Èg ætla hér að fjalla um frumburð þeirra Skid Row manna. Plötu sem heitir einfaldlega: “Skid Row”.
Lagalistinn er svona:
1. Big Guns (Affuso/Bolan/Hill/Sabo) - 3:36 ***
2. Sweet Little Sister (Bolan/Sabo) - 3:10 ***
3. Can't Stand the Heartache (Bolan) - 3:24 ***
4. Piece of Me (Bolan) - 2:48 ***
5. 18 and Life (Bolan/Sabo) - 3:50 ****1/2
6. Rattlesnake Shake (Bolan/Sabo) - 3:07 ***
7. Youth Gone Wild (Bolan/Sabo) - 3:18 ***1/2
8. Here I Am (Bolan/Sabo) - 3:10 ***
9. Makin' a Mess (Bach/Bolan/Sabo) - 3:38 ***1/2
10. I Remember You (Bolan/Sabo) - 5:10 *****
11. Midnight/Tornado (Fallon/Sabo) - 4:17 **1/2
Fyrsta lagið “Big guns” fjallar um gaur sem reynir við ballerínu sem bregst hin versta við og skýtur hann. Svo fer hann að reyna að komast til himna og svona. Fínasta lag.
Næst kemur “Sweet little sister”. Geðveikt lag. Svona feelgoodí! “I know a thing or two about sweet little sister!….”
“Can´t stand the heartache” svona lag sem á að rífa mann upp tekst það vel!
“Piece of me” Byrjar á svona mean gítar og bassa. “…I got me heels on, lookin pretty”(veit ekki alveg hvað á að segja um þessa línu, hann er örugglega í kúrekastígvélum. Fjallar um gaur sem notfærir sér kvennmenn í neyð.
“18 and life” Besta lagið á disknum finnst mér. Fjallar um 18 ára dreng, Ricky sem vill standa á eiginn fótum og lendir í rugli. Endar svo á að drepa barn. Mjög dramatískt lag.
“Rattle snake shake” Yeah! byrjar lagið mikill fílingur í því! “Shake shake, shake it like a Rattle snake” need I say more?!
“Youth gone wild” Oh yeah! Fönký og flott lag. Rebel lagið á disknum(þurfti náttla að vera eitt svona). “We are the youth gone wild!”
“Here I am” “… close your eyes and I´ll be superman” Fjallar um gaur sem er að reyna við mjög eftirsótta dömu. Geggjað sóló í þessu lagi!
“Makin´ a mess” Byrjar á svona “ooohh yeeeahhh!!!!!!” OG mjög kúl gítar! Fjallar um Billy sem kemur að konunni sinni með öðrum manni. “….you´re better of dead than makin´ a mess of me” segjir Billy. MJög fjörugt lag sérsaklega miðað við umfjöllunarefnið. Endar svona: “make a mess of me and I´ll be the biggest mess you ever made baby!!”
“Remember me” Rómnantíska lagið á disknum. Fór nærri því að grenja yfir því í gær(no kidding) “Remember yesterday, walking hand in hand…. I wanna hear you say: I remember you” Mjög flott kassagítarballaða.
“Midnight/Tornado” Fjallar um gaur sem er partýdýr og fer í gang á nóttunni. Fínasta lag.
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)