ég skellti mér á tvo rosalega góða tónleika í gær. . fyrst í hinu húsinu og svo á grandrokk, en þess má geta að hljómsveitin Noise spilaði á báðum tónleikunum.
í Hinu húsinu byrjuðu bob kvöldið en því miður náði ég bara síðasta laginu þeirra sem mér fannst vera ágætis rokklag og ágætlega spilandi band.
næstir á svið voru Noise, þeir byrjuðu á lagi sem ég held að hafi heitið “hollow” og það var geðveikt, Noise menn tóku 7-8 lög s.s “dark days”(uppáhaldslagið mitt), “paranoid parasite”,“Born into a grave”,“my favorite”. .ofl….
Þetta voru án efa eitt af bestu tónleikum sem Noise hafa spilað, þeir voru svo ótrúlega þéttir! ! ! (en ekkert miðað við seinni tónleika þeirra,sama kvöld á grandrokk!)
ég horfði á nokkur lög með hljómsveitini Coral, þeir voru einnig þéttir en fannst vanta eitthvað uppá hjá þeim þetta kvöldið ;/ samt eiga þeir nokkur mjög góð lög, vel spilandi band.
Næst var förinni heitið á Grandrokk, þar sem LOkbrá & Noise heldu uppi stemninguni. . Lokbrá byrjuðu og ég verð að segja að þetta er mjög gott band! þó svo að lögin hafi kanski ekki verið gripin undir eins þá voru þetta mjög melodisk lög og vel spiluð og flott sviðsframkoma. . bara mjög flott hjá þeim félögum. . (þess má geta að trommari lokbrá er með flottasta tattú í heimi! bowie á bryngunni ;)
Næstir á svið voru Noise, maður hefði búist við að þeir yrðu kanski ekkert voðalega líflegir vegna þess að þeir voru nýbúnir að spila í hinu húsinu en viti menn, ég hef aldrei séð Noise betri!!! þeir voru brjálaðir á sviðinu, söngvarinn henti sér í trommusettið í miðju sólói, snúrur voru slitnar, og bassaleikari sveitarinnar tók sig svo til og rústaði trommusettinu í síðasta laginu! ! !
Noise tóku 7-8 eigin lög s.s “hangover”, My favorite(eða einsog söngvarinn kallaði það: “popp lagið okkar”). , einnig tóku þeir placebo lagið “nancy boy” og það var geðveikt vel spilað, svo enduðu þeir kvöldið á lagi sem heitir “freak” með hljómsveitinni Silverchair, og þá trylltust þeir og trommusettið varð fyrir barðinu. . Þess má einnig geta að söngvari sveitarinnar, Einar Vilberg er alveg rosalega fær og fjölhæfur(að mínu mati), hann söng niður í death roar og uppí folsettur sem heyrast sjaldan. .
en endilega allir sem fóru á aðrar hvora tónleikana, hvernig fannst ykkur? ég skemmti mér konunglega. .
rokk á íslandi lengi lifi!