Í ársbyrjun árið 1999 komu saman fjórir ungir drengir og voru ákveðnir í því að stofna hljómsveit. Þeir voru:
Davíð Þór Helgason á bassa
Hjalti Jónsson á gítar. Hann er einnig söngvari hljómsveitarinnar
Hrafnkell Brimar Hallmundsson á gítar
Og að lokum Sverrir Páll Snorrason sem slær á kýrhúðirnar
Drengirnir fjórir gáfu hljómsveitinni nafnið Ópíum en það nafn hefur ekki haldið sér lengi. Í janúar árið 2002 gáfu þeir sveitinni nafnið Núll & nix en þann 31. ágúst sama ár breyttu þeir því yfir í Kanis og heita þeir það enn.
Kanis hefur tvisvar tekið þátt í músíktilraunum (1999 og 2000) og í bæði skiptin komust þeir í úrslit. Árið 2000 fengu þeir verðlaun fyrir besta gítarleikinn (Hrafnkell) og besta bassaleikinn (Davíð).
Fyrsta plata Kanis er væntanleg fljótlega og ber hún nafnið Tónment fyrir byrjendur. Upptökumaður plötunnar er Kristinn Sturluson, betur þekktur sem Kiddi rokk.
Kanis eru líka búnir að gefa út nokkur myndbönd og einstaka sinnum má sjá myndbandið við Lítill drengur á skjá einum.
Þetta var bara smá innsýn inní hina stórgóðu hljómsveit Kanis. Ég hvet alla til þess að næla sér í eintak af plötunni þegar hún kemur út.