Interpol Interpol, hvað er Interpol? Ég skal segja ykkur það. Mikið hefur verið talað um Interpol af indie-áhugamönnum, og eflaust öðrum líka. Interpol er fjagra manna hljómsveit sem inniheldur aðeins stráka frá New York. Út kom í ágúst 2002 fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, Turn on the Bright Light. Fyrsta sem mörgum, m.a. mér, dettur í hug þegar hlustað er í fyrsta skipti á Interpol er Joy Division. Allavega söngurinn minnir mikið á Ian Curtis en þegar er hlustað til lengdar kemur í ljós að eithvað meira er í mótun.

Interpol var stofnuð árið 1998 af Daniel Kessler, gítar, og vini hans Greg Drudy. Til liðs við sig fengu þeir þá Carlos Dengler á bassa og Paul Banks á mic-inn og gítar. Árið 2000 hætti svo Greg í bandinu og trommu staðan var laus. Pláss þetta var ekki lengi autt því Daniel fékk Sam Fogarino, sem hann þekkti í gegn um plötu búð í bænum, til að tromma með bandinu. Interpol byrjaði að giga þessa litlu staði og bari í New York en fengu að hita upp fyrir hljómsveitir eins og …And You Will Know Us By The Trail Of Death, Arab Strap og The Delgados. Síðan kom fyrsta útgáfa Interpol fékk hún nafnið Fukd I.D. #3 en hún var þriðja platan í Fukd I.D. seríunni sem skoska plötufyrirtækið Chemikal Underground gaf út. Song Seven kom út um svipaðar mundir á safnplötu Fierce Panda, Clooney Tunes.

Interpol komst til Bretlands í apríl 2001 og spilaði m.a. í Glasgow, London og Manchester (heimaborg Joy Division), þeir komust meiri að segja á “Session” með hinum fræga John Peel. Í ágúst sama ár spiluðu þeir svo í Frakklandi. Í nóvember tóku þeir sér síðan frí frá spileríi og héldu til Connecticut, nánar tiltekið Tarquin Studios til að taka upp sína fyrstu stóru plötu. Platan var tekin upp og hljóðblönduð af þeim Peter Katis (Mercury Rev, Oneida, Clem Snide) og Gareth Jones (Nick Cave & The Bad Seeds, Depeche Mode, Erasure).

Sveitin hefur náð gífurlegum vinsældum og stefna hátt og með þessu áframhaldi, ef þeir halda sínu striki, getur verið að þeir verði jafn stórir og Sonic Youth eða Stereolab, jafnvel Bítlarnir, hver veit :o)

Heimildir: www.interpolny.com
- garsil