Korn - Follow the Leader, 18 ágúst 1998

Hver man ekki eftir því back in the days þegar mar hljóp út í búð, keypti Follow the Leader hljóp heim og ætlaði að hlusta á hana en þá var hún “biluð”? Ekki man ég eftir því, ég er nefninlega svo snjall :).
Follow the Leader er að mínu mati aumasta korn platan, en samt þykir mér hún enn þann dag í dag alveg þrusugóð. Þó að þessi “búhh tjah búhh tjah” trommusláttur sé ekki upp á marga fiska þá eru lögin samt alveg kyngimögnuð. Þeir voru meira að segja svo duglegir að hún varð þreföld platíníuplata (or some…). Þessi plata á það til að vera seinasta plata þeirra drengja í gamla stílnum, en eftir hana þá þroskuðust þeir mjög og byrjuðu að semja, að mínu mati mun betri tónlist, en því miður þá eru þeir margir sem eru ekki sama sinnis. Artworkið, sem er þessi líka eintóma snilld er eftir Todd McFarlane, og ég veit ekkert um hann…
Ég sá/las/heyrði það eitthversstaðar að þessi plata hafi verið tekin upp á eintómu fylleríi… ég er eiginlega alveg sammála því… ég efast alveg stórlega um að edrú manneskja fatti upp á slíkri steypu að láta fyrstu 12 lögin vera fimm sekúndna ekkert!

13. It's On
Margir halda hér að þetta lag sé að segja frá því að nú sé platan að byrja, It's on eins og hann segir, jibbí platan er byrjuð… Ég held ekki. Jonathan er hér að tala um öll þessi partí, vín, kókaín, konur ofl. Þá sögðu þeir á enskunni; “Come on dude, it's on” Þá ákvað drengurinn bara að skella þessu öllu í einn pakka og semja lag um það, og það hljómar að mínu mati alveg sæmilega.

14. Freak on a Leash
Þegar ég heyrði þetta lag fyrst datt mér í hug að hérna væri á ferðinni aumt lag um ljóta hunda í ólum eða eitthvað. Svo ákvað ég að fara og rannsaka það. Þá kom það í ljós að þetta er túlkun Jónatans á tónlistarbransanum, hann er semsagt þessi ljóti hundur og industríið er sá sem heldur í ólina. Þetta lag inniheldur eitt svalasta bridge sem ég hef á ævinni heyrt. Það byrjar á ljóta söngnum hans, svo fer það stíghækkandi og endar í ruggaðasta kafla í heimi…

15. Got the Life
Boðskapurinn í þessu lagi er frekar flókinn. Jón sjálfur getur ekki einu sinni útskýrt hann. Þetta er eitthvað hann að tala við Guð og segja honum að hann hafi fengið allt sem hann vill, og er ánægður með það, en samt ekki.. fáránlegur sjittur…. Þetta er að margra mati besta lagið á platten, með Freak on a Leash. Þarna fær einmitt þessi yndislegi “búhh tjah búhh tjah” trommusláttur sína útrás, en samt sem áður þá dýrka ég það álíka mikið og handarbakið á mér.

16. Dead Bodies Everywhere
Í þessu lagi fjallar Jón um það þegar mamma hans og pabbi voru að reyna að halda honum frá músíkbransanum. Pabbi hans var nebbla sjálfur músíkant og Jón segist skilja það núna þegar hann á sjálfur son. “I want Nathan to be a musician but I him don't want him to go through the hell I went through.” - Segir hann sjálfur. About Dead Bodies dæmið, þá hef ég ekki hugmynd hvað hann var að rugla :/

17. Children of the Korn
Þarna kemur meistarinn sjálfur Ice Cube inní dæmið. Hann kom með titillinn, og einhvern slatta af texta um uppeldi barna og unglingsárin og einhvern sjitt. Jóni leist ekkert rosavel á það en samdi sjálfur slatta um þegar allir í bænum kölluðu hann homma og slíkt. “It's funny how things change. That some of these people picked on me and all of a sudden look who's laughing now.” - Sagði hann. Þó þetta komi laginu ekkert við þá lét ég þetta fljóta með.

18. B.B.K.
Big, Black Cock. Þetta kallar hann eitthvað Jack and Coke gleraugnadót sem á að fást i Evrópu. En lagið fjallar hinsvegar um þrýstinginn sem hann fékk þegar hann var að gera þessa plötu, alveg ótrúlegt hvernig það er ekkert samhengi milli nafnsins og lagsins. Ágætis lag hér á ferð.

19. Pretty
Þetta lag fjallar um littla stelpu sem var nauðgað af pabba sínum. Hann sá hana þegar hann var að vinna á eitthverri Coroner's skrifstofu. Þessi stúlka var 11 mánaða og pabbinn var búinn að brjóta fæturnar aftur fyrir bak og reið henni eins og dúkku inná klósetti. Alger viðbjóður, en eins og maðurinn segir: “It was the most heinous thing I've ever seen in my life and I still have nightmares about it.”

20. All in the Family
Stór snilld hér á ferð. Fieldy, Jón og Fred Durst voru að horfa á Korn TV og einhver þeirra sagði að þeir ættu að gera lag saman, svona oldskool battl. Og þeir gerðu það. Jón kom með eitthvað drasl handa Fredda til að vinna úr.

21. Reclaim My Place
Þetta lag er um alla hljómsveitina, og það þegar hann var kallaður hommi allt sitt líf og er (var á þeim tíma) enn kallaður það af bandinu. Hann er hér að láta sig dreyma um það að hann losni við allt þetta hommatal. Hann strokar alla bara út og reclaimar pleisið sitt. “I've never ever gotten away from that fag fuckin' title. Just because I'm a sensitive kinda guy. Kinda feminine it really sucks.” - Jonathan

22. Justin
Nei, ekki Justin Timberlake eins og fáir ef ekki bara neinir vilja halda. Þetta var einhver gaur sem hét einmitt Justin og var með krabbamein og var að deyja, eins og gengur og gerist. En seinasta óskin hans var að hitta Korn. Og þeim drengjunum fannst það frekar spooky að hafa einhvern krakka sem var að fara deyja hangandi með sér. “I couldn't stare at him because he was so content he was gonna die. No one could look him in the eyes. And I totally admire his strength. I wish I had it.” - Jón

23. Seed
Þetta lag er beisiklí um það sama og flest önnur lög á disknum, þetta stress sem fylgir því að vera frægur. Hann segir að alltaf þegar hann horfir í augun á Nathan þá sjái hann sjálfan sig að springa úr hlátri. Að Jóni þeas. Hann talar mikið um það að honum langi að verða krakki aftur og verða svona stress-frír.

24. Cameltosis
Hverjum í ósköpunum datt í hug að skíra krakkann sinn “Tré”??? Jú einmitt Hr. og Frú Hardson. En Tré Hardson er einmitt gaurinn sem kemur og rappar einhvern fjandann inná þetta lag. Renee syngur líka eitthvað þarna. Þetta er eitt af fáum ástarlögum sem Korn hafa samið. Og eins og flestir heyra, þá kemur það ekkert sérstaklega vel út….

25. My Gift to You
Þetta lag er gjöf frá Jóni til Renee, og fjallar það um einhvern viðbjóðs fetish. Honum er víst alltaf að dreyma að honum langi að ríða henni og kyrkja hana til dauða…. mjög sniðugt. Hann segir það sjálfur að þau séu bæði “kinda freaky”. Ég er ósammála. Þau eru Hevííííííí freaky! Hún var alltaf að skilja eftir miða á koddanum hans; “25 aðferðir sem mig langar til nota til að drepa þig”. “We're kinda fuckin' freaky. She got it. She's all ‘Thank you that’s kinda fucked up. I was expecting a fuckin' I love you, baby kinda song.' I'm all, ‘No, you know me.’ I mean I can't do that” - Jón

25 1/2. Earache My Eye
Þarna eru þeir búnir að fá til liðs við sig einhvern gaur sem heitir Cheech, eða einhvern fjandinn, og fjallar þetta lag um eitthvað hommavesen. Eitthver sjittur um að klæða sig í föt af systur sinni og fleira skrítið. Þetta hljómar ágætlega svona fyrstu 3 skiptin. Svo er mar búinn að átta sig á því hvað það er einhæft og fer að hata það…
indoubitably