GIVE UP THE GHOST (USA) ásamt: MAUS, I ADAPT og fl STÓRFRÉTT!!

GIVE UP THE GHOST, sem er eitt áhrifamesta bandið í jaðar hc/punk/rokk bransanum í Bandaríkjunum, síðustu 5 ár, mun spila 7. maí í Iðnó í Reykjavík!!!

Þetta band er frá Bostan og eru algerlega snargeðveikir á tónleikum og það má búast við klikkuðu kvöldi. Þeir eru ólmir í að spila hérna og þetta verður bara mad.
Ég vona að allir mæti á þetta og tékki á þessu rosalega bandi sem á engan sinn líkan.

Húsið opnar kl. 18:00 og það kostar aðeins 1000kr. inn. Ekkert aldurstakmark og ekkert late night kjaftæði.

TILVALIÐ að taka break frá próflestri því það er ekki hollt að sitja í bókum 24/7. Takið frá 2-3 tíma fyrir þessa snilld.
Engin sannur rokkunnandi má missa af þessu.

Sýnum þessum gaurum hvernig á að gera þetta og að Ísland vilji meira svona.

fJÖLBREYTTIR TÓNLEIKAR

Þær Íslensku sveitir sem hita upp verða:
MAUS - Þá þekkja allir. Eru að toppa sjálfa sig þessa dagana og eru að kynna glænýja plötu. Eðall!

I ADAPT - Hratt hardcore sem kemur öllu í gang. Kolvitlausir live og rústa sjálfum sér örugglega.

ANDLÁT - Sigruðu músíktilraunir á sínum tíma. Fáránlega þéttir og heavy. Meiri melódía en það kemur ekkert ´niður á þunganum og drunganum. Massive.

DYS - Fallegur hópur fólks sem spila groddalegt punk/hc með íslenskum textum. Heiða úr Unun (rip) er þarna ásamt Stebba íþróttakennara sem er hressasti maður Íslands.

Fjölmennum á þessa snilld og eigum góða kvöldstund saman. Styrkjum þetta framtak og sjáið GIVE UP THE GHOST´á síðustu tónleikum Evróputúrs síns.

DAGSETNING: 7. MAÍ!!

Staðsetning: Iðnó- leihús við tjörnina, rétt hjá Ráðhúsi Reykjavíkur, down town

Kostar: Aðeins 1000kr.

Aldurstakmar: að sjálfsögðu ekkert!!

Hús opnar: 18:00


http://www.geocities.com/eva_hufa/flyer.html