Blessuð öllsömul!
Ég var að komast að því að þetta er með þeim fáu áhugamálum sem ég hef ekki gert mig að über fífli, með að senda inn eina af mínum öðruvísi/óvinsælu greinum.
Ég hef nú ætlað að ráða bót á því og skrifa soldið um teksta og teksta-höfunda mannskynssögunar.

Ég vill meina að teksti sé cirka 64% af lögum (þar sem er teksti).

Einföld endurtekninga lög, geta alveg orðið mjög góð með flottum teksta. Þar má T.d. nefna flest öll Nirvana lögin.

En þar á móti geta mjög flott lög, með lame klisju-leirburð, verið nóg til að flokka þau undir “radioactiv waste” t.d. Öll lög með Hammerfall, nema instrumental lögin þeirra.

Við lifum á tímum þar sem heimskur, einfaldur, ömurlegur, grunnhygginn, Britney-Spearsandi-lorta-leirburður, ræður bæði lögum og lofum í almennum tónlistar flutningi.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er búin að fá mig fullsaddan ad tekstum eins og
“It´s gettin´ hot in here, so take of all your clothes”,
“Just call out my name and I will be there”,
“Tell me whos gonna be my girlfriend, whos gonna ride wit me?”,
“I am beautifull”
og seinast en ekki síst, “WE GOT A LITTLE WORLD OF OUR OWN, I TELL YOU THINGS THAT NO ONE ELSE KNOWS…”


Nú vill ég aðeins fjalla um bestu og verstu teksta-höfunda sem þessi pláneta hefur að geyma og hvernig maður þekkir þá í sundur. (að MÍNU mati)


Bestu lagahöfundar allra tíma 1-5

Nr. 1
Billy Corgan:
Billy corgan var teksta/lagahöfundur hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins, sem er ein undermetnasta hljómsveit allra tíma. Það eru ekki það endalust margir sem þekktu til hans og hans meistaraverka, því fólk var of upptekið við það að slefa yfir Nirvana.
Enn nóg um það. Ég ætla núna að koma með nokkur Golden moments, tekstalega séð, í feril, Billy Corgans.
Corgan skrifar mjög frumlega og persónulega teksta, sem gerir það mun skemmtilegra fyrir über aðdáendur eins og mig að grufla í þeim.
Hérna eru allaðana nokkur tekstabrot sem mér finnst standa upp úr restinni:

Diskur - lag

Mellon Collie and the Infinite Sadness (MCIS) -
Bullet with butterfly wings:

“Tell my i´m the only one
tell me theres no other one
Jesus was an only son.
Tell my i´m the chosen one
Jesus was an only son for you!
Despite all my rage
i´m still just a rat in a cage”


MCIS. - Love (live version)

“What you wanted to see,
is who you wanted to be,
for that you needed me”


MCIS - Porcelina of the vast ocean (það er skrifað svona)

“I walk unadored,
with Gods and their creations,
with filth and disease”


M.I.S - XYU

“Mary had a little lamb,
her face was white as snow
and everywhere that Mary went,
I was sure to go”


Machina II - If there is a God

“Who are you this time,
are you one of us?
flying blind,
cause I´m down here throwing stones,
while your so far from home”


Aeroplane flies high - Aeroplane flies high

“If I knew where I was going
I would allready be there,
though I try not to look stupid when i´m sleeping,
yet i´ve never been afraid of death, rather then just moving on.
The Aeroplane flies high, looks right, turnes left”


Nr. 2
Brian Hugh warner (Marilyn Manson):
Flestir þekkja nú hann Manson og þeir sem fíla henn eitthvað að viti hafa eflaust pælt jafn mikið í tekstunum hans og ég.
Enn hérna eru nokkur tekstabrot, sem ég tel vera í betra kantinum.

Atnichrist Superstar - Er á mörgum lögum

“Prick your finger it is done,
the moon has now eclypsed the sun,
the angel has spread its wings,
the time has come for bitter things”

AS - 1996
“Light a candle for a sinner,
set the world on fire”


Mechanical Animals - …man ekki (sorrí, lánaði diskinn)

“Just remember that when you think your free!
The crack inside your fucking heart, is me”


Holywood - track 05

“I´m sorry that I saw a priest beeing beaten
and I made a wish”


Nr. 3
Billy Joel:
Það eru ekki margir sem hlusta á Billy Joel á mínum aldri, (í kringum 16) sem er mjög stór synd. Maðurinn er jú algjör snillingur.
Það er soldið erfit að taka eitthvað ákveðið brot úr lagi., maður verður að hlusta á lögin hans sem heild, því flest af þeim segja einhverskonar díteilaða sögu.
Enn hérna eru nokkur lög sem ég mæli eindæmið með. (tekstana vegna)

Lennigrad
Captain Jack
Pressure
Piano man
New York state of mind
EKKI Uptown girl!!!

Nr. 4
Pink Floyd:
Hlustaðu eða horfðu á the Wall, þá heyrirðu hvað ég á við.

nr. 5
Radiohead:
Radiohead hafa gert nokkra snildar teksta, t.d. Knives out, Karma police og bara mest allir tekstarnir á OK Computer, eru mjög góðir.
Samt er tekstin í “Creep” í stóru uppáhaldi hjá mér.
Hérna er smá smökkun á Creep:

“You float like a feather in a beautifull world,
your so fucking special,
I wish I was special
But im a creep,
I´m a wierdo,
what the hell am I doing here,
I dont belong here.”


Þá held ég að þetta sé barasta komið. Ætla nú samt að láta vita að Jhon Lennon og Paul McCartney voru í 6. sæti.


Nú til að koma að því sem allir hafa beðið eftir, SUKK LISTINN! 1- 5

Nr. 1
Hammerfall:
Hammerfall er sæsnk þungarokk hljómsveit, sem hefur þann eiginleiki að afreka verri skrif, en ég!!!
Ég á að vísu aðeins einn disk með þeim. Hann heitir “Crimson Thunder”. Það ætti að segja allt sem segja þarf.
Aftan á bæklingnum er mynd af þeim, í leðurbuxum og silfurvestum, bendandi á mig. Fyrir ofan stendur “Join the heavy metal revolution!!!” … sem átti sér stað 1975 – 1990 (þessi diskur er nýlegur).
Allðana, hérna eru nokkrir gullmolar frá HAMMERFALL.


Crimsom thunder (CT) – Riders of the storm

“Riders of the storm, one with the wind,
defenders of creation.
Riders of the storm, aligned with the sun”


CT – Hearts on fire

“hearts on fire, hearts on fire,
burning, burning with desire!!!”


CT - On the edge of honour

“Surrender or fight.
There´s nowhere to turn.
The bringer of light, where are you now?”

So on, so forth…


Nr. 2
Sóloferill stelpnana í Destinys child:
þetta segir sig sjálft.


Nr. 3
Dr. Bombay:

“Hurry, hurry, hurry,
I eat my rice an curry
One for you,
This is life for 2”

“Elaphant racing, yo… DANCE!!!”


Nr. 4
Jennifer Lopez:
Þessi kona hefur akkúrat ekkert að segja!!! Öll lögin hennar, eru 4 mín. Af sama innhaldslausa viðlaginu sem hún syngur svo aftur, ofan í.


Nr. 5
SAMFYLKINGIN:
“Aðeins með aukinni menntun, getum við tryggt jafnréttindi á Íslandi”
HA!? Hvernig á aukin menntun að tryggja jafnréttindi á Íslandi? Ótrúlegt að fólk skildi hafa fallið fyrir þessu!


Jæja þetta er orðið frekar gott. Með því meina ég langt. Ég læt ykkur nú dæma um gæðin.
Endilega segðu, hverjir þínir uppáhalds teksta höfundar eru.
Annars geturðu alltaf bara tekið einhvern bút úr greinini sem þú ert ekki sammála, tekið hann úr samhengi og trassað hann í mauk ;)

Hlakka til að heyra álit ykkar á þessu

Jako