Ég ætla að leyfa ykkur að lesa ritgerð sem ég gerði í haust, við máttum velja eina fræga persónu og valdi ég Jeff Buckley, enda var hann frábær tónlistarmaður, með rödd sem er ekki lík neinu öðru sem ég hef heyrt. Heimildirnar fékk ég hér og þar á Veraldarvefnum og frá sjálfri mér og bróður mínum sem lifir fyrir hann. Enjoy ;) Jeff Buckley fæddist 17 nóvember 1966 í Kaliforníu. Foreldrar hans voru Mary Guibert, sem var lítt þekktur píanisti, og Tim Buckley, sem var lagahöfundur og söngvari sem varð að lokum nokkuð þekktur,. Jeff kynntist varla föður sínum sem dó úr of stórum skammti af eiturlyfjum árið 1975 og var hann þá ekki orðinn þrítugur. Móðir hans gifist aftur, manni að nafni Ron Moorhead þegar Jeff var enn mjög ungur, þeir höfðu alltaf mjög mikið samband og urðu mjög nánir með tímanum.
Jeff var alltaf öðruvísi, hann passaði aldrei alllveg inní í þær hugmyndir sem skólafélagar hans gerðu sér um unglina einsog þeir “áttu” að vera en þó varð hann aldrei fyrir aðkasti í miklu mæli þótt að hann hefði verið álitinn samkynhneigður, geðveikur, ógeðslegur og fyndinn. Hann fyrirleit skólakerfið en fór samt í framhaldsnám í Musicians Institute og þar eignaðist hann marga góða vini. Í kringum 1990 flutti Jeff til NY og var sá tími til þess að hann varð uppgvötaður og sú tónlist með honum sem við þekkjum í dag er til. Þar hitti hann Gary Lucas, gítarleikara hljómsveitarinnar Gods and Monsters, Jeff gekk til liðs við þá í nokkurn tíma en ákvað svo að flytja sín eigin lög á kaffihúsum víðsvegar um NY. Uppáhalds staðurinn hans þar var Sin-E en þar var einmitt þar sem útsendarar Columbia fundu hann og gerðu samning við hann. Í því kaffihúsi var hljóðrituð 4 laga plata (Þó aðeins 2 eftir Jeff sjálfann) og var þetta platan “Live at Sin-E” Árið 1993 byrjaði hann svo að taka upp “Grace” sem átti eftir að verða hans eina fullkláraða breiðskífa, hún kom út 23. ágúst 1994 og stuttu síðar fóru Jeff og hljómsveitin hans í mánaðar langt tónlistarferðalag um Evrópu.
Jeff var aldrei feimin við að segja hvaða fyrirmyndir hann átti og nefndi hann í því sambandi meðal annars Miles Davis, David Bowie og Judy Garland. Þann 13. apríl árið 1994 fékk Grace frönsku tónlistarverðlaunin “Gran Prix International Du Disque” verðlaun sem njóta mikillar virðingar gefin af : framleiðendum, blaðamönnum, menningamálaráðherra Frakklands og sambandi atvinnutónlistarmanna.. Jeff fékk einnig Gullplötuviðurkenningu fyrir Grace í Frakklandi og Ástralíu. 9. febrúar 1997 kynnti Jeff nýjan trommara í hljómsveitina, Parker Kindred. Buckley og meðlimir hljómsveitarinnar höfðu verið að taka upp efni með Tom Verlein í Memphis. Jeff sendi sveitina aftur til New York en varð sjálfur eftir í Memphis í mars, apríl og maí og vann að nýju efni fyrir nýja diskinn en upptökur á honum áttu að hefjast í júní 1997. Kvöldið 29 Maí 1997 var afdrifarikt fyrir Buckley og alla aðdáendur hans því það kvöld var Jeff á leið með vini sínum að ná í hljómsveitina til þess að hefja upptökur á nýja disknum, keyrðu þeir að Wolf River ánni því að Jeff langaði að horfa á sólsetrið en ákvað skyndilega að fá sér sundsprett. En það varð ekkert úr því þars sem að um leið og hann var komin aðeins útí var hann skyndilega dreginn niður fyrir yfirborðið vegna neðanstraums frá stórum bát sem átti leið hjá. Fimm dögum síðar fannst lík hans við árbakkann. Í maí 1998 ávað móðir Jeffs í samstarfi við framleiðanda hans, að taka saman þá sketcha sem Jeff var búinn að gera sjálfur fyrir diskinn My Sweatheart The Drunk og einnig tónleikaupptökur og gefa þær út á tvöfaldri disk, sem bæri titilinn Sketches for my sweatheart the drunk. Jeff var á stanslausum túrum eftir að Grace kom út, átti varla heimili en hann sagðist vera tilbúinn að fórna því fyrir tónlistina því tónlistin væri lífið án hennar biði hans ekkert nema dauðinn. Jeff var líka mjög sérstakur á tónleikum, hann hafði sértstakann hæfileika til að ná áhorfendum algjörlega á sitt band, það var ótrúlegt Hann nýtti hverja stund á sviðinu til að ná tökum á áhorfendum og þegar hann hafði náð þeim var enginn leið til að snúa til baka, Hann flutti aldrei sama lagið á sama hátt. Það eina sem meðspilarar hans vissu áður en þeir stigu á svið var hvað lag hann tæki fyrst. Allt eftir það fór eftir tilfinningu Jeffs og hæfni hljómsveitarinnar til að fylgja honum. Jeff Bukcley var ekki eitthvert lítil og mjúk sál,líf hans var einsog hann vildi að það væri, hann lifði hratt og lifði vel, efað hann missteig sig var hann ávalt fljótur á fætur aftur, nema þegar hann steig sitt síðasta feilspor, þá varð ekki aftur snúið. En það má með sanni segja að hann hafi elskað lífið og er það einkennandi fyrir hann hvernig hann dó, stökkva skyndilega út í einhverja á til að fá sér smá sundsprett, það er eitthvað sem honum einum myndi detta í hug. Hann var einlægur og laus við alla tilgerð, hann þoldi ekki þá sjúklegu hrifningu af listamönnum sem dóu ungir og hæddist að því við hvert tækifæri. Það er því ákveðin Ironía í því að hann varð mun frægari eftir að hann dó en meðann hann var í lifanda lífi.
RIP Jeff Buckley
McWith