11. Óktóber 1994 gerðist sá merki atburður að Korn gáfu út sína fyrstu plötu. Þessi plata hefur fengið margar viðurkenningar fyrir sína yndislegu hljóma. Hún var útnefnd sem dobbúl platiníum ikkutímann í gamla daga og hafa mörg tímarit og sjónvarpsstöðvar sagt þessa plötu ódauðlega. Það merkilega er samt að flestir sem fíla einhverskonar rokk, segja þessa plötu einmitt mjög góða, það skrýtnasta er samt að þær hórur sem eru að segja að korn séu sell-out fíla oftast þessa plötu heví mikið… Ég persónulega set þessa plötu í 1-2 sæti (með Untouchables) af þeim plötum sem korn hafa gefið út.

1. Blind
Þetta lag er um eiturlyfjanotkun Jonathans á hans yngri árum. Dópið stjórnaði lífi hans og eins og hann segir “Another place I find to escape the pain inside” . Þarna er hann beisiklí að segja að hann hafi notað dóp til að forðast umheiminn. Honum langaði að hætta þessu öllu og byrja upp á nýtt, en vissi ekki hvernig hann átti að fara að því og notaði þar með dópið til að “hressa” sig upp. Þetta var annað lagið sem ég lærði á bassa, á eftir Fatlafól :) og er það enn alveg þrusugaman að spila það í dag. Endakaflinn, sem meikar ekkert sens, er partur af gömlu Cypress Hill lagi, minnir mig.

2. Ball Tounge
OMFG hvað þetta var erfitt á bassa í den. Núna er það jafnauðvelt og að borða lirfu or some… Margir halda samt að þetta hafi eitthvað með munnmök að gera, nei almáttugur. Þetta er um einhvern gaur sem var að vinna með þeim að einhverjum bolum, og var með gat í tungunni eða vörtu eða einhvern fjandann og var bara hundleiðinlegur og eyðilagði einhvern helling fyrir þeim. Og rétt í þessu kom amma inní herbergið mitt og sagði mér frá því að þetta væri helvítis djöflamúsík…. Mér er nokkuð sama…

3. Need To
Þetta líka kyngimagnaða lag. Þetta lag, sem Staind coveruðu eitthvern tímann, fjallar um það að elska eitthvern gegt mikið en svo þegar mar ætlar að reyna að nálgast hann/hana frekar þá gefur manneskjan bara skít í mann. Þetta einmitt skeði fyrir Jón kallinn þó nokkuð oft, og hann var bara orðinn hræddur um að byrja ný sambönd og helling af sjitti.

4. Clown
Ojjj hvað ég elska þetta yndislega intro!! En samt fjallar lagið um það þegar þeir voru að spila í San Diego og einhver skinhead gaur með lots af tattúum segir: “Fuck You. Go back to Bakersfield!” Jónatan greyið heyrði ekki hvað hann sagði og beygði sig niður og gaurinn reyndi að kýla hann. Road managerinn þeirra, Jeff, lamdi gaurinn síðan í klessu. Vídjóið fjallar hinsvegar um skólagöngu Jonathans, þeas þegar hann var einn af þeim fáu sem þorðu að vera þeir sjálfir. Og í laginu er hann að bögga gaurinn: “A tatooed body to hide who you are, Scared to be honest, be yourself”.

5. Divine
Þetta fjallar um það þegar Jón kallinn var ikkað heví hrifinn af einhverri gellu og hún vildi hann ekki. Svo snérist það við og hún varð hrifin af honum. En hann vildi sína henni að hann væri ekki einhver brúða og sagði henni bara eitthvað í líkingu við þetta: “You know what, Fuck you, I'm fed up with you, I'm not as good as you, Fuck no, I'm better than you”

6. Faget
Það var gert vídjó við þetta lag, en það kom aldrei út, í laginu halda samt margir að hann sé að bögga homma, en hann er í raun að tala um skólagöngu sína, þegar hann var kallaður hommi, hóra eða eitthvað slíkt. “Everyone thought I was gay my whole life,” says Davis, “so I have to joke about it just to deal with it.” - Spin Magazine

7. Shoots & Ladders
Þetta lag var samið vegna þess að allir krakkarnir eru alltaf að syngja þessar vísur og voða happy, en þessar skrítlur eru ekki allar þar sem þær eru séðar. T.d. “London Bridge” fjallar um Svörtu Pláguna, sem ég hef ekki hugmynd hvað er. En flestar þessar “barnavísur” voru búnar til á miðöldum og ef maður veit söguna bakvið hana, þá verður hún frekar twisted.

8. Predictable
Vá, maður verður hálfþreyttur á öllum þessum textum um gömul sambönd hans Jóns. Þetta fjallar aðallega um það þegar hann byrjaði í sambandi og vissi það eiginlega fyrirfram að hann myndi verða fyrir “áfalli” á endanum.

9. Fake
Þetta lag fjallar um það sama og Clown. Þegar Jón vinur okkar var í skóla, þá stríddu allir honum því hann var eins og hann vildi vera. Flestir aðrir breyttu útliti sínu og skoðunum til að “fitta” inn. En þegar þau verða eldri, þá fatta þau það að þau sóuðu bestu árum sínum í að reyna að gera öðrum til geðs. “Fake, you'll regret it, you'll regret it”

10. Lies
Og annað lag um það sama og Clown og Fake. Hann er ennþá að bögga þessa gaura sem eru of hræddir við að stíga yfir línuna.

11. Helmet in the Bush
Þegar Jón kallinn var yngri þá var hann veikur fyrir hraða. Og þetta lag fjallar um það, og það að hann átti við einhver svefnvandamál að stríða, líklega útaf hraðadýrkun sinni. Gaurinn sem byrjar lagið er La Caco. Hann heitir í alvöru Michael og er vinur þeirra drengja. Honum finnst Taco Bell gott….

12. Daddy
Þetta líka margumtalaða lag. Allir sem ég hef hitt og spjallað við um Korn segja mér að þetta sé um það þegar pabbi hans nauðgaði honum. Ég reyni alltaf að telja þeim trú um að þeim skjátlist, en þeir vilja bara ekki trúa mér! Þetta lag hefur bara verið spilað tvisvar á tónleikum, og fjallar um það þegar honum var nauðgað, og hann fór og sagði mömmu sinni og pabba en þau héldu bara að hann væri að djóka. Þau trúðu ekki að þetta væri að ske fyrir son sinn.
indoubitably