Gefiði skít í Liverpool, Seatle og London besta músíkin kemur frá borg einni í Englandi og hún heitir Manchester. Manchester er líklega best þekkt hér á íslandi vegna eikkers skítafótboltaliðs sem kemur þaðan en þeir sem vita eitthvad um tónlist ættu ad vita að i Manchester fæddist Pönk, Nýbylgja, Indie-rokk, Dans-rokk svo ekki sé minnst á hina blessuðu Rave menningu. Þetta byrjaði allt árið 1976. Sex Pistols spila í fyrsta sinn í Manchester, 44 mæta þar á meðal Tony Wilson, Martin Hannet, Stiff Kittens(seinna verða þeir Warsaw og svo JOY DIVISION og að lokum New Order), Pete Shelley og Harry Devoto sem seinna verða Buzzcocks og Mick Hucknall sem aðrir þekkja undir nafninu Simply Red. Ekki veit ég hvad hann var ad gera þarna en eitt er víst að hann á engann þátt í að breyta tónlist i heiminum. Í þessari grein minni ætla ég að taka fyrir nokkrar Hljómsveitir sem eiga það allt sameiginlegt ad hafa haft mikil áhrif á tónlistarsöguna eða bara að vera frá Manchester nema ein.

Sex Pistols.
Stofnuð af Steve Jones og Paul Cook 1972. Bandið byrjaði af alvöru þegar steve og paul ásamt skólafélaga sínum stofnuðu sveitna The Strand. Jimmy Mackin og Steve Hayes komu í bandið líka, öllum hljóðfærum og útbúnaði stal og reddaði Steve Jones. Steve hékk allar helgar í kynlífshjálpartækjaverslun einni á Kings Road sem var rekinn af Malcolm Mclaren og Vivienne Westwood. Steve og Malcolm voru orðnir mjög góðir vinir og Steve var alltaf ad spurja vin sinn hvort hann gæti ekki reddað húsnæði fyrir hljómsveitina sína. Hann gerði það með einu skilyrði að þeir yrðu að fá sér söngvara og Reka Jimmy, Steve Hayes og hann Warwick. Hann benti þeim á ágætis bassaleikara Glen Matlock að nafni. Þá var málið að finna söngvara en ekkert gekk í þeim málum. Lífið hélt sinn vanagang, þar til einn dag þá var Malcolm orðinn var við Reglulegan gest í búðinni sinni, grænhærðan ungling sem hét John Lydon. Þeir Prufuðu hann í bandið og hann smellpassaði. Í prufunni söng hann lag eftir Alice Cooper lagið Schools Out sem glumdi undir á glymskratta meðan John söng. John var alltaf kallaður “Rotten” vegna tannana i honum sem voru vægast sagt viðbjóðslegar. Sex Pistols er stofnuð Malcolm kom með nafnið. Sex Pistols bókuðu sig allstaðar og spiluðu og spiluðu. Glen var rekinn og í staðinn kom Holdgervingur Pönksins SID VICIOUS(John Simon Ritchie) á bassan hann kunni ekki neitt á bassa en fannst bara kúl að vera í hljómsveit. Sex Pistols fá samning hjá EMI og sex pistols eru reknir frá útgafunni daginn eftir eftir þetta líka “outrageous” viðtal hjá Bill Grundy í sjónvarpinu þar sem Steve Jones lét öll orð flakka. Virgin REcords gerði samning við þá og hjá þeim gáfu þeir út meistaraverkið “Nevermind The Bollocks Here´s The Sex Pistols”. Sem var valin sjötta besta plata allra tíma hjá lesendum Q. Enda ekkert slor. Sex Pistols Leystust algjörlega upp eftir þeirra fræga Ameríkutúr. Sid Vicious Drap Konuna Sína hana Nancy Spungen, Johnny Rotten Stofnaði Public I
mage LTD og hinir fóru bara í eikkad rugl.

Joy Division.
Stofnuð 1976 af Bernard Summer og Peter Hook. Fundu Söngvara að Nafni Ian Curtis. Til að sýna dæmi um hæfileikana í þessari Hljómsveit þá samdi Ian Curtis Öll lögin fyrir Joy Division og eftir að hann dó þá tók Bernard Summer við og gerði nánast öll lögin fyrir New Order eina áhrifamestu hljómsveit Breta. Joy Division gaf út 2 plötur Unknown Pleasures og Closer sú síðarnefnda er algjört meistaraverk. Um 1980 var Joy division “heitasta” hljómsveit Breta og höfðu skapað nýja stefnu Nýbylgjuna. Tónlistin var mjög drungaleg og Textar Ian´s vægast sagt þunglyndislegir. Það sem Joy Division Voru aðallega þekktir fyrir var hversu kraftmiklir þeir voru á tónleikum og hvad þeir lögðu sig fram á tónleikum. Sviðsframkoma Ians var stórkostleg hann dansaði eins flogaveikur væri um allt sviðið. En það kom á daginn að hann var flogaveikur og oft áttu menn erfitt með að greina frá því hvort hann væri að dansa eða að fá flogakast. Þeir túruðu England í hálft ár og veruleg þreyta var kominn í herbúðir Joy Division manna, Ian a var farinn að fá flogakast á öðrum hverjum tónleikum,Tony Wilson að bögga þá og þunglyndið hrjáði þá alla á þessum tíma. Þegar var komið að því að fara að túra Ameríku Framdi Ian Sjálfsmorð þann 18 maí 1980. Þar fór sem margir segja Tónlistarlega hliðstæðu Che Guevara. Megi hann og Joy Division Hvíla í friði.

Happy Mondays.
Stofnuð af Shaun(söngur) og Paul Ryder(bassi) 1986 að ég held ekki alveg viss. Til liðs við þá komu Mark Day(gítar), Gary Whelan(trommur), Paul Davis(hljómborð) og Mark Berry a.k.a. BEZ sem gerði nú eiginlega ekkert nema að selja e-töflur og að dansa. Martin Hannet tók upp þeirra Fyrstu plötu Bummed og þar stigu Mondays menn merkilegt skref í að búa til rokk sem maður getur dansað við. Þeir túruðu england eins og vitlausir væru og sniffuðu kók, tóku inn E og sprautuðu í sig Heróíninu á fullu. Gáfu út Plötuna Pills N Thrills and Bellyaches og voru þá orðnir eitt stærsta band í heimi með Stone Roses. Shaun var orðinn alvarlega háður eiturlyfjum og var orðinn blankur. Sem þýddi bara eitt Mondays menn þyrftu að gera aðra plötu managerinn þeirra hann Nathan taldi það best að fara til Barbados og taka plötuna upp þar því þar er víst ekkert heróín. En Shaun ætlaði aldeilis ekki ad fara til Barbados tómhentur hann tók með sér gríðarlegt magn af meþadoni en það fór allt til spillis, því hann missti það allt á gólfið eitthvern veginn á Heatrow Airport og fór þess vegna tómhentur til Barbados. Það var ekkert Heróín á Barbados en nóg var af krakki þar. Shaun var ekki lengi að reykja það nánast allt upp og varð háður því. Hann notaði alla peninga sem hann fékk frá plötufyrirtækinu í krakk og þegar hann var búinn með þá þá stal hann upptökubúnaði og seldi hann og keypti krakk og að lokum var hann búinn með alla peninga þá seldi hann fötin sín fyrir krakk.
Þessi ferð var þó ekki algjör fýluferð því að allir aðrir nema Shaun voru að vinna á fullu og afraksturinn af þeirri vinnu kom út á plötunni Yes Please.

Þessar Hljómsveitir mörkuðu allar ný spor í tónlistarsöguna, ég hvet alla til að tjékka á þessum böndum sem fyrst.