Jæja ég var aðeins að gramsa í plötusafninu mínu áðan & fór að hlusta á snilldarbandið LSS - Langi seli & Skuggarnir, að mínu mati er þetta eitt alskemmtilegasta rokkband í Íslandssögunni en þessi tími var líka frábær en það voru miklir talentar sem voru að láta gott af sér leiða í músikinni.
LSS Skipuðu
Axel Jóhannesson (seli) Söngur & gítar
Jón Steinþórsson (skuggi) bassi - kontrabassi
Steingrímur Guðmundsson gítar
Kormákur Geirharðsson (Kommi) trommur
Þetta band var skipað mjög hæfileikaríkum piltum en áður höfðu þeir verið í fjöllistarhópnum Oxzmá, LSS var sett á stofn á árunum 1988-89 & þeir spiluðu hálfgerðann rokkabillí í bland við pönk.LSS spiluðu víðsvegar um Reykjavík & urðu mjög vinsælir en þeir voru án efa eitt stórtækasta bandið á þessum tíma.Einnig fóru þeir í hina frægu reisu til New York með Sykurmolunum,Risaeðlunni & Ham en þetta voru eðaltöffarar & gáfu töffaraskapnum nýja ýmind á þessum tíma, en þetta er án efa eitt svalasta bandið sem við höfum átt.Jón Skuggi sem nú er tækni/hljóðmaður hjá sjónvarpinu í dag var sá sem sá um stórann part af því að gefa út frábærlega vel unna diska sem þeir félagar gáfu út í samvinnu við Smekkleysu.Því miður var LSS ekki í mjög langan tíma en allir snéru þeir sér að öðrum hlutum, áðurnefndur Skuggi vinnur hjá sjónvarpinu & Kommi hefur unnið með KK en hann hefur einnig gert það gott í Innlit útlit & einnig unnið við margt annað.Seli & Steingrímur hafa einhvað verið að vinna í sinnfoníu Íslands en strákarnir hafa áður tekið comeback & vonandi fær maður að sjá það einhvertíman aftur.
Plötur frá LSS
Kane
Kontinental
Breiðholtsbúgí
Rottur & Kettir
Einnig ein safnplata að mig minnir, en ekki virðist lengur vera hægt að fá þessar plötur í helstu hljómplötuverslunum.
Helstu slagarar
Breiðholtsbúgí
Kontinental
Einn á Ísjaka
Rabbi rotta
ofl frábær lög, en því miður er þetta ekki mjög ítarlegt þar sem það virðist einkar erfitt í fljótu bragði að verða sér útum nánari upplysingar um hljómsveitina & er þetta bara gert eftir mínu minni.En band eins & LSS má ekki gleymast & ég vona að það verði gert betur en nú til að halda upp minningu hljómsveitarinnar & skora ég á aðdáendur LSS að pressa á skífuna að koma með diskana aftur í búðir.
Eftir tímana tvo til þrjá tók ég til við spil að spá,
leit að undankomu leið en sú var ekki leiðin greið,
það besta væri að ná í bát bráðum er ég orðinn mát,
örmagna ég er einn á Ískjaka……..LSS
Góðar stundi