Hann hélt meðal annars listasýningu hér um árið, þar sem hann birti m.a. upp á vegg, myndband þar sem hann fróaði sér.
Árið 2ooo kom út diskurinn Tonk Of The Lawn sem er hrein snilld.
Þrátt fyrir að diskurinn sé ekki nýr, ætla ég samt að fjalla aðeins um þetta meistaraverk.
————————————– —————————–
Lag 1 - You are my loving insane.
Mjög sérstakt lag. Trommurnar eru frekar raftónlistarlegar en gítarinn er með einhverjum rokk effect. Þannig blandast saman tvær ólíkar tónlistarstefnur.
Í laginu leikur Egill sér að því að skipta gítarnum á milli hátalara, þ.e.a.s hann skiptist oft á milli vinstri og hægri hátalara. Afar skemmtilegt þegar maður er með hedfón.
Lag 2 - I love you so
Líklega þekktasta lag Egils. Hefur meðal annars verið í bílaauglýsingu svo einhver ætti að kannast við það.
Að mínu mati er þetta næstbesta lagið á disknum og gítarsólóið í laginu er mjög gott. Það er alveg ljóst að Egill er góður tónlistarmaður, en hann segist hafa gert diskinn með aðeins kassagítar og tölvu að vopni.
Góð röddun er í laginu.
Lag 3 - Fooled my liver.
Eins og flest lögin, afar sérstakt.
Flottur gítar og nokkuð góðar trommur verð ég að segja.
Egill raddar flest lögin, og það mjög vel.
Lag 4 - I'm not 100% reliable.
Mér fannst þetta lag alltaf leiðinlegt en er farinn að meta það betur núna.
Samt án efa versta lag disksins og lítið lagt í það.
Lag 5 - My engine
Trommur byrja, svo söngur þ.e. eiin rödd, svo bætast smám saman fleiri raddir inni í (allt Egill), og er lagið ákaflega vel raddað.
Sama textarunan er endurtekinn allt lagið en er bara ansi flott.
Bassinn í laginu er sunginn af Agli með djúpum tónum.
Enn og aftur kemur mjög flottur gítar inn í lagið og gerir það mjög flott. Millikafli lagsins er afar góður.
Lag 6 - I want to love you as you are.
Rólegt og flott lag, með mjög góðum gítar og smekklegum trommum.
En frekar leiðinlegur kafli þegar skyndilega Egill fer að syngja mjög djúpum og hráum tónum. En svo kemur aftur góði kafli lagsins og endar smám saman. Í endann spilar bara gítarinn, einhverja spænska tóna.
Lag 7 - If you don't kvow anything
Ótrúlega flott lag, vel raddað og með einhverjum sérstökum stíl.
Textinn er mjög sérstakur eins og reyndar flestir textar plöturnar.
Oft veit Egill ekki almennilega hvað hann er að segja, svo að í textaheftinu er á mörgum stöðum margir möguleikar fyrir hvert orð.
Má þá nefna eina línu í þessu lagi : “And you are monking/mocking town/down/ the bain/vain”. Svona lagað er að finna í flestum lögunum.
Lag 8 - Who's you gonna get when you get set.
Frekar þunglyndislegur söngur, en mjög gott viðlag sem ég hlusta oft á, aftur og aftur.
Afar skemmtilegur millikafli í double-bíti sem blandast svo við byrjunarkaflann. Frekar flott lag.
Lag 9 - I want to show you feel.
Brjálað flottar trommur og töff að setja inn djúpan píanótón.
Ágæt röddun og góðar hristur í laginu. Afar sérkennilegt lag en góð sneið af góðri köku.
Lag 10 - If you've got a nobody's notion.
Hreint út sagt magnað lag, emð allavega þremur mismunandi gítörum. Egill hummar með textanum, mjög vel og er þetta humm mjög áberandi á plötunni. Flott bergmál er á söngnum og engar trommur eru í laginu, það er svona “ballaða plöturnar”.
Lag 11 - Your Fine Chord.
Án efa langbesta lag plötunar. Gítarinn er lágstemdur og vel raddað “humm” gengur út lagið.
Í laginu er melódía flautuð með munninum sem blandast vel í lagið.
Textinn er flottur og söngurinn enn betri (mikið bergmál).
Undir er hægt að heyra mjög hraða bassatrommu, sem þéttir lagið mjög vel.
Það er ekki svo ýkja langt síðan ég uppgvötaði þetta lag, en áns og ég sagði áður, þá fynnst mér þetta vera langbesta lag þessa meistaraverks.
————————————- ——————————
Að lokum vil ég birta textann við lagið “I love you so” sem mér fynnst vera flottasti texti disksins.
You get high on the cowser.
You find tonk of the lawn.
You monck up the rowser.
And you sink of the ron.
You pick up the basic.
You grin at the lawn.
I love you so.
I find you crazy.
——————————————— ———————-
takk fyrir mig…
…sonur úlfhilda
…