Ég heyrði í The Black Crowes fyrir svona mánuði síðan og ég hreifst strax af henni. Ég hef alltaf verið mikið fyrir blúsrokk og ég hef til dæmis verið með annað eyrað við Guns ‘n’ Roses mjög lengi (hef aldrei hinsvegar keypt plötu með Guns ‘n’ Roses, hef alltaf gleymt því). En eftir að ég heyrði í “The Southern Harmony And Musical Companion” þá reddaði ég mér eintaki og hef mikið verið að hlusta á þetta snilldarband.
The Black Crowes voru stofnaðir árið 1984 af bræðrunum Chris og Rich Robinson í Atlanta. Síðan bættu þeir við sig Johnny Colt (bassi), Jeff Cease (gítar) og Steve Gorman (trommur) um 1990 þegar þeir gáfu út fyrstu plötuna þeirra, “Shake Your Money Maker”. Platan varð mjög vinsæl og seldist í meira en þrjár milljónir eintaka og og hélst í visældarlistum í Bandaríkjunum í 18 mánuði. “She Talks To Angels” og “Hard To Handle” (síðarnefnda er coverlag eftir Otis Reading) lentu bæði í Topp 40 listum um öll Bandaríkin.
Næsta breiðskífa sem kom út var “The Southern Harmony And Musical Companion”. Hún kom út árið1992 og lenti í fyrsta sæti á vinsældarlistum strax og hún kom út. Þegar “The Southern Harmony…….” kom út þá voru The Black Crowes búnir að Skipta Jeff Cease út fyrir Marc Ford sem var fyrrverandi meðlimur í Burning Tree. Eddie Harsch hljómborðsleikari kom líka inn í hljómsveitina á þessum tíma. Breiðskífan gerði tvær smáskífur: “Thorn In My Pride” og “Remedy” sem urðu mjög vinsæl. Ég hefði samt viljað sjá “Sting Me” sem hittara af því þetta lag er að mínu mati besta lagið á disknum.
Chris Ropinson sagði eftirfarandi um þriðju plötu þeirra: “I guess it’s where we want to be and where we want to live, but we’re stuck in America”. Hann sagði þetta um innblásturinn sem hann fékk þegar hann nefndi plötuna “Amorica”. “We were born Americans and as much as there is love about that, there’s a lot of thing to fear. I’d like for “Amorica” to be a fearless place”.
Sumarið 1996 gáfu The Black Crowes út sína fjórðu breiðskífu, “Three Snakes And One Charm” sem lenti í 15. sæti í vinsældarlistum. Marc Ford var rekinn sama ár eftir fimm ár sem gítarleikari í hljómsveitinni.
1998, fór hljómsveitin yfir til Columbia Records til að taka upp fimmtu plötuna, “By Your Side” . Haustið sama ár fóru þeir að túra í klúbbum í sex vikur og kölluðu þennan túr “The Sho’ Nuff tour”. Þeir gáfu síðan í kjölfarið út Fimm diska Sho’ Nuff gjafa pakka sem innihélt fjórar endurgerðar breiðskífur og eina EP.
Ég held að frægasti túrinn sem The Black Crowes hafa farið á var árið 1999 þegar Jimmy page, sem allir þekkja úr Led Zeppelin, túraði með þeim í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hljómsveitin gaf síðan út Live diskinn “Jimmy Page and The Black Crowes At The Greek”. Þessi diskur innihélt reyndar frekar lítið af efni frá The Black Crowes en það var allt í lagi þar sem þetta var mikið af Zeppelin efni og ég býst ekki við því að nokkur maður hafi farið fúll heim eftir svoleiðis tónleika.
árið 2000, Chris Robinson og Kate Hudson, leikkona, giftu sig á nýársdegi. Þau höfðu trúlofað sig sumarið á undan og létu síðan af því og giftu sig í Apsen í Colo. Vorið 2000 gaf hljómsveitin út sjöttu breiðskífuna sína, “Lions” og varð hún ekkert minna vinsæl en hinar.
Ég fékk heimildirnar frá Rollingstones.com og þetta lítur kannski út fyrir að vera þýtt veint uppúr, en ég reynd samt að skrifa þetta með mínum orðum.
Weedy