Reading tónlistarhátíðina ætla ég nú að skrifa um því að mér finnst íslenskir tónlistaraðdáendur einblína einum of mikið á Hróarskeldu.. Þangað fara 2000-3000 íslendingar ár hvert (meira kannski?) og sjá góð bönd.. en mér finnst fólk bara vera að fara þangað því að allir eru að fara þangað, ekki misskilja, góð hátíð en það er úr meiru að velja.
Ég hef farið 2svar farið á Reading (2000,2002, átti miða 2001 en allir sem ætluðu með mér voru of seinir til að kaupa miða.. helvítis fífl.. nei mar má ekki segja svona)
Árið 2000 fór ég í góðu flippi, nýbúinn að fara í endaþarmsskolun og tilbúinn í fjörið, gél í hárinu og undir handarkrikum, FM 957 tattúverað á sixpakkið.
2000
Limp Bizkit opnuðu þetta allt, missti reyndar af þeim, mikill missir þar… og þar á eftir komu fullt af böndum, góðum og ekki góðum;
Oasis, Primal Scream, Foo Fighters, Asian Dub Foundation, Doves, Grandaddy, Muse, Beck. Gomez, Super furry animals, Deftones, Idlewild, Embrace, Badly Drawn Boy, And you will know us by the.., JJ72, The Get up kids, Stereophonics, Placebo, Slipknot, RATM (Einir af síðustu tónleikunum), Blink 182, My Vitriol, Ian Brown, Queens of the Stone Age, Calexico, At the drive in, Turin Brakes, líka fullt af góðri raftónlist og svo miklu miklu meira.
2002
The strokes, Janes Addiction, Weezer, White Stripes, Dandy Warhols, Foo Fighters, Muse, Ash, Sum 41, The Hives, Less than Jake, Andrew WK (æ.. missti af honum.. damn.. ;), Vex Red, Prodigy með comeback, Slipknot, Offspring (ógeðslegasta hljómsveit í heimi!! sá tónleikana úr fjarlægð og þessir menn ættu að gera öllum greiða og fara að vinna á bandaríska MTV eða eitthvað álíka),
Slipknot, Incubus, NOFX, Puddle of mudd (þeir fundu víst upp grungið.. hmmm ? ;),
Hundread reasons, Raging Speedhorn, Dillenger Escape plan (Geðsjúkustu tónleikar sem ég hef farið á, og mun fara á.. ekkert er að fara að toppa þá), The vines, Feeder, The Breeders, Electric soft parade, New Found glory, Guided by voices, Black Rebel Motorcycle club, Jimmy Eat World, Sparta, Aphex Twin (Hann og Dillenger Escape PLan toppa allt!), U.N.K.L.E., o.fl. electro gaurar, síðan var sérstakt svið þar sem harðkjarni, punk og fleira hart var við lýði;
No use for a name, Saves the day, Face to face, The get up kids, [spunge], Bouncing Souls, Dashboard Confessionals, Thursday, JesseJames, The anniversary.
Síðan voru líka Interpol, Ikara Colt, The international Noise Conspiracy, Cave In, D4, The music, Hell is for heroes…
Vá.. soldil upptalning, en þetta er dæmi um böndin sem eru þarna og hvernig stemningin er, nokkuð rokkaðri en hróarskelda og annar valkostur fyrir þá sem ekki hafa vitað af þessari hátíð fyrr.
Það sem er líka þægilegt við Reading er að skipulagið er betra en á hróarskeldu, þú þarft ekki að labba í klukkutíma til að komast að einu sviði, mesta lagi 10 mín frá tjaldinu… kannski aðeins meira stundum.
Síðan er þetta inní bæ þannig að alltaf er hægt að kíkja þar inn og fá sér eitthvað betra að éta en vibba breta borgara.
Það eina sem ég fíla ekki við Reading er að maður er alltaf að missa af einhverju.. það eru svona 3 tónleikar á sama tíma sem manni langar til að sjá… Óþolandi ;)
Einnig ætla ég að benda ykkur á að forðast systurhátíð Reading; Leeds en þar er mikið um ofbeldi.. óeirðarlöggur nokkur síðustu ár.. fínt að sleppa við ofbeldi og jafnvel aflýsta tónleika útaf því. En á Reading er sama og ekkert ofbeldi, held að það hafi verið tveir eða þrír sem voru slasaðir af 80.000 sem voru á Reading
Miðinn hefur verið á um 85 pund (12 þúsund kall?) fyrir helgina og finnst mér það ekkert mikið miðað við að miðar á stóra tónleika hérna heima eru oft nálægt 5 þúsund kallinum. Flugið er orðið ódýrt og það tekur um 2 tíma að mig minnir með lest að komast frá london til Reading. Einnig eyðir maður engum pening á tónleikunum, smá matur og bjór.
Ef einhver tekur það þannig að ég sé eitthvað að dissa Hróarskeldu hérna er það ekki, ég er ekki að segja að Reading sé betri (reyndar segja allir sem ég þekki sem hafa farið á báðar að Reading sé betri ;) þá a.m.k. í skipulagi á svæðinu)
En þetta er allt smekksmál, mig langaði bara til að benda fólki á annan valkost heldur en skelduna.
Line-up er ekki komið upp fyrir árið í ár en Metallica eru víst búnir að staðfesta sjálfa sig.. Án þess að hátíðin sé búin að því, furðulegt. Held að maður þurfi að vera búinn að panta miða á netinu fyrir miðjan maí í síðasta lagi.. En allar uplýsingar eru á;
www.readingfestival.com
www.meanfiddler.com
B TW: Ég var í mislitum sokkum á meðan ég skrifaði þessa grein.