Flea og Red hot chili peppers
Michael Balzary(Flea) og Red Hot Chili Peppers
Einn besti bassaleikari fyrr og síðar. Fæddist í Melbourne, Ástralíu. 16 október 1962. Fjölskyldan hans flutti til L.A. þegar hann var unglingur. Hlustaði mikið á jazz á unglingsárunum og byrjaði að æfa sig á trompet. Ì “Fairfax High School”. Þar kynntist hann gítarleikaranum Hillel Slovak og skáldinu Antony Kiedis. Þeir urðu miklir vinir og Hillel byrjaði að kenna “Flea” á bassa og kynnti hann fyrir alvöru rokk-tónlist eins(Jimi Hendrix ofl.) Hann er talinn vera sá sem fann upp slap-bass tæknina, sem hefur verið kóperuð af mörgum.
Flea byrjaði að spila með pönkhljómsveitinni “Fear” snemma á níunda áratugnum. En hætti með þeim og ákvað að stofna hljómsveit með Hillel Slovak(gítar), Antony(söngur), og vini þeirra Jack Irons sem trommaði. Þetta var upphafið á ferli “The Red Hot Chili Peppers” sem urðu fljótt vinsælir í Kaliforníu enda miklir skemmtikraftar þarna á ferð. Eiturlyfjadjöfullinn hefur elt sveitina á röndum og 1988 dó Slovak vegna ofneyslu eiturlyfja. Jack Irons trommuleikarinn hætti í kjölfar dauða Slovak. Flea og Antony héldu samt ótrauðir áfram þrátt fyrir þessi vandamál og baráttu Antonys við eiturlyfjafíkn sína. Þeir réðu fyrrverandi gítarleikara fönkbandsins Parliament, Blackbird Mcknight og fyrrum trommara Dead Kennedy´s D.H. Peligro, en það gekk ekki upp….(púra metnaður bara) . Ì stað þessara kappa réðu þeir John Frusciante á gítarinn og Chad Smith á trommur. Þá fóru hjólin að snúast á nýjan leik og þeir gáfu út “Mothers Milk”(1989), sem varð mikið “hit” öllum að óvörum. Enn meira hit varð samt “Blood Sugar Sex Magik”(1991) sem seldist í 7 millljónum eintaka, og ég spyr; “hver kannast ekki við lög eins og ”Give it away“og ”Under the Bridge“? Svo byrjuðu meiri erfiðleikar í tengslum við gítarleikara. John Frusciante leiddist út í hörð eiturlyf og sveitin skipti um nokkra gítarleikara á stuttum tíma. Þeir réðu t.a.m. Dave Navarro gítarleikara ”Jane´s Addiction“. Hann spilaði með þeim á frekar slappri plötu ”One hot minute“ og var síðan látin fara 1998, passaði einfaldlega ekki inní bandið. 1999 ákvað John að koma aftur, eftir að hafa gefið út nokkrar misgóðar sóloplötur. Platan ”Californication“ var gefin út og sló í gegn(en ekki hvað…). Svo kom ”By the way“ út á síðasta ári og sýndu drengirnir að þeir eru langt frá því hættir. (allmusic.com)

Flea hefur leikið aukahlutverk í ýmsum myndum hér er smá listi;
1. Rugrats Go Wild! (2003) …. Donnie Thornberry
2. ”Spider-Man: The Animated Series“ (2002) TV Series …. Max Dillon/Electro
3. Wild Thornberrys Movie, The (2002) (voice) …. Donnie Thornberry
4. Goodbye Casanova (2000) …. Silent
5. Gen 13 (1998) (voice) …. Grunge/Edward Chang
6. Psycho (1998) …. Bob Summerfield
7. ”Wild Thornberrys, The" (1998) TV Series (voice) …. Donald ‘Donnie’ Michael Thornberry
8. Fear and Loathing in Las Vegas (1998) …. Musician
9. Big Lebowski, The (1998) …. Kieffer (Nihilist 2)
10. Liar's Poker (1997) …. Freddie
11. Just Your Luck (1996) (V) …. Johnny
… aka Whiskey Down (1996) (V) (Australia: video title) (USA: working title)
12. Chase, The (1994) …. Dale
13. Son in Law (1993) (uncredited) …. Tattoo Artist
14. Roadside Prophets (1992) …. Too Free Stooges
15. My Own Private Idaho (1991) …. Budd
16. Motorama (1991) …. Busboy
17. Back to the Future Part III (1990) …. Douglas J. Needles (Truck Driver: Chief Gang Member)
18. Back to the Future Part II (1989) …. Douglas J Needles
19. Blue Iguana, The (1988) …. Floyd
20. Stranded (1987) …. Jester The Alien
21. Less Than Zero (1987) …. Musician #1
22. Dudes (1987) …. Milo (IMDB.COM)
Vonandi hafið þið haft gagn og gaman af…..

-Kreato
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)