Led Zeppelin: Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til blúsrokk hljómsveitarinnar Yardbirds. Í henni höfðu verið margir snjallir tónlistarmenn og er þar nóg að nefna Eric Clapton og Jeff Beck. Árið 1967 kom síðasta plata Yardbirds út. Þá var gítarleikari hljómsveitarinnar hinn 23 ára gamli James Patrick Page eða Jimmy eins og hann var jafnan kallaður. Hann var búinn að vera í Yardbirds í rúm tvö ár, en hafði upphaflega verið ráðin sem bassaleikari. Hann og annar gítarleikarinn Chris Dreja skiptu þá með sér verkum og Dreja varð bassaleikari en Page tók við gítarnum. Yardbirds voru að syngja sitt síðasta á þessum tíma og allt að liðast smám saman í sundur vegna ýmissa deilna og samstarfsörðugleika.
Page hafði unnið töluvert við sessionspilamennsku bæði áður en hann fór í Yardbirds og meðan hann var þar. Vorið 1968 spilaði hann í upptökum á lagi hjá Donovan sem var vinsæll í hippatónslitinni á þessum tíma. Annar náungi sem vann við þessa upptöku var hinn 22 ára gamli John Paul Jones. Hann var úr mikilli tónlistarfjölskyldu og báðir foreldrar hans voru atvinnumenn í tónlistarbransanum. Hann hafði verið í ýmsum böndum og gefið út eitt lag 1964, en aðeins 18 ára gamall fór hann að vinna sem sessionmaður og spilaði oftast á bassa en einnig á hljómborð og sá um útsetningar. Auk þessa gat hann spilað á ýmis blásturshljóðfæri sem hann hafði verið neyddur til að læra á í æsku og notaði þá kunnáttu ekki mikið. Jones hafði meðal annars útsett hluta af lagi á síðustu plötu Yardbirds þannig að hann og Page þekktust frá þeim tíma. Þegar þessu sessionstarfi var lokið lýsti Jones því yfir að hann hefði mikinn áhuga á að vinna með Page einhverntímann í framtíðinni og bað hann að hafa samband ef svo bæri undir.
Stuttu síðar, eða í júní 1968 hættu þeir Keith Relf söngvari og James McCarthy trommari í Yardbirds. Ástæður þess voru bæði áhugaleysi fyrir áframhaldandi starfi Yardbirds og deilur um hvaða stefnu skyldi taka tónlistarlega séð. Eftir sátu Page og bassaleikarinn Chris Dreja. Þeir höfðu umboðsmanninn Peter Grant með sér og hann taldi þá á að ráða nýja menn því að framundan var tónleikaferð sem hafði verið bókuð nokkru áður. Í fyrstu reyndu þeir að ráða söngvara að nafni Brian Reid og BJ. Wilson trommara Procul Harum. Þetta gekk ekki eftir þar sem báðir voru samningsbundnir annarsstaðar og Reid stakk upp á því að þeir réðu annan söngvara í staðinn sem hann hafði heyrt í nokkrum sinnum. Sá væri tvítugur að aldri og héti Robert Anthony Plant. Hann hefði verið í ýmsum böndum m.a. hljómsveit sem hafði heitið Band Of Joy, en væri nú í hljómsveit sem héti Hobbstweedle
Guns n'Roses: Guns N' Roses er hljómsveit sem var sameinuð af tveim hljómsveitum: Hollywood Rose og L.A Guns. Hún var stofnuð árið 1985. Upprunalegu meðlimirnir voru W. Axl Rose söngvari, Tracii Guns gítarleikari, Duff Rose Mckagan bassaleikari, Izzy Stradlin gítarleikari og Rob Gardner trommur. Síðar hættu Tracii og Rob og Duff hafði samband við gítarleikara sem kallaði sig Slash og trommuleikara sem heitir Steven Adler. Núna var Guns N' Roses stofnuð fyrir fullt og allt.
Hljómsveitin byrjaði fyrst að spila á smátónleikum t.d á hrekkjavöku og á klúbbum. Fyrsti tónleikatúr þeirra hét “The Hell Tour”. Hann gekk ekki vel upp en þeir héldu áfram að spila á börum og öðrum litlum klúbbum. Þeir spiluðu cover lög frá öðrum hljómsveitum. Gefin var út plata með GnR sem var með nokkrum cover lögum og sú plata hét “Live like a Suicide”. Það var ekki fyrr en árið 1986 sem þeir fengu plötusamning við fyrirtækið Geffen Records.
Með samstarfi Geffen Records og Uzi Suicide, kom út breiðskífan, Appetite for destruction árið 1987. Appetite for Destruction varð gífurlega vinsæl. Lagið Sweet Child o Mine fór á toppinn í bandaríkjunum. Guns N Roses urðu gífurlega vinsælir á þessum tíma. Lög á plötunni sem náðu sætum í bandaríska vinsældar listanum voru lög eins og Paradise City, Nightrain, Mr. Brownstone, Welcome to the jungle og Sweet Child o mine.
“As some of you know we write our songs on element of truth” - Axl Rose. Lagið Mr Brownstone, fjallar um eyturlyfja notkun, “We been dancing with Mr. Brownstone” En þetta lag fjallar um eyturlyfja notkun meðlimana, að dansa við Herra Brownstone:)
Margir tónleika túrar fylgdu Appetite for Destruction til margra landa t.d Englands. Fyrsta myndbandið með Gnr var tekið upp í ágúst 1987 og var það Welcome to The Jungle, en lagið fjallar um lífið á strætum Los Angeles. Axl Rose sagði sjálfur að maður hefði komið upp að honum þegar hann var nýfluttur til L.A og sagt: “You know where you are? Your'e in the jungle baby, your'e gonna die!”.
Þriðja platan hét GnR - Lies (1988) og voru átta lög á henni. Nokkur umdeild lög eins og One in a million sem orð eins og Nigger og fagets komu fyrir í. Eitt lag á þeirri plötu náði á vinsældarlista en það er acoustic lagið Patience. Duff segir að þeir hefðu tekið upp acoustic lögin blindfullir. Önnur góð lög á þeirri eru t.d Used to love her og Move to the city. Platan er skipt í tvo hluta, fyrstu 4 lögin eru tónleikalög og hin 4 tekin upp í stúdíó.