Hér ætla ég að koma með nokkuð langa grein um gítar og söng snillinginn Kurt Cobain. Hann fæddist 20. Febrúar árið 1967 í Aberdeen í Washington í bandaríkjunum. Unga ár hans voru öll yfir full af dópi, þau voru þó ætluð í lækninga skini, þau voru notuð til að róa hann, hjálpa honum að einbeita sér í skóla og til að geta sofið, og auðvitað varð hann á endanum háður þessum lyfjum. Á fjórtánda afmælisdeigi hans fékk hann fyrsta gítarinn sinn og fjórum áður síðar hætti hann í skóla til að eða fylgja tónlistar ferli sínu. Árið 1992 giftist Kurt Courtny Love, og var þetta nú ekki beint fyrirmynda par. Eftir fæðingu dóttur þeirr, Frances Cobain, byrjuðu vinir hans að vona að hann mundi lifa rólegra lífi, en það fór því miður ekki eins og þeir vonuðu því árið 1994 fanst hann látinn með byssu skot í hausnum. Hér koma nánari upplýsingar um hvernig og hvenær hann fannst látinn. Hér koma nánari upplýsingar um þann atburð: Lík Kurt Cobains fannst þann 8. Apríl af rafvirkja að nafni Gary Smith sem var að koma upp þjófavarnar kerfi í íbúðinni. Það er talið mjög líklegt að hann hafi í raun dáið 5. Apríl. Bæði heróín og valíum fannst í blóði hans. Byssan fór svo illa með hausinn á honum að hann var óþekkjanlegur; en þú var hægt að greina líkið á fingraförunum. Fyrir ykkur sem ekki gátu reiknað út aldur hans þá var hann 27 ára. Fólk var í svo mikilli sorg eftir dauða Kurts að allavana einn aðdáandi hans drap sig. Var þetta sjálfsmorð? Var hann myrtur? Eða var þetta jafnvel slys? Maður hefur heyrt margar sögur um það, en munum við nokkurtíma komast að raunum um hvað sé satt og hverju sé logið? Ég býst ekki við því…En hér koma þó nokkrar staðreyndir sem benda til þess að hann hafi verið myrtur:
1. Engin fingraför fundust á haglabyssunni sem að Kurt á að hafa skotið sig með né á pennanum er lá hjá sjálfsmorðsbréfinu og ekki heldur á kassanum undan skotunum.
2. Í blóði Kurts fannst 1.5 ml af heróíni og sá sem að hefur svo mikið magn í sér er ekki fær um að lifta svo mikið sem litlafingri.
3. Það er auðveldlega hægt að túlka sjálfsmorðsbréfið á annan hátt og reyndar verður það mun skiljanlegra ef maður les það í því samhengi að hann hafi skrifað þetta til þess að lýsa því yfir að hann væri að hætta í hljómsveitinni… fyrir utan síðustu fjórar línurnar en þar segir: Please keep going Courtney, for Francis, for her life will be so much happier without me. I LOVE YOU. I LOVE YOU. Okei þetta virðist vera nokkuð augljós skilaboð en þegar bréfið var grandskoðað af tveim sjálfstæðum sérfræðingum staðfestu þeir að síðustu fjórar línurnar væru ekki sama handskrift og á fyrri hluta bréfsins.
4. Engin af vinum eða fjölskyldu Kurts hefur sagt að hann hafi verið í sjálfsmorðshugleiðingum né að hegðun hans hafi bent til þess. Það eina sem á að hafa angrað hann er Courtney og hvað þau höfðu ólíkar skoðanir á öllu, hún vildi lifa hátt eiga flotta bíla og stór hús en hann vildi bara vera venjulegur maður sem félli inn í hópinn. Eina manneskjan sem hefur nokkurn tíman sagt að hann hafi verið í sjálfsmorðshugleiðingum er einmitt Courtney.
5. Um viku fyrir dauða Kurts hafði hann sjálfur farið og sótt um skilnað við Courtney og hefði hún þá aðeins fengið lítin hluta allra milljónanna sem voru í hans eigu en þar sem hann lést fékk hún allt. Faðir Courtney hefur einnig sagt að hún hafi alltaf dreymt um að verða brjálæðislega rík og fræg og mundi ekki láta neitt standa í vegi fyrir sér.
6. Einnig má þess geta að byssan sem hann átti að hafa skotið sig með var of stór til þess að hann sjálfur hefði getað haldið á henni og tekið í gikkinn.
7. Hann hafði fengið í sig ótrúlega mikið heróín sem ég gruna að einhver sem hann hefur treyst hefur gefið honum en gefið langt fram úr hófi mikið af heróíni. Sem þá auðvitað bendir til þess að hann hafi ekki verið einn.
8. Hann sagði Rolling Stone Magazine blaðinu að honum hafi aldrei liðið betur rétt áður en hann “drap” sig
Sjálfur er ég á þeirri skoðun um að hann hafi verið myrtur. Ég ásaka einnig eiginkonu hans Courtney Love um glæpinn enn þó er ég ekki með nægar sannanir um að það hafi verið akkúrat hún. Og mér finnst ekki ólýklegt að mörgum sem eiga eftir að lesa þetta eigi líka eftir að verða á sömu skoðun.
Palli Moon