný, eftir það var ekki aftur snúið Iggy og the Stooges var borgið. Með hjálp David´s náði sveitin í góðan umboðsmann sem landaði samningi við Columbia, en hann ákvað að stjórna líka upptökum Raw Power, næstu skífu sveitarinnar og þeirri þriðju í röðinni.
Frumkvöðlar pönk-rokks stefnunnar
Raw Power kom út 1973 og fékk öllum að óvörum frábæra dóma. Hún hafði skrýtinn hljóm og var óvenju lítið hljóðblönduð, sökum tæknilegra örðuleika. Margir efasemdarmenn vildu kenna Bowie um hið hárfína hljóð plötunnar en það kom ekki að sök því það átti eftir að hrinda af stað pönkbyltingunni. Á þeim tíma floppaði diskurinn sem leiddi til þess að sveitin lagðist í dvala. Iggy hélt sig við Bowie sem hjálpaði honum að losna undan viðjum heróínsins og að koma sólóferli sínum í gang. En Asheton bræðurnir stofnuðu hina áhrifamiklu New Order.
Um miðjan 9. áratuginn, tíu árum eftir að sveitin lagði upp laupana var the Stooges hylltir sem frumkvöðlar pönk-rokks stefnunar. Síðan hafa fleiri bönd fylgt fordæmi Stooges og líkt eftir hljómi þeirra með misgóðum árangri t.a.m. Nirvana, Sonic Youth og núna er þessi stefna að festa rætur eftir öll þessi ár með hljómsveitum á borð við White Stripes, Íslandsvinina í the Hives og the Strokes.
Helstu verk þeirra kappa
The Stooges - The Stooges
The Stooges - Raw Power
The Stooges - Fun House
heimild: http://artistdirect.ccom