Sælir Hugar!
Ég hef verið að hlusta á Hail To The Thief (HTTT) í nokkurn tíma og fann svo ágætis review á netinu um hana. Ég er nokkuð sammála því og langar að deila því með ykkur:
#1: 2+2=5
“It‘s the devil‘s way now
There‘s no way out…”
Nafnið á laginu benti strax til kynna að það yrði gott. Það byrjar með random elektrónískum hljóðum en fellur svo í ákveðið mynstur líkt og glænýtt lag byrji. Thom Yorke er í essinu sínu þegar hann syngur skrýtinn texta um að heimurinn smelli ekki alveg saman. Í miðju lagi fer hljómsveitin á fullt swing og þetta lag gefur tóninn fyrir það sem koma skal á plötunni. Einhverjum fannst Thom Yorke missa tóninn og verða smá falskur þegar hann syngur “Don’t question my authority or put me in a box!” - en það örugglega með ráðum gert.
#2: Sit Down, Stand Up
“Walk into the jaws of hell…”
Ljúfir píanótónar fá að njóta sín þegar að fyrra lagið endar hálf snögglega, eftir mikil læti. Þetta lag státar ekki af miklu textaflæði, en það hefur aldrei gert lög Radiohead verri. Titill lagsins bendir til þess að sungið sé um andstæður og það ríkir róleg og seiðandi stemning, hraðinn eykst er líður á lagið og er hámarkinu náð þegar Thom syngur “stand up - sit down” í síðasta skiptið með setninguna “the raindrops, the raindrops” sem bergmálar í bakrunninum. Eftir það brýst lagið út í mergjaðan elektrónískan takt og ég held að “the raindrops” ómi 47 x sinnum út lagið. Maður sér Thom fyrir sér dansandi um eins og brjálæðing.
#3: Sail to the Moon
“Maybe you‘ll be President
But know right from wrong…”
Þetta rólega lag, sem byrjar á píanóspili líkt og það leki niður eins og vatn, minnir mig óneitanlega á “the tourist” og “You and whose army?” Einnig hvernig takturinn og bakspilið vinna saman, minna aftur á “Pyramid song”. Ekki mikil textasmíði hér á ferð, en skilur mann aftur á móti í lausu lofti þegar lagið endar í rólegri ferð sinni til tunglsins.
#4: Backdrifts
“All evidence has been buried
All tapes have been erased
But your footsteps give you away…”
Þetta er annað lagið af tveimur á plötunni sem stafar eingöngu af elektrónískum hljóðum (fyrir utan söng Thoms) og er einstaklega grípandi. Textar Thoms um samsæriskenningar falla vel að undirleiknum. Það er sérstakt “keyboard” hljóð, sem ómar í öllu laginu en heyrist illa í útvarpi, sem setur svip sinn á lagði. Það er líkt og Thom hafi hætt að hafa áhyggjur á öllum gagnrýnisröddum sem sögði að hann selji sig ódýrt með ódýrri og vinnulítilli textasmíði. Þetta summerar hann upp þegar hann syngur “What the hell, we’ve got nothing more to lose”. Mér finnst frábær litla pásan sem kemur þegar allt hættir og hann byrjar aftur óvænt “ah-ah-aaaaaah!!! - you fell into our arms”
#5: Go to Sleep
“Something big is gonna happen
Over my dead body… ”
Skrýtið hvernig hljómsveitin skiptir yfir í eins konar þjóðlegt, órafmagnað þema eftir síðasta lagið. Vekur gamlar minningar um hinar miklu breytingar sem einkenndu Amnesiac. En í miðju lagi heyrist í rafmagnsgítar sem gerir laginu kleift að falla í rokk-geirann. Það er spurning hvað hann meinar með þegar hann syngur “We don't want a monster/the loonies taking over”, hvort það sé tilvísun í heimsmálin í dag (Írak?)
#6: Where I End and You Begin
“X‘ll mark the place
Like the parting of the waves
Like a house falling in the sea…”
Ég spái því að þetta verði næsta lag í spilun - á eftir There There. Colin Greenwood nær góðu bassaspili og Phil Selways hyllir okkur með trommuslætti sínum. Lagið hefur alla kosti til að “meika það” og hefur Radiohead vörumerkið á sér. Thom virðist aftur kominn með mannát á heilann líkt og í “Knives Out” þegar hann muldrar aftur og aftur “I will eat you alive, there'll be no more lies”
#7: We Suck Young Blood
“Are you fracturing?
Are you torn at the seams?
Would you do anything?”
Til að fylgja mannátsþemanu eftir, hefur hljómsveitin ákveðið að kanna sjónarhorn vampírunnar og er skv. heimildum verið að skírskota í Hollywood. Lagið byrjar óhemju rólega líkt og þeir eru að reyna að angra hlustendur. Ekki bætir úr skák þegar hópur af fólki klappar og maður verður svolítið pirraður vegna þess hve ósamtaka þau eru. Þetta er mjög skrýtið, því lagið er einmitt af gerðinni sem maður klappar ekki við - sem gerir þetta allt saman hálf óhuggjandi. Til að rugla þetta enn frekar, fer hljómsveitin snögglega á fullt swing í miðju lagi en hættir jafn skjótt aftur. Pottþétt eitt af óþægilegri lögum í Radiohead lagasafninu.
#8: The Gloaming
“Genie let out of the bottle
It is now the witching hour…”
Stöðugt-djúpt hljóð ásamt hröðum snerilpúlsi gera skyndilega atlögu að hátölurunum þínum. Þú freistast til að afskrifa lagið líkt og önnur tónlaus tilraun í anda “Pull/Pulk Revolving Doors” en bíddu með það. Þetta er mun betra lag vegna þess að þetta er alvöru lag. Það sem einkennir það er að Thom syngur flestar setningar 2svar “when the walls bend, when the walls bend - with your breathing, with your breathing”. Þetta er líka einkenni “Everything in It's Right Place”. Thom syngur raunverulega í laginu, frekar en að láta tölvu búa til eitthvað væl úr röddinni. Titillinn The Gloaming er gamalt enskt orð notað yfir kvöld eða rökkur - og auðvelt að ímynda sér hvernig myrkrið leggst yfir landið á meðan lagið spilast.
#9: There There
“In pitch dark, I go walking in your landscape…”
Lagið sem fór fyrst í spilun á útvarpsstöðvunum og er líklegasta lagið sem fólk hefur heyrt. Hljómsveitin læsir sig í taktföstu grúvi, meira afslappandi en áður og hrikalega catchy. Langþráðir gítarhljómar frá Jonny Greenwood og Ed O'Brien síðan “The Bends” og “OK Computer” fá að hljóma loksins. Lagið virðist fjalla um tvo meginatriði - “Just because you feel it, doesn't mean it's there” og “We are accidents waiting to happen”. Yndislegt hvernig stemningin nær hámarki þegar gítararnir koma inn og Thom þagnar til að leyfa þeim að njóta sín.
#10: I Will
“Meet the real world
Coming out of your shell with white elephants… ”
Stysta lag plötunnar, rétt rúmlega tvær mínútur. Thom hefur róandi og seiðandi áhrif og syngur raddað (takið eftir háu röddinni á bak við). Lagið verður ógnvænlegt í lokin þegar hann syngur “Little baby's eyes” aftur og aftur.
Hint: Kunnulegt bakspil frá “organinu” heyrist - settu gömlu Amnesiac aftur á fóninn og þú áttar þig á því hvaða lag er nánast eins
#11: Punch Up at a Wedding
“By the way, I was there, and it wasn‘t like that
You‘ve come here just to start a fight…”
Ég er sammála höfundi hér að titill lagsins minnir á TVÆR Adam Sandler myndir. En lagið sjálft tengist þeim ekkert, en fjallar aftur á móti um algeran skúrk sem ákveður að skjóta upp kollinum í brúðkaupi einhvers og byrja með læti (Radiohead fær hrós fyrir hugmyndir sínar sem þeir fá þegar þeir semja texta). Einfaldur bassinn og píanóspilið gera manni auðvelt fyrir að ímynda sér athöfnina þegar skúrkurinn skemmir einstakan dag einhvers.
#12: Myxomatosis
“He said, I been where I liked, I slept with who I liked
She ate me up for breakfast, she screwed me in a vice…”
Ef þú hélt að Radiohead hefðu enga orku til að rokka svolítið, sbr. síðustu albúm, þá mun þetta lag sýna þér annað. Þó við séum ekki að tala um eitthvað heavymetal, þá meina ég Radiohead rokk! Thom syngur um sjúkdóm sem veldur blindu meðal kanína (Myxomatosis). Hvað þeir meina með þessu lagi er óljóst. En líklegast er átt við þann biturleika sem fylgir rifrildum við aðra manneskju (kærustu jafnvel) og er honum líkt við einkennum einhvers sjúkdóms. Ég elska þegar tónlistin hættir nema trummurnar og Thom segir “I - don’t - know - why I - feel - so - tongue - tied”.
#13: Scatterbrain
“Any fool can easy pick a hole
I only wish I could fall in…”
Þetta lag er músikalst, rólegt og sker sig ekkert úr. Manni er hætt við að gleyma því þegar maður telur upp lögin því það er ekkert sérstakt við það. Það virðist fjalla um misskilning en segir ekkert sem “2+2=5” hefur ekki sagt áður.
#14: Wolf at the Door
“Don‘t look in the mirror at the face you don‘t recognize
Help me call the doctor, put me inside…”
Lokalag plötunnar eru vonbrigði að mínu mati. Það hentar Thom ekki að tala (eða rappa innan gæsalappa). Textinn er áhugaverður og fjallar um stalker eða hryðjuverkamann sem “Calls me on the phone, tell me all the ways he's gonna mess me up”. Thom syngur þessa setningu með hærri rödd en áður, sem gefur til kynna að hér séu tvær ólíkar persónur á ferð; önnur sem hótar öllu illu og hin sem verður fyrir þessum hótunum. Furðulegar setningar finnast “snakes and ladders”, “flan in the face” en það sem ég skil ekki, er línan “dance you f***er”. Mörg lög innihalda þetta f*** orð en eru mjög góð, en Radiohead hefur komið skilaboðum sínum ágætlega á framfæri án þess að nota það. Það er eins og hljómsveitin hafi ekki vitað hvernig ætti að enda plötuna frekar en að skilja mann eftir í lausu lofti eins og á fyrri plötum.
Niðurstaða: Besta plata þeirra síðan “OK Computer” og frábær að hlusta á einn í herbergi með ljósin slökkt.
Frábær lög: 2+2=5, Sit Down Stand up, Backdrifts, Go to sleep, Where I end and you begin, The Gloaming, There There
Góð lög: We Suck Young Blood, I Will, Punch Up at a Wedding, Myxomatosis
Þokkaleg lög: Sail to the Moon, Scatterbrain
Veikustu lögin: Wolf at the Door
Lög sem má sleppa: engin
(þessi gagnrýni er að lang mestu leiti fengin af www.epinions.com en endurspeglar jafnframt mína skoðun)