Nú var ég að komast yfir nýjustu plötu með The White Stripes,m Elephant og ef ég á að vera alveg hlutlaus þá er þetta var nokkuð hávær snilld.

Þau virðast vera nokkuð frumleg (allavega hef ég ekki séð mikið af svona löguðu) og það sem mér finst vera best við diskinn er að við upptökur á honum voru tölvur ekki notaðar, en það hefur ekki gerst í 30-40 ár. Það hefur í það minnsta ekki verið mikið um það.
Þetta gerir upptökuna mannlegri og maður metur það betur þegar vel heppnast því aðrar hljómsveitir í dag eru vanar að hafa lögin gjörsamlega gallalaus og ef söngvarinn er ekki að standa sig þá er því bara reddað með effect sem fullkomnar röddina.

Ég held að með því að taka plötuna svona upp séu þau að mótmæla því að tónlistaheimurinn virðist stefna í það að verða fjöldaframleiðsla á því sem er í tísku hverju sinni. Hvering sem ég fékk það nú út, það er erfit að útskýra það.


Svo ég tali eitthvað um lögin þá er engan veginn hægt að dæma diskinn eftir að hafa hlustað á eitt, tvö eða jafnvel tíu lög eins og er með marga aðra diska, heldur eru lögin eins ólík og þau eru mörg. Ég vil meina að þau séu undir áhryfum margra tónlistamanna og tónlistastefna en á svolítið erfitt með að rökstyðja það.

Það sem ég vildi meina með þessari grein er að þau séu liður í því að “bjarga rokkinu” og í raun tónlistrheiminum öllum. Það verður þó aldrei gert svo vel að ekki rúmist pláss fyrir nýjar uppreisnarhljómsveitir.

Nú er það bara stóra spurningin sem ég spyr mig og aðra yfirleitt fyrst að þegar svona frábærar hljómsveitir koma fram: Verða þau poppinu að bráð? Ég vona svo innilega ekki því þetta hræðilega skrímsli (poppið) hefur tekið alltof marga af okkar (heimsins) bestu tónlistarmönnum og eyðilagt þá.
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”