Apocalyptica er hljómsveit sem er nú skipuð af þremur mönnum Paavo Lötjönen, Eicca Toppinen og Perttu Kivilaakso. Hljómsveitin er Finnsk og spilar metal-core tónlist á selló. Það má segja að komi hafi upp fótur og fyt er fyrsti diskur Apocalyptica kom út árið 1996. Fólk hafði aldrei heyrt né séð eins áður. 4 þungarokkarar á tvítugsaldrinum að hrista hausinn og spila djöflalega hljóma á klassíska hljóðfærið. Apocalyptica var að gefa út sína 4 breiðskífu nú á dögunum sem kallast “Reflections”. Platan innihledur 13 frábær lög sem hafa rífandi áhrif frá hljómsveitum á borð við: “Metallica”, “Sepultura”, og einnig klassískra áhrifa. Það má lýsa nýja disknum “Reflections” sem einhvers konar tákn á fallegan máta, sem skilgreinir bæði heví-metal rokk og líka rólega og fallega klassík. Eins og reiði sem verður svo á endanum mjúk. En það sem er merkileg nýjung við nýja diskinn hjá Apocalyptica er það að þeir nota trommur, já mikið rétt. Á disknum er maður að nafni Dave Lombardo sem eykur rokkáhrifin með góðum og föstum töktum. Finnsku drengirnir hafa verið starfandi allt frá árinu 1993 þar sem þeir fyrst byrjuðu að spila metallica lög að gamni sínu. En það hafa fleiri meðlimir verið í Apocalyptica, þeir byrjuðu fjórir þar sem Antero manninen var að spila með þeim, svo hætti hann og þá kom maður að nafni Max Lilja í staðinn. Svo voru einhverjir erfiðleikar á milli Max og hinna meðlimanna og þeir enduðu uppi þrír. Árið 1996 kom fyrsta breiðskífa þeirra út en hún bar nafnið : “Plays metallica songs by 4 cellos”, og innihélt hún 8 lög frá Metallica. Að sögn Eicca toppinen (einn af sellóleikurunum) var sú plata tekin upp á stuttum tíma og kostaði lítið. Svo árið 1998 kom út önnur breiðskífa þeirra: “Inquisition Symphony”. En hún innihélt lög frá ýmsum hljómsveitum t.d. : “Faith no more”, “Pantera” , “Metallica”. Og hafði Eicca toppinen einnig byrjað að semja sín eigin lög og hann á 3 lög á þeirri plötu. Þegar leið á síðari hluta ársins 2000 kom út 3 breiðskífa apocalyptica: “Cult”, það var mikið af nýjungum og tæknlegum effektum bætt við á þeirri plötu. Á plötunni Cult samdi Eicca toppinen öll lögin, fyrir utan 3 bónus lög eftir “Ewdard. Greek” og “Metallica”. Mjög kraftmikil plata og tónninn leikandi og greip strax í mann. Nú er 4 breiðskífan gengin í garð og fæst hún í öllum betri plötubúðum. Það góða sem Apocalyptica hafa gert fyrir heiminn er það að láta fólk sjá áhuga á klassískum hljóðfærum með rífandi heví-metal í bland með fallegum klassískum tónum. Hér eru snillingar að starfi, látið þá ekki fara fram hjá ykkur. Eins og sjálfur Eicca toppinen sagði:

“Not bad for a band who started playing metallica songs on cello just for fun”


www.apocalyptica.com